Rúmur meirihluti Suður-Kóreumanna telur útilokað að nágrannar þeirra í norðri muni hrinda af stað styrjöld, þrátt fyrir nýlegrar tilraunar þeirra með kjarnavopn. Aðeins rúmur þriðjungur telur hættu á stríði.
Niðurstöður könnunar Gallup benda til þess að landsmenn hafi mun minni áhyggjur af stríði nú en eftir að Norður-Kóreumenn gerðu fyrstu kjarnorkutilraun sína haustið 2006, að því er kemur fram í frétt Reuters.
Sumarið eftir sögðust 51% svarenda búast við stríði en 45% töldu að ekkert yrði af því. Í könnuninni nú sögðust 58% telja að enginn möguleiki væri á að norðanmenn kæmu af stað stríði en 37% óttuðust það.
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur einnig kynnt undir óttann við stríð en hann hefur ítrekað gefið í skyn að hann muni beita hernaðarvaldi, jafnvel kjarnavopnum, gegn Norður-Kóreu.
Síðast í gær sagði hann: „Ef við notum það í Norður-Kóreu verður það afar sorglegur dagur fyrir Norður-Kóreu“.

