Íbúar Gvam áhyggjufullir vegna Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 9. ágúst 2017 17:42 Um 163 þúsund manns búa á Gvam. Vísir/AFP Íbúar Kyrrahafseyjunnar Gvam segjast óttaslegnir vegna mikillar spennu á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Hernaðaryfirvöld Norður-Kóreu tilkynnti í gær að verið væri að íhuga eldflaugaárásir á Gvam. Íbúar eyjunnar litlu eru um 163 þúsund og eru þau bandarískir ríkisborgarar og þar halda Bandaríkin út nokkrum herstöðvum.AP fréttaveitan ræddi við nokkra íbúa sem segjast vanir hótunum frá Norður-Kóreu. Hins vegar hafi fregnir af mikilli framþróun í eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlunum Norður-Kóreu vakið upp áhyggjur íbúa.Í gær bárust fregnir af því að Norður-Kóreumönnum hefði mögulega tekist að þróa og framleiða kjarnorkuvopn sem hægt væri að koma fyrir í langdrægri eldflaug. Í kjölfar þess sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að öllum ógnunum Norður-Kóreu yrði mætt með „eldi og heift“. Norður-Kórea brást við þeirri yfirlýsingu með því að ógna Gvam. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti því svo yfir í dag að ekki væri tilefni til að hafa áhyggjur. Ekkert sem hann hefði séð benti til þess að aðstæður hefðu breyst verulega. Þá sagði Trump á Twitter í dag að hans fyrsta skipun sem forseti hefði verið að nútímavæða kjarnorkuvopn Bandaríkjanna. Nú væru þau mun öflugri en nokkurn tímann áður.My first order as President was to renovate and modernize our nuclear arsenal. It is now far stronger and more powerful than ever before....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 9, 2017 ...Hopefully we will never have to use this power, but there will never be a time that we are not the most powerful nation in the world!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 9, 2017 Trump hefur þó einungis verið forseti í sjö mánuði og tilskipun hans var ekki um að nútímavæða vopnin, heldur skipaði hann til að farið yrði yfir kerfið og það grandskoðað. Fyrri ríkisstjórn Bandaríkjanna og þingið varði miklum fjármunum í að betrumbæta kjarnorkuvopn ríkisins. Ríkisstjóri Gvam sendi frá sér tilkynningu í morgun, þar sem hann sagði íbúa ekki þurfa að hafa áhyggjur. Norður-Kórea Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Sjá meira
Íbúar Kyrrahafseyjunnar Gvam segjast óttaslegnir vegna mikillar spennu á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Hernaðaryfirvöld Norður-Kóreu tilkynnti í gær að verið væri að íhuga eldflaugaárásir á Gvam. Íbúar eyjunnar litlu eru um 163 þúsund og eru þau bandarískir ríkisborgarar og þar halda Bandaríkin út nokkrum herstöðvum.AP fréttaveitan ræddi við nokkra íbúa sem segjast vanir hótunum frá Norður-Kóreu. Hins vegar hafi fregnir af mikilli framþróun í eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlunum Norður-Kóreu vakið upp áhyggjur íbúa.Í gær bárust fregnir af því að Norður-Kóreumönnum hefði mögulega tekist að þróa og framleiða kjarnorkuvopn sem hægt væri að koma fyrir í langdrægri eldflaug. Í kjölfar þess sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að öllum ógnunum Norður-Kóreu yrði mætt með „eldi og heift“. Norður-Kórea brást við þeirri yfirlýsingu með því að ógna Gvam. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti því svo yfir í dag að ekki væri tilefni til að hafa áhyggjur. Ekkert sem hann hefði séð benti til þess að aðstæður hefðu breyst verulega. Þá sagði Trump á Twitter í dag að hans fyrsta skipun sem forseti hefði verið að nútímavæða kjarnorkuvopn Bandaríkjanna. Nú væru þau mun öflugri en nokkurn tímann áður.My first order as President was to renovate and modernize our nuclear arsenal. It is now far stronger and more powerful than ever before....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 9, 2017 ...Hopefully we will never have to use this power, but there will never be a time that we are not the most powerful nation in the world!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 9, 2017 Trump hefur þó einungis verið forseti í sjö mánuði og tilskipun hans var ekki um að nútímavæða vopnin, heldur skipaði hann til að farið yrði yfir kerfið og það grandskoðað. Fyrri ríkisstjórn Bandaríkjanna og þingið varði miklum fjármunum í að betrumbæta kjarnorkuvopn ríkisins. Ríkisstjóri Gvam sendi frá sér tilkynningu í morgun, þar sem hann sagði íbúa ekki þurfa að hafa áhyggjur.
Norður-Kórea Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Sjá meira