Kólerufaraldur í Jemen: Yfir 100 þúsund manns smitaðir og tölur fara hækkandi Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 8. júní 2017 12:13 Frá sjúkrahúsi í Jemen. Vísir/AFP Tilfelli kólerusmitaðra í Jemen hefur hækkað töluvert undanfarna mánuði. Talið er að yfir 100 þúsund manns séu smitaðir. Tilkynnt var um fyrstu smit í lok apríl þessa árs og hefur kólerusmit dreift sér um 19 af 23 héruðum landsins. Talsmaður Alþjóðlegu heilbrigðisstofnunarinnar WHO hefur staðfest að 789 manns hafi þegar látist af völdum sjúkdómsins. Reuters greinir frá. „Jemen stendur á barmi alvarlegs kólerufaralds sem ekki hefur þekkst áður,“ segir í tilkynningu frá mannréttindadeild Sameinuðu þjóðanna. Nefnt er að hungursneyð spili einnig stóran þátt í ástandinu. Landið stendur illa að vígi í baráttunni gegn kóleru en borgarastríð hefur geysað þar í landi í tvö ár. Flest öll innviði landsins eru því í molum og heilbrigðiskerfið stendur ekki undir álaginu.Undir venjulegum kringumstæðum er auðvelt að meðhöndla kóleru en eins og staðan er í dag þá virðist það ekki vera möguleiki. Stór hluti íbúa Jemens hefur því mikla þörf fyrir aðstoð frá neyðarsamtökum eða um 19 milljónir af 28 miljlónum. Lífið í Jemen snýst því ekki einungis um borgarastríðið heldur hefur hungursneyð og kólerufaraldur nú bæst við áhyggjuefni íbúanna. WHO hefur nú þegar varað við því að óbreytt ástand geti orðið til þess að fjöldi smitaðra hækki upp í 300 þúsund þrátt fyrir að tilfellum hafi fækkað lítillega fyrstu vikuna í júní miðað við stöðuna í lok maí. Jemen Tengdar fréttir Hungursneyð í Jemen Hungursneyð ríkir í Jemen af völdum langvarandi borgarastyrjaldar. Talið er að barn yngra en fimm ára svelti í hel á tíu mínútna fresti í landinu. Áætlað er að brýn þörf sé á ríflega 200 milljarða króna neyðaraðstoð til landsins. 30. maí 2017 07:00 Rauði krossinn nýtir fé úr neyðarsjóði til erlendra verkefna í fyrsta sinn síðan 2005 Rauði krossinn mun stórauka fjárveitingar til Alþjóða Rauða krossins í Suður-Súdan, Sómalíu og Jemen. Tilefnið er mikill fæðuskortur á svæðinu sem og yfirvofandi hungursneyð. Upphæðin nemur 197 milljónum króna sem fer beint til neyðaraðstoðar. 6. júní 2017 13:49 Tafarlausra aðgerða þörf í Jemen vegna hungursneyðar og kólerufaraldurs Stephen O'Brien, yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum, segir að tafarlausra aðgerða sé þörf í Jemen en þar geisar nú kólerufaraldur og er hætta á að sjö milljónir manna láti lífið vegna hungursneyðar sem er yfirvofandi. 30. maí 2017 23:38 Kólerufaraldur í Jemen Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Sanaa, höfuðborg Jemen, en kólerufaraldur hefur nú dregið fjölda fólks í borginni til dauða. 15. maí 2017 08:06 Neyðarástand vegna kólerufaraldurs Tæplega 200 hafa látist á síðustu tveimur vikum og á níunda þúsund hafa smitast af sjúkdómnum. 16. maí 2017 07:00 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Tilfelli kólerusmitaðra í Jemen hefur hækkað töluvert undanfarna mánuði. Talið er að yfir 100 þúsund manns séu smitaðir. Tilkynnt var um fyrstu smit í lok apríl þessa árs og hefur kólerusmit dreift sér um 19 af 23 héruðum landsins. Talsmaður Alþjóðlegu heilbrigðisstofnunarinnar WHO hefur staðfest að 789 manns hafi þegar látist af völdum sjúkdómsins. Reuters greinir frá. „Jemen stendur á barmi alvarlegs kólerufaralds sem ekki hefur þekkst áður,“ segir í tilkynningu frá mannréttindadeild Sameinuðu þjóðanna. Nefnt er að hungursneyð spili einnig stóran þátt í ástandinu. Landið stendur illa að vígi í baráttunni gegn kóleru en borgarastríð hefur geysað þar í landi í tvö ár. Flest öll innviði landsins eru því í molum og heilbrigðiskerfið stendur ekki undir álaginu.Undir venjulegum kringumstæðum er auðvelt að meðhöndla kóleru en eins og staðan er í dag þá virðist það ekki vera möguleiki. Stór hluti íbúa Jemens hefur því mikla þörf fyrir aðstoð frá neyðarsamtökum eða um 19 milljónir af 28 miljlónum. Lífið í Jemen snýst því ekki einungis um borgarastríðið heldur hefur hungursneyð og kólerufaraldur nú bæst við áhyggjuefni íbúanna. WHO hefur nú þegar varað við því að óbreytt ástand geti orðið til þess að fjöldi smitaðra hækki upp í 300 þúsund þrátt fyrir að tilfellum hafi fækkað lítillega fyrstu vikuna í júní miðað við stöðuna í lok maí.
