Stjórnmál og lygar Þorvaldur Gylfason skrifar 3. ágúst 2017 10:00 Stjórnmálamenn hagræða stundum sannleikanum. Þeir ljúga stundum að kjósendum og hver að öðrum. Það liggur fyrir. Sumir beinlínis lifa lífinu ljúgandi, t.d. Trump Bandaríkjaforseti. Samt þykir sannleikurinn jafnan sagna beztur á vettvangi stjórnmálanna á þann hátt að það telst í þingræðisríkjum vera alvarlegt brot og yfirleitt frágangssök að segja þingheimi ósatt. Ráðherra sem villir um fyrir t.d. skozka þinginu verður skilyrðislaust að segja af sér. Á Bretlandi er ekki bannað með lögum að ljúga að þingheimi, en lygi á þingi leiðir þó jafnan til afsagnar. Á Íslandi er ekki bannað með lögum að ljúga að Alþingi. Í nýjum siðareglum fyrir alþingismenn segir m.a. að „alþingismenn skuli sem þjóðkjörnir fulltrúar rækja störf sín af ábyrgð, heilindum og heiðarleika“. Sem sagt: þeir mega helzt ekki ljúga og svíkja. Þegar Benjamín Disraeli forsætisráðherra Bretlands 1874-1880 var áminntur fyrir að segja í þinginu: „Helmingur þingmanna er svikahrappar,“ tók hann ummælin til baka með því að segja: „Helmingur þingmanna er ekki svikahrappar.“BandaríkinLygi í ræðustóli á Bandaríkjaþingi eða í vitnastúku frammi fyrir þingnefnd þar er lögð að jöfnu við meinsæri og er því lögbrot sem getur varðað allt að fimm ára fangelsi. Af þessu leiðir algengt rannsóknarúrræði þar vestra sem er að koma sakborningum í þá stöðu að þeir þurfi að velja milli játningar og meinsæris. Þetta úrræði hefur verið notað m.a. til að koma lögum yfir brotlega stjórnmálamenn. Þannig var t.d. John Mitchell dómsmálaráðherra í forsetatíð Richards Nixon 1969-1974 dæmdur í allt að fjögurra ára fangelsi m.a. fyrir meinsæri. Mitchell er eini dómsmálaráðherra landsins með fangavist á ferilskránni. Konan hans hét Martha. Lewis Libby, hægri hönd Dicks Cheney varaforseta George W. Bush forseta 2001-2008, fékk einnig fangelsisdóm m.a. fyrir meinsæri.Dómar og flokkarTölurnar segja sögu. Í forsetatíð Nixons fengu 55 af samstarfsmönnum hans dóma, þ.m.t. sjálfur dómsmálaráðherrann. Flestir voru þeir dæmdir vegna innbrotsins í Watergate-bygginguna í Washington, þar af fengu 15 fangelsisdóma. Næstur Nixon kemur George W. Bush. Í forsetatíð hans fengu 16 af hans mönnum dóma, þar af níu fangelsisdóma. Fast á hæla honum fylgir Ronald Reagan: 16 af hans mönnum fengu dóma, þar af átta fangelsisdóma. Í þessu ljósi vekur það eftirtekt að engu fleiri bankamenn hafa fengið fangelsisdóma í Bandaríkjunum en á Íslandi, 35 í báðum löndum til þessa. Munurinn á flokkunum tveim vekur einnig eftirtekt. Frá 1969 hafa Bandaríkjaforsetar úr röðum demókrata setið í 20 ár og úr röðum repúblikana í 28 ár. Í forsetatíð repúblikana hafa 34 menn forsetans verið dæmdir til fangavistar á móti einum úr hópi demókrata. Hvor flokkanna tveggja skyldi hafa breytzt úr breiðleitum borgaraflokki í harðsvíraðan öfgaflokk sem virðist nú keppa að því einu að mylja undir auðmenn með öllum ráðum? Það eru repúblikanar. Demókrataflokkurinn hefur á hinn bóginn haldið sínu striki nokkurn veginn sem breiðfylking ólíkra hagsmunahópa.Rússadindlar?