Samvinnutónn í Sádi-Arabíu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. maí 2017 07:00 Trump ásamt leiðtogum Sád-Arabíu, Kúveit, Barein, Katar, Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Óman í Ríad í gær. vísir/epa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fundaði með leiðtogum og fulltrúum 55 múslimaríkja í Ríad, höfuðborg Sádi-Arabíu, í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem Trump fer út fyrir landsteinana í forsetatíð sinni. Efni fundarins var að sameina þjóðirnar í baráttunni gegn hryðjuverkum. „Íslam mun ávallt vera trú miskunnar og friðsamlegrar sambúðar,“ sagði Salman bin Abdulaziz, Sádakonungur, í opnunarávarpi fundarins. „Við, þjóðir og ríki, höfnum því á hvaða tungumáli sem er að spilla samböndum múslimaríkja við vinveitt ríki á grundvelli trúarbragða.“ Í ávarpi sínu kom Trump inn á það að hann vonaðist eftir því að þátttökuríki fundarins gætu sameinast um að þvinga öfgamenn burt úr Miðausturlöndum. Langstærstur hluti fórnarlamba hryðjuverka væru sakleysingjar frá ríkjum Arabíu og Miðausturlanda. Bandaríkjaforseti ávarpaði samkomuna einnig og var hann blíðmálli gagnvart íslamstrú og múslimum en hann hefur oft verið. Forsetinn hefur í gegnum tíðina verið sakaður um að vera óvæginn í garð þeirra og þótti það afar umdeilt þegar hann vildi meina ríkisborgurum sjö múslimaríkja inngöngu í Bandaríkin. „Stríðið gegn hryðjuverkum er stríð barbarískra glæpamanna sem vilja eyðileggja líf heiðvirðs og háttprúðs fólks, af öllum trúarbrögðum, og þeirra sem vilja vernda það. Þetta er ekki stríð trúarbragða eða menningarheima,“ sagði Trump. Forsetinn mæltist til þess að ríkin tækju sig til og hreinsuðu lönd sín af öfgum og að Bandaríkin væru reiðubúin til að aðstoða við það verkefni. Arabaheimurinn gæti hins vegar ekki setið aðgerðalaus hjá og beðið eftir því að Bandaríkin eyddu óvinum þeirra fyrir þeirra hönd. „Ég er ekki kominn hingað til að segja ykkur hvernig þið eigið að lifa eða hvern þið skulið tilbiðja. Þess í stað kem ég hingað og býð samstarf fyrir sameiginlega hagsmuni og baráttumál okkar,“ sagði Trump. Auk yfirlýsinga um sameiginlega baráttu gegn hryðjuverkum var fjöldi viðskiptasamninga undirritaður í heimsókn Trump til Sádi-Arabíu. Þar á meðal má nefna 110 milljarða bandaríkjadollara vopnaviðskiptasamkomulag við Sáda en samningurinn er sá stærsti í sögu Bandaríkjanna. Þegar heimsókn forsetans til Sádi-Arabíu rennur sitt skeið liggur leið hans til Ísraels og Palestínu áður en hann færir sig yfir til Evrópu. Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Óman Sádi-Arabía Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fundaði með leiðtogum og fulltrúum 55 múslimaríkja í Ríad, höfuðborg Sádi-Arabíu, í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem Trump fer út fyrir landsteinana í forsetatíð sinni. Efni fundarins var að sameina þjóðirnar í baráttunni gegn hryðjuverkum. „Íslam mun ávallt vera trú miskunnar og friðsamlegrar sambúðar,“ sagði Salman bin Abdulaziz, Sádakonungur, í opnunarávarpi fundarins. „Við, þjóðir og ríki, höfnum því á hvaða tungumáli sem er að spilla samböndum múslimaríkja við vinveitt ríki á grundvelli trúarbragða.“ Í ávarpi sínu kom Trump inn á það að hann vonaðist eftir því að þátttökuríki fundarins gætu sameinast um að þvinga öfgamenn burt úr Miðausturlöndum. Langstærstur hluti fórnarlamba hryðjuverka væru sakleysingjar frá ríkjum Arabíu og Miðausturlanda. Bandaríkjaforseti ávarpaði samkomuna einnig og var hann blíðmálli gagnvart íslamstrú og múslimum en hann hefur oft verið. Forsetinn hefur í gegnum tíðina verið sakaður um að vera óvæginn í garð þeirra og þótti það afar umdeilt þegar hann vildi meina ríkisborgurum sjö múslimaríkja inngöngu í Bandaríkin. „Stríðið gegn hryðjuverkum er stríð barbarískra glæpamanna sem vilja eyðileggja líf heiðvirðs og háttprúðs fólks, af öllum trúarbrögðum, og þeirra sem vilja vernda það. Þetta er ekki stríð trúarbragða eða menningarheima,“ sagði Trump. Forsetinn mæltist til þess að ríkin tækju sig til og hreinsuðu lönd sín af öfgum og að Bandaríkin væru reiðubúin til að aðstoða við það verkefni. Arabaheimurinn gæti hins vegar ekki setið aðgerðalaus hjá og beðið eftir því að Bandaríkin eyddu óvinum þeirra fyrir þeirra hönd. „Ég er ekki kominn hingað til að segja ykkur hvernig þið eigið að lifa eða hvern þið skulið tilbiðja. Þess í stað kem ég hingað og býð samstarf fyrir sameiginlega hagsmuni og baráttumál okkar,“ sagði Trump. Auk yfirlýsinga um sameiginlega baráttu gegn hryðjuverkum var fjöldi viðskiptasamninga undirritaður í heimsókn Trump til Sádi-Arabíu. Þar á meðal má nefna 110 milljarða bandaríkjadollara vopnaviðskiptasamkomulag við Sáda en samningurinn er sá stærsti í sögu Bandaríkjanna. Þegar heimsókn forsetans til Sádi-Arabíu rennur sitt skeið liggur leið hans til Ísraels og Palestínu áður en hann færir sig yfir til Evrópu.
Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Óman Sádi-Arabía Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira