Trump reiður dómsmálaráðherra sínum Samúel Karl Ólason skrifar 20. júlí 2017 09:00 Donald Trump og Jeff Sessions. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sér eftir því að hafa skipað Jeff Sessions í sæti dómsmálaráðherra vegna þess að Sessions sagði sig frá rannsókninni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. Það gerði Sessions eftir að hann hafði sagt ósatt frá fundum sínum og Sergei Kislyak, sendiherra Rússlands. Trump sagði að hefði hann vitað að Sessions myndi gera það hefði hann ekki skipað hann í embættið. Þá sagði hann að ákvörðun Sessions hefði verið mjög ósanngjörn gagnvart sér.„Jeff Sessions tekur við starfinu, byrjar í starfinu og segir sig frá starfinu, sem ég tel vera ósanngjarnt gagnvart forsetanum. Hvernig getur þú tekið við starfi og sagt þig svo frá því? Ef hann hefði sagt sig frá rannsókninni áður en hann tók við starfinu hefði ég sagt: „Takk Jeff, en ég ætla ekki að taka við þér,“ Þetta er einkar ósanngjarnt, og það er vægt til orða tekið, gagnvart forsetanum,“ sagði Trump, forseti. Sessions var einn af fyrstu og dyggustu stuðningsmönnum Trump og var fyrsti öldungadeildarþingmaðurinn til að lýsa yfir stuðningi við framboð Trump. Forsetinn er þó reiður við hann og segir ákvörðun hans hafa leitt til þess að Robert Mueller var skipaður sérstakur saksóknari til að rannsaka afskiptin og mögulegt samstarf framboðs Trump með yfirvöldum í Rússlandi. Sessions hefur ekki tjáð sig um gagnrýni forsetans. Í viðtali við New York Times gagnrýndi forsetinn einnig starfandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem tók við starfinu eftir að Trump rak James Comey vegna Rússarannsóknarinnar, og aðstoðardómsmálaráðherrann sem skipaði Mueller í embætti sérstaks saksóknara. Þá kvartaði Trump yfir rannsókn Mueller, sem hann hefur gert áður, og sagði mikið um hagsmunaárekstra, þegar kæmi að starfsfólki Mueller. Hann útilokaði ekki að reka hann úr starfi og sagðist ekki vilja að Mueller og starfsfólk hans skoðaði fjármál fjölskyldu Trump.Trump sakaði James Comey um að hafa reynt að kúga sig um tveimur vikum fyrir innsetningarathöfn hans. Comey of forsvarsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna funduð með Trump til þess að kynna honum niðurstöður þeirra varðandi tölvuárásir Rússa í Bandaríkjunum í aðdraganda kosninganna og eftir fundinn tók Comey Trump til hliðar. Trump segir Comey hafa sagt honum frá umdeildri og óstaðfestri skýrslu sem unnin var af fyrrverandi breskum njósnara, þar sem því var meðal annars haldið fram að stjórnvöld Rússlands ættu myndband af Trump láta vændiskonur pissa á hvora aðra. Njósnarinn hafði verið ráðinn af andstæðingum Trump innan Repúblikanaflokksins til þess að grafa upp upplýsingar um hann. Skýrslan hafði þá verið í dreifingu í Washington og höfðu fjölmiðlar komið höndum yfir hana. Trump segir Comey hafa sagt þetta til að reyna að kúga sig.Verða spurðir út í tengsl sín í RússlandiHelstu ráðgjafar Donalds Trump Bandaríkjaforseta – sonur hans, tengdasonur og fyrrverandi kosningastjóri, munu allir bera vitni fyrir þingnefnd öldungadeildarþingmanna sem rannsakar nú aðkomu Rússa að forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Þeir Donald Trump yngri, Jared Kushner og Paul Manafort verða allir spurðir út í tengsl sín við rússneska áhrifamenn og reiknað er með að stóru spurningarnar snúi að fundi sem þeir sátu allir með rússneskum aðilum sem höfðu lofað upplýsingum um Hillary Clinton sem kæmu sér vel í kosningabaráttunni. Trump sagði í viðtalinu við New York Times að umræddur fundur hefði snúið að ættleiðingum og viðskiptaþvingunum gegn aðilum í Rússlandi sem sakaðir hafa verið um mannréttindabrot. Hann hefði ekki haft þörf á skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton þar sem hann hefði búið yfir nægum slíkum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sér eftir því að hafa skipað Jeff Sessions í sæti dómsmálaráðherra vegna þess að Sessions sagði sig frá rannsókninni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. Það gerði Sessions eftir að hann hafði sagt ósatt frá fundum sínum og Sergei Kislyak, sendiherra Rússlands. Trump sagði að hefði hann vitað að Sessions myndi gera það hefði hann ekki skipað hann í embættið. Þá sagði hann að ákvörðun Sessions hefði verið mjög ósanngjörn gagnvart sér.