Kafbátaferð sænsku blaðakonunnar sem lauk með hryllingi Atli Ísleifsson skrifar 22. ágúst 2017 12:55 Sænska blaðakonan Kim Wall var stödd um borð í kafbátnum UC3 Nautilus ásamt eigandanum Peter Madsen á fimmtudagskvöldinu 10. ágúst síðastliðinn. Síðast sást til sænsku konunnar Kim Wall á lífi fimmtudaginn 10. ágúst þegar hún lagði af stað í ferð með danska uppfinningamanninum Peter Madsen í heimasmíðuðum kafbát frá Kaupmannahöfn. Wall hefur verið leitað síðan, en greint var frá því í gær að Madsen hafi viðurkennt fyrir lögreglu og dómara að hafa varpað líki Wall fyrir borð. Segir hann að slys hafi orðið um borð í kafbátnum sem leiddi til dauða Wall. Búkur af sundurlimuðu líki fannst í gær í Kögeflóa sem talið er að gæti verið Wall. Kaupmannahafnarlögreglan hefur boðað til blaðamannafundar síðar í dag þar sem hún mun greina nánar frá líkfundinum og rannsókn málsins. Atburðarásin í þessu hörmulega máli hefur um margt verið reyfarakennd en sænska og danska ríkissjónvarpið hafa tekið saman hvernig málinu hefur undið fram. Peter Madsen þegar hann kom aftur á land.Vísir/EPA 10. ágúst (fimmtudagur) • Sænska blaðakonan Kim Wall er stödd um borð í kafbátnum UC3 Nautilus ásamt eigandanum Peter Madsen. Hún ætlar sér að skrifa grein um bæði kafbátinn og eigandann. Síðast sést til hennar í Kaupmannahöfn um klukkan 19:30 að staðartíma.11. ágúst (föstudagur) • Um klukkan 2:30 hefur kærasti Wall samband við lögreglu þar sem kafbáturinn hefur ekki snúið aftur til hafnar í Kaupmannahöfn. Klukkan 3:39 um nótt berst lögreglu tilkynning um sjóslys. • Snemma morguns hefst leit að kafbátnum þar sem bæði sænski og danski sjóherinn tekur þátt. • Klukkan 10:30 finnst kafbáturinn í Kögeflóa. Samband næst við eigandann Peter Madsen sem segist vera á leið aftur til hafnar. Greint er frá því að öllum um borð í bátnum líði vel. • Klukkan 11 sekkur kafbáturinn skyndilega. Björgunarliði tekst að bjarga Madsen en Wall er hvergi sjáanleg. Rætt er við Madsen sem til að byrja með er ekki grunaður um brot. • Klukkan 13:30 greinir lögregla frá því að kafarar ætli sér að reyna að komast inn í kafbátinn. Það tekst ekki. • Klukkan 17:44 er greint frá því að Madsen sé grunaður um morð eða manndráp. Hann neitar sök og fullyrðir að hann hafi hleypt Wall frá borði á Refshaleøen klukkan 22:30 kvöldið áður.12. ágúst (laugardagur) • Skömmu fyrir klukkan 10 á laugardagsmorgninum er byrjað að hífa kafbátinn upp af hafsbotni. • Síðdegis er Madsen færður fyrir dómara þar sem krafa um gæsluvarðhaldsúrskurð er tekin fyrir fyrir luktum dyrum.Sjá einnig: Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen• Madsen er úrskurðaður í 24 daga gæsluvarðhald vegna gruns um að verið valdur að dauða Wall. • Um kvöldið er kafbáturinn færður til Nordhavnen í Kaupmannahöfn. Kim Wall hefur verið leitað í og við Kögeflóa og víðar.Vísir/EPA 13. ágúst (sunnudagur)• Snemma að morgni sunnudagsins er kafbáturinn tæmdur af vatni og tæknimenn lögreglu halda ofan í bátinn. • Klukkan 11:30 greinir lögregla frá því á blaðamannafundi að enginn hafi fundist í kafbátnum. Litið sé á bátinn sem vettvang mögulegs glæps og vill lögregla meina að bátnum hafi verið sökkt að ásettu ráði. Madsen segir bátinn hins vegar hafa sokkið vegna bilunar í kjölfestutanki. • Lögregla leitar Kim Wall á landi, til sjós og úr lofti.14. ágúst (mánudagur) • Lögregla í Kaupmannahöfn segist ekki útiloka að Wall hafi farið frá borði erlendis, til dæmis í Þýskalandi. • Lögmaður Madsen segir að skjólstæðingur sinni