Lögregla vill komast í samband við fyrri farþega kafbátsins Atli Ísleifsson skrifar 14. ágúst 2017 15:36 Peter Madsen neitar því enn að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana. Vísir/AFP Lögregla í Danmörku telur að sænska blaðakonan Kim Wall kunni vera á sænsku hafsvæði. Það er niðurstaða lögreglu eftir greiningu á hafstraumum síðustu sólarhringa. Þá vill lögregla einnig komast í samband við aðra sem hafi áður ferðast um borð í kafbát auðjöfursins Peter Madsen.Aftonbladet segir frá því að lögregla í Svíþjóð leiti nú meðfram strönd syðsta hluta vesturstrandar Svíþjóðar. Þetta sé gert í kjölfar greiningar á hafstraumum í Eyrarsundi og Køgeflóa frá þeim tíma sem Wall hvarf. Madsen neitar því enn að hafa banað Wall sem fór með honum í ferð í heimasmíðuðum kafbát, UC3 Nautilus. Ekkert hefur spurst til hennar síðan á fimmtudag, en hún ferðaðist með bátnum í þeim tilgangi að skrifa um kafbátinn og siglinguna. Greint var frá því í morgun að Madsen hafi ákveðið að áfrýja ekki 24 daga gæsluvarðhaldsúrskurði dansks dómstóls, en hann er grunaður um að hafa verið valdur að dauða Wall. Lík Wall fannst ekki um borð í kafbátnum þar sem leitað var í gær og hefur leitinni í og í við Eyrarsund verið haldið áfram í dag. Leitarsvæðið er þó stórt og nær yfir lögsögu bæði Svíþjóðar og Danmerkur. Kærasti Wall tilkynnti hvarf hennar þegar hún skilaði sér ekki heim úr ferðinni. Þegar samband náðist við Madsen í gegnum talstöð sagðist hann vera á leið aftur til hafnar. Hins vegar sökk báturinn í Køgeflóa á föstudaginn. Madsen var bjargað en Wall hefur ekki fundist.Samkvæmt SVT sagði Madsen að hann hefði hleypt Wall í land í Kaupmannahöfn á fimmtudagskvöldinu. Seinna mun hann þó hafa breytt sögu sinni og gefið lögreglu aðra útskýringu. Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að bátnum hafi verið sökkt af ásettu ráði. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Neitar enn að hafa orðið blaðakonunni að bana Peter Madsen, danskur auðkýfingur og kafbátasmiður, ætlar ekki að áfrýja gæsluvarðhaldsúrskurði. 14. ágúst 2017 11:40 Enn er leitað að sænskri blaðakonu Peter Madsen, danskur auðkýfingur og kafbátasmiður, er í haldi lögreglu grunaður um manndráp af gáleysi. 14. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Lögregla í Danmörku telur að sænska blaðakonan Kim Wall kunni vera á sænsku hafsvæði. Það er niðurstaða lögreglu eftir greiningu á hafstraumum síðustu sólarhringa. Þá vill lögregla einnig komast í samband við aðra sem hafi áður ferðast um borð í kafbát auðjöfursins Peter Madsen.Aftonbladet segir frá því að lögregla í Svíþjóð leiti nú meðfram strönd syðsta hluta vesturstrandar Svíþjóðar. Þetta sé gert í kjölfar greiningar á hafstraumum í Eyrarsundi og Køgeflóa frá þeim tíma sem Wall hvarf. Madsen neitar því enn að hafa banað Wall sem fór með honum í ferð í heimasmíðuðum kafbát, UC3 Nautilus. Ekkert hefur spurst til hennar síðan á fimmtudag, en hún ferðaðist með bátnum í þeim tilgangi að skrifa um kafbátinn og siglinguna. Greint var frá því í morgun að Madsen hafi ákveðið að áfrýja ekki 24 daga gæsluvarðhaldsúrskurði dansks dómstóls, en hann er grunaður um að hafa verið valdur að dauða Wall. Lík Wall fannst ekki um borð í kafbátnum þar sem leitað var í gær og hefur leitinni í og í við Eyrarsund verið haldið áfram í dag. Leitarsvæðið er þó stórt og nær yfir lögsögu bæði Svíþjóðar og Danmerkur. Kærasti Wall tilkynnti hvarf hennar þegar hún skilaði sér ekki heim úr ferðinni. Þegar samband náðist við Madsen í gegnum talstöð sagðist hann vera á leið aftur til hafnar. Hins vegar sökk báturinn í Køgeflóa á föstudaginn. Madsen var bjargað en Wall hefur ekki fundist.Samkvæmt SVT sagði Madsen að hann hefði hleypt Wall í land í Kaupmannahöfn á fimmtudagskvöldinu. Seinna mun hann þó hafa breytt sögu sinni og gefið lögreglu aðra útskýringu. Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að bátnum hafi verið sökkt af ásettu ráði.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Neitar enn að hafa orðið blaðakonunni að bana Peter Madsen, danskur auðkýfingur og kafbátasmiður, ætlar ekki að áfrýja gæsluvarðhaldsúrskurði. 14. ágúst 2017 11:40 Enn er leitað að sænskri blaðakonu Peter Madsen, danskur auðkýfingur og kafbátasmiður, er í haldi lögreglu grunaður um manndráp af gáleysi. 14. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Neitar enn að hafa orðið blaðakonunni að bana Peter Madsen, danskur auðkýfingur og kafbátasmiður, ætlar ekki að áfrýja gæsluvarðhaldsúrskurði. 14. ágúst 2017 11:40
Enn er leitað að sænskri blaðakonu Peter Madsen, danskur auðkýfingur og kafbátasmiður, er í haldi lögreglu grunaður um manndráp af gáleysi. 14. ágúst 2017 06:00