„Sorglegt að sjá sögu og menningu okkar mikla lands vera rifin í sundur með fjarlægingu á okkar fallegu styttum og minnisvörðum,“ sagði Trump fyrr í dag. „Þú getur ekki breytt sögunni, en þú getur lært af henni,“ hélt hann áfram.
Trump var harðlega gagnrýndur fyrir að verja skipuleggjendur mótmæla hvítra þjóðernissinna og nýnasista í Charlottesville um síðustu helgi. Kona lét lífið í átökum hinna þeirra og gagnmótmælenda og tugir særðust.
Þetta var í þriðja skipti á nokkurra mánaða tímabili sem hvítir þjóðernissinnar fylktu liði til Charlottesville til að mótmæla því að stytta af Robert E. Lee, herforingja Suðurríkjanna, yrði tekin niður.
Ljóst er að styttur af mönnum eins og Lee og ekki síður Suðurríkjafáninn hefur ólíka merkingu í huga Bandaríkjamanna. Fyrir fjölmarga hafa táknnin sambærilegan sess og hakakrossinn í hugum Þjóðverja.
Sad to see the history and culture of our great country being ripped apart with the removal of our beautiful statues and monuments. You.....
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 17, 2017
...can't change history, but you can learn from it. Robert E Lee, Stonewall Jackson - who's next, Washington, Jefferson? So foolish! Also...
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 17, 2017
...the beauty that is being taken out of our cities, towns and parks will be greatly missed and never able to be comparably replaced!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 17, 2017