Nítján látnir eftir sprengingu á tónleikum Ariönu Grande í Manchester Atli Ísleifsson skrifar 22. maí 2017 22:15 Ariana Grande. Vísir/afp Nítján manns eru látnir og fimmtíu særðir eftir að mikil sprenging varð við tónleikahöllina Manchester Arena í Manchester að loknum tónleikum bandarísku söngkonunnar Ariönu Grande í kvöld. Lögregla í Manchester greindi frá þessu á Twitter í kvöld. Sjá einnig: Það sem við vitum um sprengjuárásina í Manchester Lögregla er með mikinn viðbúnað á staðnum og hefur hvatt almenning til að halda sig fjarri. Ekkert hefur verið sagt um hvað olli sprengingunni, en sprengjusveit lögreglunnar er nú að störfum í og í kringum höllina. Í yfirlýsingu frá Manchester Arena segir að sprengingin hafi orðið fyrir utan höllina, en fyrst fréttir hermdu að hún hafi verið í anddyri hallarinnar. Rannsakað sem hryðjuverk Lögregla í Manchester rannsakar málið sem mögulega hryðjuverkaárás, en í frétt NBC er haft eftir bandarískum embættismönnum að breskir starfsbræður þeirra hafi sagt þeim að sjálfsvígssprengjumaður hafi verið þarna að verki. Þetta hefur þó ekki fengist staðfest frá breskum yfirvöldum. Á myndskeiðum úr tónleikahöllinni má sjá tónleikagesti flykkjast út. Sprengingin var um klukkan 21:35 að íslenskum tíma, þegar tónleikunum var lokið og þegar tónleikagestir voru á leiðinni út úr höllinni. Sjónarvottar hafa lýst miklum hávaða og mikilli örtröð sem myndaðist í kjölfarið. Fylgjast má með útsendingu Sky News að neðan. Búið er að stöðva almenningssamgöngur í grennd við tónleikahöllina, að því er Network Rail segja á Twitter. Fulltrúar hinnar 23 ára Ariönu Grande segja að það sé „í lagi“ með söngkonuna en að verið sé að kanna hvað hafi gerst í tónleikahöllinni. Manchester Arena er norður af miðborginni og tekur um 21 þúsund manns. Utanríkisráðuneytið hefur beðið Íslendinga á svæðinu um að láta aðstandendur vita af sér. Á myndbandi sem er tekið á bílastæði skammt frá heyrist sprengingin vel auk þess að ljós birtist þegar um sjö sekúndur eru liðnar.
Nítján manns eru látnir og fimmtíu særðir eftir að mikil sprenging varð við tónleikahöllina Manchester Arena í Manchester að loknum tónleikum bandarísku söngkonunnar Ariönu Grande í kvöld. Lögregla í Manchester greindi frá þessu á Twitter í kvöld. Sjá einnig: Það sem við vitum um sprengjuárásina í Manchester Lögregla er með mikinn viðbúnað á staðnum og hefur hvatt almenning til að halda sig fjarri. Ekkert hefur verið sagt um hvað olli sprengingunni, en sprengjusveit lögreglunnar er nú að störfum í og í kringum höllina. Í yfirlýsingu frá Manchester Arena segir að sprengingin hafi orðið fyrir utan höllina, en fyrst fréttir hermdu að hún hafi verið í anddyri hallarinnar. Rannsakað sem hryðjuverk Lögregla í Manchester rannsakar málið sem mögulega hryðjuverkaárás, en í frétt NBC er haft eftir bandarískum embættismönnum að breskir starfsbræður þeirra hafi sagt þeim að sjálfsvígssprengjumaður hafi verið þarna að verki. Þetta hefur þó ekki fengist staðfest frá breskum yfirvöldum. Á myndskeiðum úr tónleikahöllinni má sjá tónleikagesti flykkjast út. Sprengingin var um klukkan 21:35 að íslenskum tíma, þegar tónleikunum var lokið og þegar tónleikagestir voru á leiðinni út úr höllinni. Sjónarvottar hafa lýst miklum hávaða og mikilli örtröð sem myndaðist í kjölfarið. Fylgjast má með útsendingu Sky News að neðan. Búið er að stöðva almenningssamgöngur í grennd við tónleikahöllina, að því er Network Rail segja á Twitter. Fulltrúar hinnar 23 ára Ariönu Grande segja að það sé „í lagi“ með söngkonuna en að verið sé að kanna hvað hafi gerst í tónleikahöllinni. Manchester Arena er norður af miðborginni og tekur um 21 þúsund manns. Utanríkisráðuneytið hefur beðið Íslendinga á svæðinu um að láta aðstandendur vita af sér. Á myndbandi sem er tekið á bílastæði skammt frá heyrist sprengingin vel auk þess að ljós birtist þegar um sjö sekúndur eru liðnar.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira