Hryðjuverkaárásin í Manchester „hámark aumingjaskaparins“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. maí 2017 12:45 „Þetta er svo gjörsamlega viðurstyggilegt. Þetta er einhvers konar hámark aumingjaskaparins að ráðast gegn ungi fólki, börnum að skemmta sér,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórmálafræði um árásina á tónleikastað í Manchester í gær. Eiríkur Bergmann var gestur Loga Bergmanns í aukafréttatíma Stöðvar 2 vegna árásinnar sem varð 22 að bana og særði 59. Börn eru meðal þeirra sem létust í árásinni enda Ariane Grande, ein vinsælasta tónlistarkona í heimi. Hann segir að tilgangur slíkra hryðjuverkaárása sé augljós. „Grafa undan vestrænum samfélögum, okkar lýðræðiskerfi. Þessum opnu, frjálsu samfélögum sem byggja á mannréttindum, lýðræði, fjölbreytileika Það er tilgangurinn,“ segir Eiríkur Bergmann. Markmiðið sé þrengja að lifnaðarháttum Vesturlandabúa. „Verknaðurinn framinn, ekki til þess að myrða þessi tilteknu ungmenni, heldur til þess að framkalla viðbrögð í samfélaginu. Ala á óttanum og fá okkur til þess að breyta okkar lifnaðarháttum.“Eiíkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/EyþórEkki hægt að mæta ofbeldi með meira ofbeldi Árásin er ein af mörgum sem framin hafa verið undanfarin ár, allt frá hryðjuverkaárásinni í París árið 2015 til árásarinnar í Stokkhólmi fyrr á árinu. „Við lifum tíma hrynu hryðjuverka í Evrópu. Yfirleitt hafa það verið íslamistar sem hafa staðið á bak við þetta í ímynduðu stríði sínu við vesturlöndin. Við höfum séð magnandi átök á milli heimshluta af hugmyndafræðilegum toga.“ Ljóst er að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna muni bregðast við árásinni á einhvern hátt en í ávarpi beggja í tilefni árásarinnar mátti greina þann tón að árásinni yrði hefnt, ekki síst í máli Trump. Eiríkur varar við slíkum málflutningi og segir Vesturlöndin föst í vítahring. Svarið við ofbeldi geti aldrei verið meira ofbeldi. „Svona hryðjuverkaárásum hefur oftar en ekki verið svarað með hernaðarinngripum þar sem annað saklaust fólk er drepið. Þegar ráðist var inn í skemmtistaðinn í París var svarað með því að herflugvélar flugu til Raqqah í Sýrlandi og sprengdu þar allt í tætlur. Þar vaxa nú upp einhverjir krakkar sem hafa misst foreldri sína, systkini, í þeirri tilteknu árás og ala með sér hatur í garð Vesturlanda. Það birist meðal annars í hryðjuverkum í okkar heimshluta og þetta er vítahringurinn.“ Segir hann að bregðist Trump við þeim hætti sem hann hafi boðað séu það slæm tíðindi fyrir Vesturlönd. „Forseti Bandaríkjanna brást við með því að hann talaði um að uppræta þessi öfl, hrekja þau úr löndum okkar. Ef að það yrði gert, það sem hann segir, þýðir það bara allsherjar borgarastyrjöld í vestrænum samfélögum.“ Hryðjuverk í Manchester Tengdar fréttir Árásin í Manchester: Fyrsta fórnarlambið nafngreint Fyrsta fórnarlambið í hryðjuverkaárásinni sem varð 22 tónleikagestum að bana og særði 59 hefur verið nafngreint. Georgina Callander, átján ára stúlka, lést í árásinni. 23. maí 2017 11:22 Í beinni: Það sem við vitum um sprengjuárásina í Manchester Að minnsta kosti 22 eru látnir og 59 særðir eftir sjálfsmorðssprengjuárás í tónleikahöllinni Manchester Arena í Manchester í Englandi í gærkvöldi. 23. maí 2017 06:58 Árásin í Manchester: Telja sig vita hver var að verki Lögregla telur sig vita hver það var sem framdi árásina í Manchester Arena í gær sem varð 22 að bana og særði minnst 59 tónleikagesti. Hann lést í árásinni. 23. maí 2017 10:54 Íslenskar mæðgur á tónleikum Ariönu Grande: "Hef aldrei á ævinni heyrt svona háan hvell“ Linda Björk Hafþórsdóttir, var stödd ásamt 11 ára dóttur sinni á tónleikunum í Manchester í kvöld þegar sprengingarnar dundu yfir. 23. maí 2017 00:01 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Manchester 22 eru látnir og 59 eru særðir. 23. maí 2017 11:53 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
