Erlent

Ástandið á Kóreuskaga: Abe segir að Trump muni beita öllum nauðsynlegum ráðum

Atli Ísleifsson skrifar
Shinzo Abe er forsætisráðherra Japan og tók fyrst við embættinu árið 2006.
Shinzo Abe er forsætisráðherra Japan og tók fyrst við embættinu árið 2006. Vísir/AFP
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi lofað sér að Bandaríkin muni beita öllum tiltækum ráðum til að að vernda bandamenn Bandaríkjamanna í Asíu fyrir hinni vaxandi hernaðarógn sem stafi frá Norður-Kóreu.

Þetta kom fram í máli leiðtoganna sem ræddu saman í síma um helgina.

Norður-Kóreumenn gerðu enn eina eldflaugatilraunina á föstudag og á sunnudag sýndu Bandaríkjamenn styrk sinn á móti með því að fljúga tveimur sprengjuþotum yfir Kóreuskagann, en þoturnar geta borið kjarnavopn.

Yfirmaður bandaríska heraflans á Kyrrahafi sagði við það tilefni að Bandaríkjamenn væru tilbúnir til að gera árás á Norður-Kóreu hvenær sem er og beita til þess sínum hernaðarlegu yfirburðum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×