Norður-Kórea skaut „fjölmörgum flugskeytum“ í hafið

Flugskeytunum var skotið á loft frá Gangwon-héraði. Suður-kóresk hermálayfirvöld segja að flugskeytin hafi flogið í norðausturátt í um það bil 250 kílómetra áður en þau lentu í sjónum. Talið er að um skammdræg flugskeyti hafi verið að ræða.
Norður-Kórea hefur á undanförnum vikum lagt aukna áherslu á skotflaugaæfingar og vinnur herinn að því að fullkomna langdrægt flugskeyti sem hægt væri að skjóta á skotmörk í Bandaríkjunum.
Mikil spenna hljóp í samskiptin á Kóreu-skaga þegar langdrægu flugskeyti var skotið á loft af norður-kóreska hernum. Hafa yfirvöld í Norður-Kóreu hótað að skjóta flugskeytum á Guam í Kyrrahafi þar sem Bandaríkin býr yfir herstöðvum.
Umfangsmikil heræfing suður-kóreska hersins og þess bandaríska stendur nú yfir á Kóreu-skaga og má reikna með að flugskeytaæfing Norður-Kóreu sé svar við æfingunni.
Sérfræðingar á vegum Suður-Kóreuhers og Bandaríkjahers vinna nú að því að bera kennsl á flugskeytin sem skotið var á loft.
Tengdar fréttir

Trump áfram hofmóðugur gagnvart Norður-Kóreu
Hótanir sem ganga á milli Norður-Kóreu og Donalds Trump Bandaríkjaforseta stigmagnast. Nú tístir forsetinn að hernaðarlausnir séu tilbúnar ef Norður-Kóreumenn hegða sér ekki skynsamlega.

Kínverjar hvetja til stillingar á meðan Trump heldur hótunum áfram
"Enginn elskar friðsamleg lausn eins og Trump forseti, ég get sagt ykkur það,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í gær um leið og hann hótaði Norður-Kóreu miklum vandræðum og hörðustu refsiaðgerðum sem til eru.

Íbúar Gvam áhyggjufullir vegna Norður-Kóreu
Íbúar eyjunnar litlu eru um 163 þúsund og eru þau bandarískir ríkisborgarar og þar halda Bandaríkin út nokkrum herstöðvum.

Norður-Kóreumenn tilbúnir í eldflaugaárás á Gvam von bráðar
Her Norður-Kóreu er sagður leggja lokahönd á áætlun um að skjóta eldflaugum að Gvam. Ríkisfjölmiðlar einræðisríkisins segja Donald Trump Bandaríkjaforseta of „skyni skroppinn“ til að hægt sé að eiga viðræður við hann.

Utanríkisráðherra segir að Kóreudeilan varði heimsbyggðina alla
Norður Kórea er að leggja lokahönd á áætlun um að gera eldflaugaárás á Gvam. Utanríkisráðherra Íslands segir Kóreudeiluna varða heimsbyggðina alla.

Segir Norður-Kóreu að taka sig saman í andlitinu
Donald Trump segir að fyrri hótun sín um „eld og heift“ hafi mögulega ekki verið nógu sterk.

Norður-Kórea sögð hafa náð mikilvægum áfanga
Sagðir hafa þróað og framleitt kjarnorkuvopn sem koma megi fyrir í langdrægum eldflaugum.