Komu í veg fyrir aðra árás Samúel Karl Ólason skrifar 18. ágúst 2017 07:30 Frá vettvangi árásarinnar í gær. Vísir/EPA Lögreglan á Spáni segist hafa fellt fimm grunaða hryðjuverkamenn í bænum Cambrils skammt suður af Barselóna í nótt. Mennirnir, sem klæddir voru fölskum sprengjubeltum, er sagðir tengjast árásinni í miðborg Barselóna þar sem sendiferðabíl var ekið á fjölda fólks. Minnst þrettán létu lífið og tugir eru særðir. Þrír hafa verið handteknir vegna árásarinnar.Fórnarlömb árásarinnar eru frá 24 löndum víðsvegar um heiminn. Um er að ræða mannskæðustu árás á spænskri grundu síðan 191 lést í sprengingum í Madríd árið 2004. Sex borgarar og einn lögregluþjónn særðust í Cambril þegar mennirnir óku á þá, áður en bíll þeirra valt og þeir voru skotnir til bana af lögreglu. Mennirnir voru með sprengjubelti, sem í fyrstu voru talin vera ekta. Sprengjusérfræðingar hafa nú staðfest að engar sprengjur voru í þeim.Vísir/GraphicnewsLögreglan leitar enn að ökumanni sendiferðabílsins sem flúði af vettvangi árásarinnar í Barselóna. Tveir menn voru handteknir í gærkvöldi en hvorugur þeirra er ökumaðurinn samkvæmt lögreglu. Mennirnir eru báðir frá Norður-Afríku. Frekari upplýsingar um þann sem var handtekinn í morgun liggja ekki fyrir. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Ekki liggur þó fyrir hvort að árásin hafi verið framvkæmd af meðlimum samtakanna eða mönnum sem aðhyllast þeim. Þar að auki sprakk sprengja í húsi í bænum Alcanar á miðvikudagskvöldið, sem yfirvöld segja að tengist ennig árásinni, samkvæmt frétt BBC. Búið er að lýsa yfir þriggja daga þjóðarsorg í Katalóníu og haldin verður mínútuþögn á Plaça Catalunya í hádeginu í dag.Yfirlýsing forsætisráðherra Spánar. Barcelona has now seen "jihadist terrorism," Spain's PM says after 13 people are killed https://t.co/Z7w7Ir75W2 pic.twitter.com/zOMop215yH— Bloomberg (@business) August 18, 2017 Stuðningsmenn ISIS fagna árásinni á samfélagsmiðlum og kalla eftir fleirum. #SPAIN#IslamicState Supporters Celebrate #BarcelonaTerrorAttack, Calls For More Attacks. #TerrorMonitor pic.twitter.com/KOaFePBTfi— Terrormonitor.org (@Terror_Monitor) August 18, 2017 Yfirlit yfir sambærilegar árásir í Evrópu frá því í fyrra. #NEWSGRAPHIC Fatal vehicle-ramming attacks in Europe since July 2016 @AFP pic.twitter.com/DF9BQMqE3J— AFP news agency (@AFP) August 18, 2017 Hryðjuverk í Barcelona Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Hryllingur í Barcelona Á annan tug lét lífið í hryðjuverkaárás á Römblunni í höfuðborg Katalóníu í gær. Tveir handteknir. Utanríkisráðherra segir öryggismálin í forgangi hjá flestum ríkjum en að ekki sé hægt að útiloka árásir. 18. ágúst 2017 06:00 Hryðjuverk í Barselóna: Það sem við vitum í lok dags Hið minnsta 13 eru látnir og 100 eru særðir eftir að hvítum sendiferðabíl var ekið niður verslunargötu í miðborg Barselóna. 17. ágúst 2017 23:35 Íslendingur í Barselóna lagði sig í staðinn fyrir að fara á Römbluna í dag Kristbjörg lagði í stað þess að fara á staðinn sem hryðjuverkin voru framin í dag. 17. ágúst 2017 17:31 Hrafnhildur heyrði sendiferðabílinn aka á fólkið Hrafnhildur og vinkona hennar flúðu af vettvangi hryðjuverkaárásarinnar í dag. 17. ágúst 2017 19:30 Kolbrún Bergþórs á Römblunni: „Ég var að tala við konu áðan og bíllinn rétt fór fram hjá henni“ Kolbrún segir að hún sjái ekkert út úr búðinni vegna hleranna sem liggja fyrir. Hún segir þó að allt sé fullt af lögreglumönnum og þyrlum. Hún nefnir að enginn sé særður inn í búðinni. 