Prófun á eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna heppnaðist Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. maí 2017 21:14 Pentagon, höfuðstöðvar Bandaríska varnarmálaráðuneytisins, Vísir/AFP Höfuðstöðvar Bandaríska varnarmálaráðuneytisins, Pentagon, hafa skotið niður tilraunasprengihleðslu sína yfir Kyrrahafinu. Með þessari tilraun hefur lykiltakmarki í þróun á eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna verið náð. Associated Press og CNN greina frá. Eldflaugavarnarstofnun Bandaríkjanna skaut á loft varnareldflaug frá Vandenberg-herstöðinni í Kaliforníu-fylki í dag. Henni var ætlað að skjóta niður langdræga eldflaug, sem Bandaríkjaher skaut sjálfur á loft frá Marshall-eyjum í Kyrrahafinu. Tilrauninni var hrint af stað aðeins tveimur dögum eftir síðasta tilraunaskot Norður-Kóreu. Á sunnudag skutu norður-kóresk yfirvöld skammdrægu flugskeyti á loft sem hafnaði í Japanshafi. Á föstudaginn tilkynnti bandaríska varnarmálaráðuneytið að í fyrsta sinn yrðu gerðar prófanir á því að skjóta niður langdræg flugskeyti með það fyrir augum að undirbúa sig ef Norður-Kórea tæki upp á því að senda eitt slíkt yfir hafið. Tilraunin í dag var sú fyrsta sinnar tegundar af hálfu Bandaríkjanna í nær þrjú ár og sú fyrsta frá upphafi sem hefur langdræga eldflaug, líkt og þær sem Norður-Kórea er nú að þróa, að skotmarki.Hér má sjá tilkynningu um tilraunina frá Pentagon:In anti-ICBM test, Pentagon says "exo-atmospheric kill vehicle intercepted and destroyedthe target in a direct collision" pic.twitter.com/mEPDzfwU2m— Marcus Weisgerber (@MarcusReports) May 30, 2017 Bandaríkin Marshall-eyjar Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea skýtur á loft skammdrægu flugskeyti Flugskeytinu var fylgt eftir í sex mínútur þangað til að það lenti í sjónum nálægt Japan. 28. maí 2017 22:52 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Höfuðstöðvar Bandaríska varnarmálaráðuneytisins, Pentagon, hafa skotið niður tilraunasprengihleðslu sína yfir Kyrrahafinu. Með þessari tilraun hefur lykiltakmarki í þróun á eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna verið náð. Associated Press og CNN greina frá. Eldflaugavarnarstofnun Bandaríkjanna skaut á loft varnareldflaug frá Vandenberg-herstöðinni í Kaliforníu-fylki í dag. Henni var ætlað að skjóta niður langdræga eldflaug, sem Bandaríkjaher skaut sjálfur á loft frá Marshall-eyjum í Kyrrahafinu. Tilrauninni var hrint af stað aðeins tveimur dögum eftir síðasta tilraunaskot Norður-Kóreu. Á sunnudag skutu norður-kóresk yfirvöld skammdrægu flugskeyti á loft sem hafnaði í Japanshafi. Á föstudaginn tilkynnti bandaríska varnarmálaráðuneytið að í fyrsta sinn yrðu gerðar prófanir á því að skjóta niður langdræg flugskeyti með það fyrir augum að undirbúa sig ef Norður-Kórea tæki upp á því að senda eitt slíkt yfir hafið. Tilraunin í dag var sú fyrsta sinnar tegundar af hálfu Bandaríkjanna í nær þrjú ár og sú fyrsta frá upphafi sem hefur langdræga eldflaug, líkt og þær sem Norður-Kórea er nú að þróa, að skotmarki.Hér má sjá tilkynningu um tilraunina frá Pentagon:In anti-ICBM test, Pentagon says "exo-atmospheric kill vehicle intercepted and destroyedthe target in a direct collision" pic.twitter.com/mEPDzfwU2m— Marcus Weisgerber (@MarcusReports) May 30, 2017
Bandaríkin Marshall-eyjar Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea skýtur á loft skammdrægu flugskeyti Flugskeytinu var fylgt eftir í sex mínútur þangað til að það lenti í sjónum nálægt Japan. 28. maí 2017 22:52 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Norður-Kórea skýtur á loft skammdrægu flugskeyti Flugskeytinu var fylgt eftir í sex mínútur þangað til að það lenti í sjónum nálægt Japan. 28. maí 2017 22:52