„Þetta er svo gjörsamlega viðurstyggilegt. Þetta er einhvers konar hámark aumingjaskaparins að ráðast gegn ungi fólki, börnum að skemmta sér,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórmálafræði um árásina á tónleikastað í Manchester í gær. Eiríkur Bergmann var gestur Loga Bergmanns í aukafréttatíma Stöðvar 2 vegna árásinnar sem varð 22 að bana og særði 59. Börn eru meðal þeirra sem létust í árásinni enda Ariane Grande, ein vinsælasta tónlistarkona í heimi. Hann segir að tilgangur slíkra hryðjuverkaárása sé augljós. „Grafa undan vestrænum samfélögum, okkar lýðræðiskerfi. Þessum opnu, frjálsu samfélögum sem byggja á mannréttindum, lýðræði, fjölbreytileika Það er tilgangurinn,“ segir Eiríkur Bergmann. Markmiðið sé þrengja að lifnaðarháttum Vesturlandabúa. „Verknaðurinn framinn, ekki til þess að myrða þessi tilteknu ungmenni, heldur til þess að framkalla viðbrögð í samfélaginu. Ala á óttanum og fá okkur til þess að breyta okkar lifnaðarháttum.“Eiíkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/EyþórEkki hægt að mæta ofbeldi með meira ofbeldi Árásin er ein af mörgum sem framin hafa verið undanfarin ár, allt frá hryðjuverkaárásinni í París árið 2015 til árásarinnar í Stokkhólmi fyrr á árinu. „Við lifum tíma hrynu hryðjuverka í Evrópu. Yfirleitt hafa það verið íslamistar sem hafa staðið á bak við þetta í ímynduðu stríði sínu við vesturlöndin. Við höfum séð magnandi átök á milli heimshluta af hugmyndafræðilegum toga.“ Ljóst er að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna muni bregðast við árásinni á einhvern hátt en í ávarpi beggja í tilefni árásarinnar mátti greina þann tón að árásinni yrði hefnt, ekki síst í máli Trump. Eiríkur varar við slíkum málflutningi og segir Vesturlöndin föst í vítahring. Svarið við ofbeldi geti aldrei verið meira ofbeldi. „Svona hryðjuverkaárásum hefur oftar en ekki verið svarað með hernaðarinngripum þar sem annað saklaust fólk er drepið. Þegar ráðist var inn í skemmtistaðinn í París var svarað með því að herflugvélar flugu til Raqqah í Sýrlandi og sprengdu þar allt í tætlur. Þar vaxa nú upp einhverjir krakkar sem hafa misst foreldri sína, systkini, í þeirri tilteknu árás og ala með sér hatur í garð Vesturlanda. Það birist meðal annars í hryðjuverkum í okkar heimshluta og þetta er vítahringurinn.“ Segir hann að bregðist Trump við þeim hætti sem hann hafi boðað séu það slæm tíðindi fyrir Vesturlönd. „Forseti Bandaríkjanna brást við með því að hann talaði um að uppræta þessi öfl, hrekja þau úr löndum okkar. Ef að það yrði gert, það sem hann segir, þýðir það bara allsherjar borgarastyrjöld í vestrænum samfélögum.“
Hryðjuverk í Manchester Tengdar fréttir Árásin í Manchester: Fyrsta fórnarlambið nafngreint Fyrsta fórnarlambið í hryðjuverkaárásinni sem varð 22 tónleikagestum að bana og særði 59 hefur verið nafngreint. Georgina Callander, átján ára stúlka, lést í árásinni. 23. maí 2017 11:22 Í beinni: Það sem við vitum um sprengjuárásina í Manchester Að minnsta kosti 22 eru látnir og 59 særðir eftir sjálfsmorðssprengjuárás í tónleikahöllinni Manchester Arena í Manchester í Englandi í gærkvöldi. 23. maí 2017 06:58 Árásin í Manchester: Telja sig vita hver var að verki Lögregla telur sig vita hver það var sem framdi árásina í Manchester Arena í gær sem varð 22 að bana og særði minnst 59 tónleikagesti. Hann lést í árásinni. 23. maí 2017 10:54 Íslenskar mæðgur á tónleikum Ariönu Grande: "Hef aldrei á ævinni heyrt svona háan hvell“ Linda Björk Hafþórsdóttir, var stödd ásamt 11 ára dóttur sinni á tónleikunum í Manchester í kvöld þegar sprengingarnar dundu yfir. 23. maí 2017 00:01 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Manchester 22 eru látnir og 59 eru særðir. 23. maí 2017 11:53 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Árásin í Manchester: Fyrsta fórnarlambið nafngreint Fyrsta fórnarlambið í hryðjuverkaárásinni sem varð 22 tónleikagestum að bana og særði 59 hefur verið nafngreint. Georgina Callander, átján ára stúlka, lést í árásinni. 23. maí 2017 11:22
Í beinni: Það sem við vitum um sprengjuárásina í Manchester Að minnsta kosti 22 eru látnir og 59 særðir eftir sjálfsmorðssprengjuárás í tónleikahöllinni Manchester Arena í Manchester í Englandi í gærkvöldi. 23. maí 2017 06:58
Árásin í Manchester: Telja sig vita hver var að verki Lögregla telur sig vita hver það var sem framdi árásina í Manchester Arena í gær sem varð 22 að bana og særði minnst 59 tónleikagesti. Hann lést í árásinni. 23. maí 2017 10:54
Íslenskar mæðgur á tónleikum Ariönu Grande: "Hef aldrei á ævinni heyrt svona háan hvell“ Linda Björk Hafþórsdóttir, var stödd ásamt 11 ára dóttur sinni á tónleikunum í Manchester í kvöld þegar sprengingarnar dundu yfir. 23. maí 2017 00:01
Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Manchester 22 eru látnir og 59 eru særðir. 23. maí 2017 11:53
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent