Kafbátaferð sænsku blaðakonunnar sem lauk með hryllingi Atli Ísleifsson skrifar 22. ágúst 2017 12:55 Sænska blaðakonan Kim Wall var stödd um borð í kafbátnum UC3 Nautilus ásamt eigandanum Peter Madsen á fimmtudagskvöldinu 10. ágúst síðastliðinn. Síðast sást til sænsku konunnar Kim Wall á lífi fimmtudaginn 10. ágúst þegar hún lagði af stað í ferð með danska uppfinningamanninum Peter Madsen í heimasmíðuðum kafbát frá Kaupmannahöfn. Wall hefur verið leitað síðan, en greint var frá því í gær að Madsen hafi viðurkennt fyrir lögreglu og dómara að hafa varpað líki Wall fyrir borð. Segir hann að slys hafi orðið um borð í kafbátnum sem leiddi til dauða Wall. Búkur af sundurlimuðu líki fannst í gær í Kögeflóa sem talið er að gæti verið Wall. Kaupmannahafnarlögreglan hefur boðað til blaðamannafundar síðar í dag þar sem hún mun greina nánar frá líkfundinum og rannsókn málsins. Atburðarásin í þessu hörmulega máli hefur um margt verið reyfarakennd en sænska og danska ríkissjónvarpið hafa tekið saman hvernig málinu hefur undið fram. Peter Madsen þegar hann kom aftur á land.Vísir/EPA 10. ágúst (fimmtudagur) • Sænska blaðakonan Kim Wall er stödd um borð í kafbátnum UC3 Nautilus ásamt eigandanum Peter Madsen. Hún ætlar sér að skrifa grein um bæði kafbátinn og eigandann. Síðast sést til hennar í Kaupmannahöfn um klukkan 19:30 að staðartíma.11. ágúst (föstudagur) • Um klukkan 2:30 hefur kærasti Wall samband við lögreglu þar sem kafbáturinn hefur ekki snúið aftur til hafnar í Kaupmannahöfn. Klukkan 3:39 um nótt berst lögreglu tilkynning um sjóslys. • Snemma morguns hefst leit að kafbátnum þar sem bæði sænski og danski sjóherinn tekur þátt. • Klukkan 10:30 finnst kafbáturinn í Kögeflóa. Samband næst við eigandann Peter Madsen sem segist vera á leið aftur til hafnar. Greint er frá því að öllum um borð í bátnum líði vel. • Klukkan 11 sekkur kafbáturinn skyndilega. Björgunarliði tekst að bjarga Madsen en Wall er hvergi sjáanleg. Rætt er við Madsen sem til að byrja með er ekki grunaður um brot. • Klukkan 13:30 greinir lögregla frá því að kafarar ætli sér að reyna að komast inn í kafbátinn. Það tekst ekki. • Klukkan 17:44 er greint frá því að Madsen sé grunaður um morð eða manndráp. Hann neitar sök og fullyrðir að hann hafi hleypt Wall frá borði á Refshaleøen klukkan 22:30 kvöldið áður.12. ágúst (laugardagur) • Skömmu fyrir klukkan 10 á laugardagsmorgninum er byrjað að hífa kafbátinn upp af hafsbotni. • Síðdegis er Madsen færður fyrir dómara þar sem krafa um gæsluvarðhaldsúrskurð er tekin fyrir fyrir luktum dyrum.Sjá einnig: Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen• Madsen er úrskurðaður í 24 daga gæsluvarðhald vegna gruns um að verið valdur að dauða Wall. • Um kvöldið er kafbáturinn færður til Nordhavnen í Kaupmannahöfn. Kim Wall hefur verið leitað í og við Kögeflóa og víðar.Vísir/EPA 13. ágúst (sunnudagur)• Snemma að morgni sunnudagsins er kafbáturinn tæmdur af vatni og tæknimenn lögreglu halda ofan í bátinn. • Klukkan 11:30 greinir lögregla frá því á blaðamannafundi að enginn hafi fundist í kafbátnum. Litið sé á bátinn sem vettvang mögulegs glæps og vill lögregla meina að bátnum hafi verið sökkt að ásettu ráði. Madsen segir bátinn hins vegar hafa sokkið vegna bilunar í kjölfestutanki. • Lögregla leitar Kim Wall á landi, til sjós og úr lofti.14. ágúst (mánudagur) • Lögregla í Kaupmannahöfn segist ekki útiloka að Wall hafi farið frá borði erlendis, til dæmis í Þýskalandi. • Lögmaður Madsen segir að skjólstæðingur sinni