Jemen Tengdar fréttir Hungursneyð í Jemen Hungursneyð ríkir í Jemen af völdum langvarandi borgarastyrjaldar. Talið er að barn yngra en fimm ára svelti í hel á tíu mínútna fresti í landinu. Áætlað er að brýn þörf sé á ríflega 200 milljarða króna neyðaraðstoð til landsins. 30. maí 2017 07:00 Rauði krossinn nýtir fé úr neyðarsjóði til erlendra verkefna í fyrsta sinn síðan 2005 Rauði krossinn mun stórauka fjárveitingar til Alþjóða Rauða krossins í Suður-Súdan, Sómalíu og Jemen. Tilefnið er mikill fæðuskortur á svæðinu sem og yfirvofandi hungursneyð. Upphæðin nemur 197 milljónum króna sem fer beint til neyðaraðstoðar. 6. júní 2017 13:49 Tafarlausra aðgerða þörf í Jemen vegna hungursneyðar og kólerufaraldurs Stephen O'Brien, yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum, segir að tafarlausra aðgerða sé þörf í Jemen en þar geisar nú kólerufaraldur og er hætta á að sjö milljónir manna láti lífið vegna hungursneyðar sem er yfirvofandi. 30. maí 2017 23:38 Kólerufaraldur í Jemen Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Sanaa, höfuðborg Jemen, en kólerufaraldur hefur nú dregið fjölda fólks í borginni til dauða. 15. maí 2017 08:06 Neyðarástand vegna kólerufaraldurs Tæplega 200 hafa látist á síðustu tveimur vikum og á níunda þúsund hafa smitast af sjúkdómnum. 16. maí 2017 07:00 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Hungursneyð í Jemen Hungursneyð ríkir í Jemen af völdum langvarandi borgarastyrjaldar. Talið er að barn yngra en fimm ára svelti í hel á tíu mínútna fresti í landinu. Áætlað er að brýn þörf sé á ríflega 200 milljarða króna neyðaraðstoð til landsins. 30. maí 2017 07:00
Rauði krossinn nýtir fé úr neyðarsjóði til erlendra verkefna í fyrsta sinn síðan 2005 Rauði krossinn mun stórauka fjárveitingar til Alþjóða Rauða krossins í Suður-Súdan, Sómalíu og Jemen. Tilefnið er mikill fæðuskortur á svæðinu sem og yfirvofandi hungursneyð. Upphæðin nemur 197 milljónum króna sem fer beint til neyðaraðstoðar. 6. júní 2017 13:49
Tafarlausra aðgerða þörf í Jemen vegna hungursneyðar og kólerufaraldurs Stephen O'Brien, yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum, segir að tafarlausra aðgerða sé þörf í Jemen en þar geisar nú kólerufaraldur og er hætta á að sjö milljónir manna láti lífið vegna hungursneyðar sem er yfirvofandi. 30. maí 2017 23:38
Kólerufaraldur í Jemen Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Sanaa, höfuðborg Jemen, en kólerufaraldur hefur nú dregið fjölda fólks í borginni til dauða. 15. maí 2017 08:06
Neyðarástand vegna kólerufaraldurs Tæplega 200 hafa látist á síðustu tveimur vikum og á níunda þúsund hafa smitast af sjúkdómnum. 16. maí 2017 07:00