ætli sér ekki að áfrýja gæsluvarðhaldsúrskurðinum. Hann neitar þó áfram sök.16. ágúst (miðvikudagur) • Lögregla segir Madsen nú vera grunaðan um að hafa verið valdur að dauða Wall vegna sérstaks gáleysis.17. ágúst (fimmtudagur) • Lögregla greinir frá því að hún leiti nú látinnar manneskju. Fyrst og fremst sé leitað í Kögeflóa.19. ágúst (laugardagur) • Helsingör Dagblad fullyrðir að Madsen hafi ætlað sér að „laga eitthvað“ í bátnum skömmu áður en hann sökk.21. ágúst (mánudagur) • Kaupmannahafnarlögreglan greinir frá því að Madsen hafi viðurkennt að hafa varpað líki Wall fyrir borð. Segir hann að Wall hafi látið lífið eftir slys um borð. • Hjólreiðamaður hjólar fram á búk við strendur Kögeflóa. Búið er að saga höfuð, hendur og fætur af búknum. Lögregla rannsakar hvort að búkurinn sé af Kim Wall. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Veita frekari upplýsingar um líkið í dag Þangað til biðst danska lögreglan undan frekari viðtölum. Talið er að líkið geti verið af sænsku blaðakonunni Kim Wall. 22. ágúst 2017 07:38 Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen er mjög þekktur maður í Danmörku. Sú staðreynd að hann sitji nú í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur vakið gríðarlega athygli í heimalandi hans og raunar um heim allan. 15. ágúst 2017 15:30 Madsen viðurkennir að hafa varpað líki Kim Wall fyrir borð Danski auðjöfurinn Peter Madsen segir að slys hafi orðið um borð í bátnum sem hafi leitt til dauða hennar. 21. ágúst 2017 08:20 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Síðast sást til sænsku konunnar Kim Wall á lífi fimmtudaginn 10. ágúst þegar hún lagði af stað í ferð með danska uppfinningamanninum Peter Madsen í heimasmíðuðum kafbát frá Kaupmannahöfn. Wall hefur verið leitað síðan, en greint var frá því í gær að Madsen hafi viðurkennt fyrir lögreglu og dómara að hafa varpað líki Wall fyrir borð. Segir hann að slys hafi orðið um borð í kafbátnum sem leiddi til dauða Wall. Búkur af sundurlimuðu líki fannst í gær í Kögeflóa sem talið er að gæti verið Wall. Kaupmannahafnarlögreglan hefur boðað til blaðamannafundar síðar í dag þar sem hún mun greina nánar frá líkfundinum og rannsókn málsins. Atburðarásin í þessu hörmulega máli hefur um margt verið reyfarakennd en sænska og danska ríkissjónvarpið hafa tekið saman hvernig málinu hefur undið fram. Peter Madsen þegar hann kom aftur á land.Vísir/EPA 10. ágúst (fimmtudagur) • Sænska blaðakonan Kim Wall er stödd um borð í kafbátnum UC3 Nautilus ásamt eigandanum Peter Madsen. Hún ætlar sér að skrifa grein um bæði kafbátinn og eigandann. Síðast sést til hennar í Kaupmannahöfn um klukkan 19:30 að staðartíma.11. ágúst (föstudagur) • Um klukkan 2:30 hefur kærasti Wall samband við lögreglu þar sem kafbáturinn hefur ekki snúið aftur til hafnar í Kaupmannahöfn. Klukkan 3:39 um nótt berst lögreglu tilkynning um sjóslys. • Snemma morguns hefst leit að kafbátnum þar sem bæði sænski og danski sjóherinn tekur þátt. • Klukkan 10:30 finnst kafbáturinn í Kögeflóa. Samband næst við eigandann Peter Madsen sem segist vera á leið aftur til hafnar. Greint er frá því að öllum um borð í bátnum líði vel. • Klukkan 11 sekkur kafbáturinn skyndilega. Björgunarliði tekst að bjarga Madsen en Wall er hvergi sjáanleg. Rætt er við Madsen sem til að byrja með er ekki grunaður um brot. • Klukkan 13:30 greinir lögregla frá því að kafarar ætli sér að reyna að komast inn í kafbátinn. Það tekst ekki. • Klukkan 17:44 er greint frá því að Madsen sé grunaður um