ætli sér ekki að áfrýja gæsluvarðhaldsúrskurðinum. Hann neitar þó áfram sök.16. ágúst (miðvikudagur) • Lögregla segir Madsen nú vera grunaðan um að hafa verið valdur að dauða Wall vegna sérstaks gáleysis.17. ágúst (fimmtudagur) • Lögregla greinir frá því að hún leiti nú látinnar manneskju. Fyrst og fremst sé leitað í Kögeflóa.19. ágúst (laugardagur) • Helsingör Dagblad fullyrðir að Madsen hafi ætlað sér að „laga eitthvað“ í bátnum skömmu áður en hann sökk.21. ágúst (mánudagur) • Kaupmannahafnarlögreglan greinir frá því að Madsen hafi viðurkennt að hafa varpað líki Wall fyrir borð. Segir hann að Wall hafi látið lífið eftir slys um borð. • Hjólreiðamaður hjólar fram á búk við strendur Kögeflóa. Búið er að saga höfuð, hendur og fætur af búknum. Lögregla rannsakar hvort að búkurinn sé af Kim Wall. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Veita frekari upplýsingar um líkið í dag Þangað til biðst danska lögreglan undan frekari viðtölum. Talið er að líkið geti verið af sænsku blaðakonunni Kim Wall. 22. ágúst 2017 07:38 Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen er mjög þekktur maður í Danmörku. Sú staðreynd að hann sitji nú í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur vakið gríðarlega athygli í heimalandi hans og raunar um heim allan. 15. ágúst 2017 15:30 Madsen viðurkennir að hafa varpað líki Kim Wall fyrir borð Danski auðjöfurinn Peter Madsen segir að slys hafi orðið um borð í bátnum sem hafi leitt til dauða hennar. 21. ágúst 2017 08:20 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Síðast sást til sænsku konunnar Kim Wall á lífi fimmtudaginn 10. ágúst þegar hún lagði af stað í ferð með danska uppfinningamanninum Peter Madsen í heimasmíðuðum kafbát frá Kaupmannahöfn. Wall hefur verið leitað síðan, en greint var frá því í gær að Madsen hafi viðurkennt fyrir lögreglu og dómara að hafa varpað líki Wall fyrir borð. Segir hann að slys hafi orðið um borð í kafbátnum sem leiddi til dauða Wall. Búkur af sundurlimuðu líki fannst í gær í Kögeflóa sem talið er að gæti verið Wall. Kaupmannahafnarlögreglan hefur boðað til blaðamannafundar síðar í dag þar sem hún mun greina nánar frá líkfundinum og rannsókn málsins. Atburðarásin í þessu hörmulega máli hefur um margt verið reyfarakennd en sænska og danska ríkissjónvarpið hafa tekið saman hvernig málinu hefur undið fram. Peter Madsen þegar hann kom aftur á land.Vísir/EPA 10. ágúst (fimmtudagur) • Sænska blaðakonan Kim Wall er stödd um borð í kafbátnum UC3 Nautilus ásamt eigandanum Peter Madsen. Hún ætlar sér að skrifa grein um bæði kafbátinn og eigandann. Síðast sést til hennar í Kaupmannahöfn um klukkan 19:30 að staðartíma.11. ágúst (föstudagur) • Um klukkan 2:30 hefur kærasti Wall samband við lögreglu þar sem kafbáturinn hefur ekki snúið aftur til hafnar í Kaupmannahöfn. Klukkan 3:39 um nótt berst lögreglu tilkynning um sjóslys. • Snemma morguns hefst leit að kafbátnum þar sem bæði sænski og danski sjóherinn tekur þátt. • Klukkan 10:30 finnst kafbáturinn í Kögeflóa. Samband næst við eigandann Peter Madsen sem segist vera á leið aftur til hafnar. Greint er frá því að öllum um borð í bátnum líði vel. • Klukkan 11 sekkur kafbáturinn skyndilega. Björgunarliði tekst að bjarga Madsen en Wall er hvergi sjáanleg. Rætt er við Madsen sem til að byrja með er ekki grunaður um brot. • Klukkan 13:30 greinir lögregla frá því að kafarar ætli sér að reyna að komast inn í kafbátinn. Það tekst ekki. • Klukkan 17:44 er greint frá því að Madsen sé grunaður um