Þessi dómareynslusaga er umhugsunarefni nú þegar mörg spjót standa á Trump forseta, einkum vegna meintra tengsla hans og manna hans við Rússa og gruns um lögbrot í því viðfangi. Nýjar upplýsingar um viðskipti Trumps við rússnesku mafíuna langt aftur í tímann birtust um daginn í grein eftir blaðamanninn og rithöfundinn Craig Unger í tímaritinu New Republic. Þar kemur m.a. fram að í Trump Tower, 58 hæða háhýsinu við Fifth Avenue á Manhattan sem ber nafn forsetans, gátu menn keypt íbúðir án þess að segja til nafns. Einn Rússinn keypti fimm íbúðir fyrir sex milljónir dala og greiddi þær út í hönd. Trump liggur því nú auk annars undir grun um að hafa rekið umfangsmikla fjárböðun fyrir Rússa. Hann fékk reyndar 10 milljón dala sekt 2015 fyrir fjárböðun um árabil í spilavíti sínu Taj Mahal í Atlantic City.Robert Mueller, fv. yfirmaður alríkislögreglunnar FBI, starfar nú sem sérstakur saksóknari á vegum dómsmálaráðuneytisins. Honum er ætlað að leiða fram sannleikann um meint samskipti Trumps og manna hans við Rússa. Saksóknarinn hefur víðtæka lagaheimild til að leggja hald á gögn og kveðja hvern sem er til yfirheyrslu, einnig forsetann. Þar eð forsetinn er alræmdur lygari gæti honum orðið hált á svelli sannleikans í vitnastúku hjá saksóknaranum. Forsetinn leitar nú leiða til að losa sig við saksóknarann líkt og Nixon gerði á sinni tíð og gælir jafnvel upphátt við þá hugmynd að veita sjálfum sér og sínum sakaruppgjöf ef á þarf að halda. Dramað gæti undið upp á sig áður en yfir lýkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Stjórnmálamenn hagræða stundum sannleikanum. Þeir ljúga stundum að kjósendum og hver að öðrum. Það liggur fyrir. Sumir beinlínis lifa lífinu ljúgandi, t.d. Trump Bandaríkjaforseti. Samt þykir sannleikurinn jafnan sagna beztur á vettvangi stjórnmálanna á þann hátt að það telst í þingræðisríkjum vera alvarlegt brot og yfirleitt frágangssök að segja þingheimi ósatt. Ráðherra sem villir um fyrir t.d. skozka þinginu verður skilyrðislaust að segja af sér. Á Bretlandi er ekki bannað með lögum að ljúga að þingheimi, en lygi á þingi leiðir þó jafnan til afsagnar. Á Íslandi er ekki bannað með lögum að ljúga að Alþingi. Í nýjum siðareglum fyrir alþingismenn segir m.a. að „alþingismenn skuli sem þjóðkjörnir fulltrúar rækja störf sín af ábyrgð, heilindum og heiðarleika“. Sem sagt: þeir mega helzt ekki ljúga og svíkja. Þegar Benjamín Disraeli forsætisráðherra Bretlands 1874-1880 var áminntur fyrir að segja í þinginu: „Helmingur þingmanna er svikahrappar,“ tók hann ummælin til baka með því að segja: „Helmingur þingmanna er ekki svikahrappar.