morð eða manndráp. Hann neitar sök og fullyrðir að hann hafi hleypt Wall frá borði á Refshaleøen klukkan 22:30 kvöldið áður.12. ágúst (laugardagur) • Skömmu fyrir klukkan 10 á laugardagsmorgninum er byrjað að hífa kafbátinn upp af hafsbotni. • Síðdegis er Madsen færður fyrir dómara þar sem krafa um gæsluvarðhaldsúrskurð er tekin fyrir fyrir luktum dyrum.Sjá einnig: Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen• Madsen er úrskurðaður í 24 daga gæsluvarðhald vegna gruns um að verið valdur að dauða Wall. • Um kvöldið er kafbáturinn færður til Nordhavnen í Kaupmannahöfn. Kim Wall hefur verið leitað í og við Kögeflóa og víðar.Vísir/EPA 13. ágúst (sunnudagur)• Snemma að morgni sunnudagsins er kafbáturinn tæmdur af vatni og tæknimenn lögreglu halda ofan í bátinn. • Klukkan 11:30 greinir lögregla frá því á blaðamannafundi að enginn hafi fundist í kafbátnum. Litið sé á bátinn sem vettvang mögulegs glæps og vill lögregla meina að bátnum hafi verið sökkt að ásettu ráði. Madsen segir bátinn hins vegar hafa sokkið vegna bilunar í kjölfestutanki. • Lögregla leitar Kim Wall á landi, til sjós og úr lofti.14. ágúst (mánudagur) • Lögregla í Kaupmannahöfn segist ekki útiloka að Wall hafi farið frá borði erlendis, til dæmis í Þýskalandi. • Lögmaður Madsen segir að skjólstæðingur sinni ætli sér ekki að áfrýja gæsluvarðhaldsúrskurðinum. Hann neitar þó áfram sök.16. ágúst (miðvikudagur) • Lögregla segir Madsen nú vera grunaðan um að hafa verið valdur að dauða Wall vegna sérstaks gáleysis.17. ágúst (fimmtudagur) • Lögregla greinir frá því að hún leiti nú látinnar manneskju. Fyrst og fremst sé leitað í Kögeflóa.19. ágúst (laugardagur) • Helsingör Dagblad fullyrðir að Madsen hafi ætlað sér að „laga eitthvað“ í bátnum skömmu áður en hann sökk.21. ágúst (mánudagur) • Kaupmannahafnarlögreglan greinir frá því að Madsen hafi viðurkennt að hafa varpað líki Wall fyrir borð. Segir hann að Wall hafi látið lífið eftir slys um borð. • Hjólreiðamaður hjólar fram á búk við strendur Kögeflóa. Búið er að saga höfuð, hendur og fætur af búknum. Lögregla rannsakar hvort að búkurinn sé af Kim Wall.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Veita frekari upplýsingar um líkið í dag Þangað til biðst danska lögreglan undan frekari viðtölum. Talið er að líkið geti verið af sænsku blaðakonunni Kim Wall. 22. ágúst 2017 07:38 Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen er mjög þekktur maður í Danmörku. Sú staðreynd að hann sitji nú í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur vakið gríðarlega athygli í heimalandi hans og raunar um heim allan. 15. ágúst 2017 15:30 Madsen viðurkennir að hafa varpað líki Kim Wall fyrir borð Danski auðjöfurinn Peter Madsen segir að slys hafi orðið um borð í bátnum sem hafi leitt til dauða hennar. 21. ágúst 2017 08:20 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Veita frekari upplýsingar um líkið í dag Þangað til biðst danska lögreglan undan frekari viðtölum. Talið er að líkið geti verið af sænsku blaðakonunni Kim Wall. 22. ágúst 2017 07:38
Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen er mjög þekktur maður í Danmörku. Sú staðreynd að hann sitji nú í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur vakið gríðarlega athygli í heimalandi hans og raunar um heim allan. 15. ágúst 2017 15:30
Madsen viðurkennir að hafa varpað líki Kim Wall fyrir borð Danski auðjöfurinn Peter Madsen segir að slys hafi orðið um borð í bátnum sem hafi leitt til dauða hennar. 21. ágúst 2017 08:20