morð eða manndráp. Hann neitar sök og fullyrðir að hann hafi hleypt Wall frá borði á Refshaleøen klukkan 22:30 kvöldið áður.12. ágúst (laugardagur) • Skömmu fyrir klukkan 10 á laugardagsmorgninum er byrjað að hífa kafbátinn upp af hafsbotni. • Síðdegis er Madsen færður fyrir dómara þar sem krafa um gæsluvarðhaldsúrskurð er tekin fyrir fyrir luktum dyrum.Sjá einnig: Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen• Madsen er úrskurðaður í 24 daga gæsluvarðhald vegna gruns um að verið valdur að dauða Wall. • Um kvöldið er kafbáturinn færður til Nordhavnen í Kaupmannahöfn. Kim Wall hefur verið leitað í og við Kögeflóa og víðar.Vísir/EPA 13. ágúst (sunnudagur)• Snemma að morgni sunnudagsins er kafbáturinn tæmdur af vatni og tæknimenn lögreglu halda ofan í bátinn. • Klukkan 11:30 greinir lögregla frá því á blaðamannafundi að enginn hafi fundist í kafbátnum. Litið sé á bátinn sem vettvang mögulegs glæps og vill lögregla meina að bátnum hafi verið sökkt að ásettu ráði. Madsen segir bátinn hins vegar hafa sokkið vegna bilunar í kjölfestutanki. • Lögregla leitar Kim Wall á landi, til sjós og úr lofti.14. ágúst (mánudagur) • Lögregla í Kaupmannahöfn segist ekki útiloka að Wall hafi farið frá borði erlendis, til dæmis í Þýskalandi. • Lögmaður Madsen segir að skjólstæðingur sinni ætli sér ekki að áfrýja gæsluvarðhaldsúrskurðinum. Hann neitar þó áfram sök.16. ágúst (miðvikudagur) • Lögregla segir Madsen nú vera grunaðan um að hafa verið valdur að dauða Wall vegna sérstaks gáleysis.17. ágúst (fimmtudagur) • Lögregla greinir frá því að hún leiti nú látinnar manneskju. Fyrst og fremst sé leitað í Kögeflóa.19. ágúst (laugardagur) • Helsingör Dagblad fullyrðir að Madsen hafi ætlað sér að „laga eitthvað“ í bátnum skömmu áður en hann sökk.21. ágúst (mánudagur) • Kaupmannahafnarlögreglan greinir frá því að Madsen hafi viðurkennt að hafa varpað líki Wall fyrir borð. Segir hann að Wall hafi látið lífið eftir slys um borð. • Hjólreiðamaður hjólar fram á búk við strendur Kögeflóa. Búið er að saga höfuð, hendur og fætur af búknum. Lögregla rannsakar hvort að búkurinn sé af Kim Wall.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Veita frekari upplýsingar um líkið í dag Þangað til biðst danska lögreglan undan frekari viðtölum. Talið er að líkið geti verið af sænsku blaðakonunni Kim Wall. 22. ágúst 2017 07:38 Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen er mjög þekktur maður í Danmörku. Sú staðreynd að hann sitji nú í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur vakið gríðarlega athygli í heimalandi hans og raunar um heim allan. 15. ágúst 2017 15:30 Madsen viðurkennir að hafa varpað líki Kim Wall fyrir borð Danski auðjöfurinn Peter Madsen segir að slys hafi orðið um borð í bátnum sem hafi leitt til dauða hennar. 21. ágúst 2017 08:20 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Veita frekari upplýsingar um líkið í dag Þangað til biðst danska lögreglan undan frekari viðtölum. Talið er að líkið geti verið af sænsku blaðakonunni Kim Wall. 22. ágúst 2017 07:38
Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen er mjög þekktur maður í Danmörku. Sú staðreynd að hann sitji nú í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur vakið gríðarlega athygli í heimalandi hans og raunar um heim allan. 15. ágúst 2017 15:30
Madsen viðurkennir að hafa varpað líki Kim Wall fyrir borð Danski auðjöfurinn Peter Madsen segir að slys hafi orðið um borð í bátnum sem hafi leitt til dauða hennar. 21. ágúst 2017 08:20