17. ágúst 2017 17:13 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Lögreglan á Spáni segist hafa fellt fimm grunaða hryðjuverkamenn í bænum Cambrils skammt suður af Barselóna í nótt. Mennirnir, sem klæddir voru fölskum sprengjubeltum, er sagðir tengjast árásinni í miðborg Barselóna þar sem sendiferðabíl var ekið á fjölda fólks. Minnst þrettán létu lífið og tugir eru særðir. Þrír hafa verið handteknir vegna árásarinnar.Fórnarlömb árásarinnar eru frá 24 löndum víðsvegar um heiminn. Um er að ræða mannskæðustu árás á spænskri grundu síðan 191 lést í sprengingum í Madríd árið 2004. Sex borgarar og einn lögregluþjónn særðust í Cambril þegar mennirnir óku á þá, áður en bíll þeirra valt og þeir voru skotnir til bana af lögreglu. Mennirnir voru með sprengjubelti, sem í fyrstu voru talin vera ekta. Sprengjusérfræðingar hafa nú staðfest að engar sprengjur voru í þeim.Vísir/GraphicnewsLögreglan leitar enn að ökumanni sendiferðabílsins sem flúði af vettvangi árásarinnar í Barselóna. Tveir menn voru handteknir í gærkvöldi en hvorugur þeirra er ökumaðurinn samkvæmt lögreglu. Mennirnir eru báðir frá Norður-Afríku. Frekari upplýsingar um þann sem var handtekinn í morgun liggja ekki fyrir. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Ekki liggur þó fyrir hvort að árásin hafi verið framvkæmd af meðlimum samtakanna eða mönnum sem aðhyllast þeim. Þar að auki sprakk sprengja í húsi í bænum Alcanar á miðvikudagskvöldið, sem yfirvöld segja að tengist ennig árásinni, samkvæmt frétt BBC. Búið er að lýsa yfir þriggja daga þjóðarsorg í Katalóníu og haldin verður mínútuþögn á Plaça Catalunya í hádeginu í dag.Yfirlýsing forsætisráðherra Spánar. Barcelona has now seen "jihadist terrorism," Spain's PM says after 13 people are killed https://t.co/Z7w7Ir75W2 pic.twitter.com/zOMop215yH— Bloomberg (@business) August 18, 2017 Stuðningsmenn ISIS fagna árásinni á samfélagsmiðlum og kalla eftir fleirum. #SPAIN#IslamicState Supporters Celebrate #BarcelonaTerrorAttack, Calls For More Attacks. #TerrorMonitor pic.twitter.com/KOaFePBTfi— Terrormonitor.org (@Terror_Monitor) August 18, 2017 Yfirlit yfir sambærilegar árásir í Evrópu frá því í fyrra. #NEWSGRAPHIC Fatal vehicle-ramming attacks in Europe since July 2016 @AFP pic.twitter.com/DF9BQMqE3J— AFP news agency (@AFP) August 18, 2017
Hryðjuverk í Barcelona Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Hryllingur í Barcelona Á annan tug lét lífið í hryðjuverkaárás á Römblunni í höfuðborg Katalóníu í gær. Tveir handteknir. Utanríkisráðherra segir öryggismálin í forgangi hjá flestum ríkjum en að ekki sé hægt að útiloka árásir. 18. ágúst 2017 06:00 Hryðjuverk í Barselóna: Það sem við vitum í lok dags Hið minnsta 13 eru látnir og 100 eru særðir eftir að hvítum sendiferðabíl var ekið niður verslunargötu í miðborg Barselóna. 17. ágúst 2017 23:35 Íslendingur í Barselóna lagði sig í staðinn fyrir að fara á Römbluna í dag Kristbjörg lagði í stað þess að fara á staðinn sem hryðjuverkin voru framin í dag. 17. ágúst 2017 17:31 Hrafnhildur heyrði sendiferðabílinn aka á fólkið Hrafnhildur og vinkona hennar flúðu af vettvangi hryðjuverkaárásarinnar í dag. 17. ágúst 2017 19:30 Kolbrún Bergþórs á Römblunni: „Ég var að tala við konu áðan og bíllinn rétt fór fram hjá henni“ Kolbrún segir að hún sjái ekkert út úr búðinni vegna hleranna sem liggja fyrir. Hún segir þó að allt sé fullt af lögreglumönnum og þyrlum. Hún nefnir að enginn sé særður inn í búðinni. 17. ágúst 2017 17:13 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Hryllingur í Barcelona Á annan tug lét lífið í hryðjuverkaárás á Römblunni í höfuðborg Katalóníu í gær. Tveir handteknir. Utanríkisráðherra segir öryggismálin í forgangi hjá flestum ríkjum en að ekki sé hægt að útiloka árásir. 18. ágúst 2017 06:00
Hryðjuverk í Barselóna: Það sem við vitum í lok dags Hið minnsta 13 eru látnir og 100 eru særðir eftir að hvítum sendiferðabíl var ekið niður verslunargötu í miðborg Barselóna. 17. ágúst 2017 23:35
Íslendingur í Barselóna lagði sig í staðinn fyrir að fara á Römbluna í dag Kristbjörg lagði í stað þess að fara á staðinn sem hryðjuverkin voru framin í dag. 17. ágúst 2017 17:31
Hrafnhildur heyrði sendiferðabílinn aka á fólkið Hrafnhildur og vinkona hennar flúðu af vettvangi hryðjuverkaárásarinnar í dag. 17. ágúst 2017 19:30
Kolbrún Bergþórs á Römblunni: „Ég var að tala við konu áðan og bíllinn rétt fór fram hjá henni“ Kolbrún segir að hún sjái ekkert út úr búðinni vegna hleranna sem liggja fyrir. Hún segir þó að allt sé fullt af lögreglumönnum og þyrlum. Hún nefnir að enginn sé særður inn í búðinni. 17. ágúst 2017 17:13