“BandaríkinLygi í ræðustóli á Bandaríkjaþingi eða í vitnastúku frammi fyrir þingnefnd þar er lögð að jöfnu við meinsæri og er því lögbrot sem getur varðað allt að fimm ára fangelsi. Af þessu leiðir algengt rannsóknarúrræði þar vestra sem er að koma sakborningum í þá stöðu að þeir þurfi að velja milli játningar og meinsæris. Þetta úrræði hefur verið notað m.a. til að koma lögum yfir brotlega stjórnmálamenn. Þannig var t.d. John Mitchell dómsmálaráðherra í forsetatíð Richards Nixon 1969-1974 dæmdur í allt að fjögurra ára fangelsi m.a. fyrir meinsæri. Mitchell er eini dómsmálaráðherra landsins með fangavist á ferilskránni. Konan hans hét Martha. Lewis Libby, hægri hönd Dicks Cheney varaforseta George W. Bush forseta 2001-2008, fékk einnig fangelsisdóm m.a. fyrir meinsæri.Dómar og flokkarTölurnar segja sögu. Í forsetatíð Nixons fengu 55 af samstarfsmönnum hans dóma, þ.m.t. sjálfur dómsmálaráðherrann. Flestir voru þeir dæmdir vegna innbrotsins í Watergate-bygginguna í Washington, þar af fengu 15 fangelsisdóma. Næstur Nixon kemur George W. Bush. Í forsetatíð hans fengu 16 af hans mönnum dóma, þar af níu fangelsisdóma. Fast á hæla honum fylgir Ronald Reagan: 16 af hans mönnum fengu dóma, þar af átta fangelsisdóma. Í þessu ljósi vekur það eftirtekt að engu fleiri bankamenn hafa fengið fangelsisdóma í Bandaríkjunum en á Íslandi, 35 í báðum löndum til þessa. Munurinn á flokkunum tveim vekur einnig eftirtekt. Frá 1969 hafa Bandaríkjaforsetar úr röðum demókrata setið í 20 ár og úr röðum repúblikana í 28 ár. Í forsetatíð repúblikana hafa 34 menn forsetans verið dæmdir til fangavistar á móti einum úr hópi demókrata. Hvor flokkanna tveggja skyldi hafa breytzt úr breiðleitum borgaraflokki í harðsvíraðan öfgaflokk sem virðist nú keppa að því einu að mylja undir auðmenn með öllum ráðum? Það eru repúblikanar. Demókrataflokkurinn hefur á hinn bóginn haldið sínu striki nokkurn veginn sem breiðfylking ólíkra hagsmunahópa.Rússadindlar?Þessi dómareynslusaga er umhugsunarefni nú þegar mörg spjót standa á Trump forseta, einkum vegna meintra tengsla hans og manna hans við Rússa og gruns um lögbrot í því viðfangi. Nýjar upplýsingar um viðskipti Trumps við rússnesku mafíuna langt aftur í tímann birtust um daginn í grein eftir blaðamanninn og rithöfundinn Craig Unger í tímaritinu New Republic. Þar kemur m.a. fram að í Trump Tower, 58 hæða háhýsinu við Fifth Avenue á Manhattan sem ber nafn forsetans, gátu menn keypt íbúðir án þess að segja til nafns. Einn Rússinn keypti fimm íbúðir fyrir sex milljónir dala og greiddi þær út í hönd. Trump liggur því nú auk annars undir grun um að hafa rekið umfangsmikla fjárböðun fyrir Rússa. Hann fékk reyndar 10 milljón dala sekt 2015 fyrir fjárböðun um árabil í spilavíti sínu Taj Mahal í Atlantic City.Robert Mueller, fv. yfirmaður alríkislögreglunnar FBI, starfar nú sem sérstakur saksóknari á vegum dómsmálaráðuneytisins. Honum er ætlað að leiða fram sannleikann um meint samskipti Trumps og manna hans við Rússa. Saksóknarinn hefur víðtæka lagaheimild til að leggja hald á gögn og kveðja hvern sem er til yfirheyrslu, einnig forsetann. Þar eð forsetinn er alræmdur lygari gæti honum orðið hált á svelli sannleikans í vitnastúku hjá saksóknaranum. Forsetinn leitar nú leiða til að losa sig við saksóknarann líkt og Nixon gerði á sinni tíð og gælir jafnvel upphátt við þá hugmynd að veita sjálfum sér og sínum sakaruppgjöf ef á þarf að halda. Dramað gæti undið upp á sig áður en yfir lýkur.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun