Körfubolti

Jordan: Myndi vinna LaVar Ball þótt ég væri einfættur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Michael Jordan er af flestum talinn besti körfuboltamaður sögunnar.
Michael Jordan er af flestum talinn besti körfuboltamaður sögunnar. vísir/getty
Michael Jordan segir að hann myndi vinna LaVar Ball í körfubolta, jafnvel þótt hann væri einfættur.

Fyrr á þessu ári sagði athyglissjúki körfuboltapabbinn Ball að hann myndi vinna Jordan í körfubolta, einn á einn.

Athyglisverð staðhæfing í ljósi þess að Ball spilaði aldrei sem atvinnumaður í körfubolta og skoraði aðeins 2,2 stig að meðaltali í leik í með Washington State háskólanum. Á meðan er Jordan af flestum talinn besti körfuboltamaður allra tíma.

„Hann á ekki skilið svar en ég ætla að svara fyrst þið spurðuð. Ég held að hann myndi ekki vinna mig þótt ég væri einfættur,“ sagði Jordan er hann var spurður um ummæli Ball.

Hinn yfirlýsingaglaði Ball var ekki lengi að svara fyrir sig og sagði að markmiði sínu væri náð.

„Í alvöru, ég spilaði ekki einu sinni sem atvinnumaður og núna er verið að tala um mig og Michael Jordan. Það er þetta sem ég er að tala um. Hann segist geta unnið mig á öðrum fætinum. Vittu til: ég get unnið hann með einni hendi,“ sagði Ball.

Þótt Ball hafi ekki verið merkilegur körfuboltamaður á sínum tíma á hann þrjá syni sem eru allir góðir í körfubolta.

Sá elsti, Lonzo Ball, var valinn annar í nýliðavali NBA-deildarinnar 2017 af Los Angeles Lakers. Miðsonurinn, LiAngelo Ball, leikur með UCLA háskólanum og sá yngsti, LaMelo Ball, með Chino Hills menntaskólanum.

LaVar Ball heldur áfram að gera alla brjálaða.vísir/getty
NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×