Lýðræðislegi sambandsflokkurinn DUP skyndilega kominn í valdastöðu Atli Ísleifsson skrifar 9. júní 2017 11:32 Nigel Dodds, varaformaður DUP, Arlene Foster, formaður DUP, og Peter Robinson, fyrrverandi formaður DUP. Vísir/AFP Lýðræðislegi sambandsflokkurinn (DUP), flokkur norður-írskra sambandssinna, virðist skyndilega vera kominn í valdastöðu á breska þinginu eftir að tilkynnt var að Theresa May, formaður Íhaldsflokkins, leitast nú eftir að mynda minnihlutastjórn Íhaldsflokksins með stuðningi þingmanna DUP. DUP (Democratic Unionist Party) var stofnaður árið 1971 og gegndi presturinn Ian Paisley formennsku í flokknum allt til ársins 2008. Paisley var lengi vel holdgervingur sambandssinna á Norður-Írlandi Í frétt BBC um flokkinn kemur fram að þegar friðarferlið á Norður-Írlandi stóð yfir hafi flokkurinn dregið sig úr viðræðunum til að mótmæla aðkomu Sinn Féin og lýðveldissinna að ferlinu. Með árunum linaðist flokkurinn þó í afstöðu sinni og varð að valdaflokki á Norður-Írlandi.Flissbræðurnir Paisley varð fyrsti ráðherra heimastjórnar Norður Írlands árið 2007 þar sem Martin McGuinness frá Sinn Féin varð annar valdamesti maður heimastjórnarinnar. McGuinness hafði áður gegnt leiðtogahlutverki hjá Írska lýðveldishernum IRA og vakti það athygli hvað þeim Paisley og McGuinness kom vel saman. Voru þeir oft uppnefndir „flissbræðurnir“ (e. chuckle brothers). Peter Robinson tók við formennsku af Paisley árið 2008 og á næstu árum var eftir því tekið að samstarf mótmælendanna í DUP og kaþólikkanna í Sinn Féin gekk sífellt verr. Robinson missti þingsæti sitt á breska þinginu í kosningunum 2015 og tók Arlene Foster þá við formennsku í flokknum. Hún varð fyrsti ráðherra norður-írsku heimastjórnarinnar á síðasta ári. Samstarf DUP og Sinn Féin rann svo út í sandinn eftir afsögn McGuinness í janúar og er enn unnið að myndun nýrrar stjórnar.Stefnumálin BBC segir frá því að DUP sé sá flokkur sem hefur lýst yfir mestum efasemdum með Evrópusamvinnuna, á eftir UKIP. Hann leggst gegn hjónaböndum samkynhneigðra og frjálsum fóstureyðingum. Frambjóðendur DUP voru duglegir að gagnrýna Jeremy Corbyn, formann Verkamannaflokksins, í kosningabaráttunni en töluðu þeim mun betur um Theresu May, forsætisráðherra og formann Íhaldsflokksins.
Lýðræðislegi sambandsflokkurinn (DUP), flokkur norður-írskra sambandssinna, virðist skyndilega vera kominn í valdastöðu á breska þinginu eftir að tilkynnt var að Theresa May, formaður Íhaldsflokkins, leitast nú eftir að mynda minnihlutastjórn Íhaldsflokksins með stuðningi þingmanna DUP. DUP (Democratic Unionist Party) var stofnaður árið 1971 og gegndi presturinn Ian Paisley formennsku í flokknum allt til ársins 2008. Paisley var lengi vel holdgervingur sambandssinna á Norður-Írlandi Í frétt BBC um flokkinn kemur fram að þegar friðarferlið á Norður-Írlandi stóð yfir hafi flokkurinn dregið sig úr viðræðunum til að mótmæla aðkomu Sinn Féin og lýðveldissinna að ferlinu. Með árunum linaðist flokkurinn þó í afstöðu sinni og varð að valdaflokki á Norður-Írlandi.Flissbræðurnir Paisley varð fyrsti ráðherra heimastjórnar Norður Írlands árið 2007 þar sem Martin McGuinness frá Sinn Féin varð annar valdamesti maður heimastjórnarinnar. McGuinness hafði áður gegnt leiðtogahlutverki hjá Írska lýðveldishernum IRA og vakti það athygli hvað þeim Paisley og McGuinness kom vel saman. Voru þeir oft uppnefndir „flissbræðurnir“ (e. chuckle brothers). Peter Robinson tók við formennsku af Paisley árið 2008 og á næstu árum var eftir því tekið að samstarf mótmælendanna í DUP og kaþólikkanna í Sinn Féin gekk sífellt verr. Robinson missti þingsæti sitt á breska þinginu í kosningunum 2015 og tók Arlene Foster þá við formennsku í flokknum. Hún varð fyrsti ráðherra norður-írsku heimastjórnarinnar á síðasta ári. Samstarf DUP og Sinn Féin rann svo út í sandinn eftir afsögn McGuinness í janúar og er enn unnið að myndun nýrrar stjórnar.Stefnumálin BBC segir frá því að DUP sé sá flokkur sem hefur lýst yfir mestum efasemdum með Evrópusamvinnuna, á eftir UKIP. Hann leggst gegn hjónaböndum samkynhneigðra og frjálsum fóstureyðingum. Frambjóðendur DUP voru duglegir að gagnrýna Jeremy Corbyn, formann Verkamannaflokksins, í kosningabaráttunni en töluðu þeim mun betur um Theresu May, forsætisráðherra og formann Íhaldsflokksins.
Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir „Niðurlæging“ og „martröð“ Theresu May Breski Íhaldsflokkurinn, með Theresu May í broddi fylkingar, tapaði meirihluta sínum á breska þinginu í kosningum sem fram fóru í landinu í gær. 9. júní 2017 07:39 May vill mynda minnihlutastjórn Theresa May fer á fund Elísabetar Bretadrottningar í Buckinghamhöll í hádeginu þar þar sem hún mun fara fram á það að hún fái umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í landinu. 9. júní 2017 09:54 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Sjá meira
„Niðurlæging“ og „martröð“ Theresu May Breski Íhaldsflokkurinn, með Theresu May í broddi fylkingar, tapaði meirihluta sínum á breska þinginu í kosningum sem fram fóru í landinu í gær. 9. júní 2017 07:39
May vill mynda minnihlutastjórn Theresa May fer á fund Elísabetar Bretadrottningar í Buckinghamhöll í hádeginu þar þar sem hún mun fara fram á það að hún fái umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í landinu. 9. júní 2017 09:54