„Jeff Sessions tekur við starfinu, byrjar í starfinu og segir sig frá starfinu, sem ég tel vera ósanngjarnt gagnvart forsetanum. Hvernig getur þú tekið við starfi og sagt þig svo frá því? Ef hann hefði sagt sig frá rannsókninni áður en hann tók við starfinu hefði ég sagt: „Takk Jeff, en ég ætla ekki að taka við þér,“ Þetta er einkar ósanngjarnt, og það er vægt til orða tekið, gagnvart forsetanum,“ sagði Trump, forseti. Sessions var einn af fyrstu og dyggustu stuðningsmönnum Trump og var fyrsti öldungadeildarþingmaðurinn til að lýsa yfir stuðningi við framboð Trump. Forsetinn er þó reiður við hann og segir ákvörðun hans hafa leitt til þess að Robert Mueller var skipaður sérstakur saksóknari til að rannsaka afskiptin og mögulegt samstarf framboðs Trump með yfirvöldum í Rússlandi. Sessions hefur ekki tjáð sig um gagnrýni forsetans. Í viðtali við New York Times gagnrýndi forsetinn einnig starfandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem tók við starfinu eftir að Trump rak James Comey vegna Rússarannsóknarinnar, og aðstoðardómsmálaráðherrann sem skipaði Mueller í embætti sérstaks saksóknara. Þá kvartaði Trump yfir rannsókn Mueller, sem hann hefur gert áður, og sagði mikið um hagsmunaárekstra, þegar kæmi að starfsfólki Mueller. Hann útilokaði ekki að reka hann úr starfi og sagðist ekki vilja að Mueller og starfsfólk hans skoðaði fjármál fjölskyldu Trump.Trump sakaði James Comey um að hafa reynt að kúga sig um tveimur vikum fyrir innsetningarathöfn hans. Comey of forsvarsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna funduð með Trump til þess að kynna honum niðurstöður þeirra varðandi tölvuárásir Rússa í Bandaríkjunum í aðdraganda kosninganna og eftir fundinn tók Comey Trump til hliðar. Trump segir Comey hafa sagt honum frá umdeildri og óstaðfestri skýrslu sem unnin var af fyrrverandi breskum njósnara, þar sem því var meðal annars haldið fram að stjórnvöld Rússlands ættu myndband af Trump láta vændiskonur pissa á hvora aðra. Njósnarinn hafði verið ráðinn af andstæðingum Trump innan Repúblikanaflokksins til þess að grafa upp upplýsingar um hann. Skýrslan hafði þá verið í dreifingu í Washington og höfðu fjölmiðlar komið höndum yfir hana. Trump segir Comey hafa sagt þetta til að reyna að kúga sig.Verða spurðir út í tengsl sín í RússlandiHelstu ráðgjafar Donalds Trump Bandaríkjaforseta – sonur hans, tengdasonur og fyrrverandi kosningastjóri, munu allir bera vitni fyrir þingnefnd öldungadeildarþingmanna sem rannsakar nú aðkomu Rússa að forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Þeir Donald Trump yngri, Jared Kushner og Paul Manafort verða allir spurðir út í tengsl sín við rússneska áhrifamenn og reiknað er með að stóru spurningarnar snúi að fundi sem þeir sátu allir með rússneskum aðilum sem höfðu lofað upplýsingum um Hillary Clinton sem kæmu sér vel í kosningabaráttunni. Trump sagði í viðtalinu við New York Times að umræddur fundur hefði snúið að ættleiðingum og viðskiptaþvingunum gegn aðilum í Rússlandi sem sakaðir hafa verið um mannréttindabrot. Hann hefði ekki haft þörf á skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton þar sem hann hefði búið yfir nægum slíkum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Sjá meira