Erlent

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkir refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu

Yfrvöld í Suður-Kóreu hafa þá einnig sagst hafa áhuga á að ræða við yfirvöld í Norður-Kóreu ef vilji er fyrir hendi.
Yfrvöld í Suður-Kóreu hafa þá einnig sagst hafa áhuga á að ræða við yfirvöld í Norður-Kóreu ef vilji er fyrir hendi. Vísir/Getty
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu vegna prófana á flugskeytum. Flugskeytaprófanir Norður-Kóreumanna hafa verið fordæmd víða, meðal annars af Japan, Bandaríkjunum og Suður-Kóreu. BBC greinir frá.

Í júlí voru til að mynda prófuð tvö langdrifin flugskeyti og lístu yfirvöld því yfir að nú væru þau komin með vopn í hendurnar sem myndi drífa alla leið til Bandaríkjanna. Sérfræðingar efast hins vegar að flugskeytin munu hitta á skotmark sitt.

Kína, eitt ríkjanna sem er með neitunarvald í öryggisráðinu og einn af helstu stuðningsmönnum yfirvalda í Norður-Kóreu, samþykkti meðal annars refsiaðgerðirnar. Haft var eftir Liu Jieyi, sendiherra Kína í Bandaríkjunum, að þetta væri merki þess að mikil samstaða ríkti um andstöðu gegn kjarnorkumálum á Kóreuskaganum.

Útflutningur hefur verið bannaður á kol, járni, málmgrýti og sjávarfangi. Einnig hefur öðrum löndum verið bannað að stofna til nýrra viðskiptasamninga við yfirvöld í landinu.

Talið er að Norður-Kórea hagnist um 3 milljarða Bandaríkjadala ár hvert á viðskiptum við Kína en refsiaðgerðirnar minnka hagnað þeirra um að minnsta kosti einn milljarð.

Fyrr á þessu ári frestuðu kínversk yfirvöld innflutningi á kol til landsins til að beita yfirvöld í Pyongyang þrýstingi.Það hefur hingað til ekki virkað sem skyldi.


Tengdar fréttir

Hóta viðbrögðum gegn þvingunum

Yfirvöld Norður-Kóreu segjast ætla að grípa til aðgera samþykki Sameinuðu þjóðirnar að herða þvinganir gegn einræðisríkinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×