Segja að þvinganir muni ekki stöðva þá Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2017 15:50 Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og hershöfðingjar hans. Vísir/AFP Utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu segir að refsiaðgerðir og viðskiptaþvinganir muni ekki stöðva eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlanir ríkisins. Þessi í stað muni slíkar aðgerðir hraða áætlunum Norður-Kóreu. Þá sakar ráðuneytið Bandaríkin um að þvinga önnur ríki til að taka þátt í refsiaðgerðum með því að hóta kjarnorkustríði á Kóreuskaganum. Í tilkynningu á vef KCNA, opinberri fréttaveitu ríkisins, segir ráðuneytið að refsiaðgerðirnar gegn Norður-Kóreu beinist gegn borgurum ríkisins og þær séu „grimmar og siðlausar“ aðgerðir sem ætlað sé að „útrýma“ íbúum Norður-Kóreu.„Kjánalegur draumur“„Bandaríkin eru að kyrkja og kæfa ríki og brjóta vilja þess á bak aftur til að koma vilja sínum yfir það. Er það friðsöm og pólitísk lausn?“ segir á vef KCNA. Enn fremur segir ráðuneytið að Bandaríkin hóti því að beita hernaði og þar með kjarnorkustríði á Kóreuskaganum til að þvinga þjóðir heimsins til að taka þátt í refsiaðgerðunum. „Það er kjánalegur draumur að vona að aðgerðirnar virki gegn Norður-Kóreu þegar þær hafa ekki stöðvað tilraunir ríkisins til að verða kjarnorkuveldi og byggja upp efnahagsveldi í rúma hálfa öld. Frekari aðgerðir Bandaríkjanna og leppríkja þeirra til að beita Norður-Kóreu þvingunum mun einungis auka hraða okkar að því markmiði að verða kjarnorkuveldi.“Norður-Kórea rædd í þaula Fastlega má búast við því að Norður-Kórea verði mikið á milli tannanna á leiðtogum heimsins á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem hófst í dag og verður út vikuna. Markmið refsiaðgerða Sameinuðu þjóðanna er að koma í veg fyrir að Norður-Kórea verði sér út um eldsneyti og tekjur sem nýtast í vopnaáætlanir ríkisins. Ríkið hefur sprengt sex kjarnorkusprengjur á undanförnum árum og skotið fjölda eldflauga á loft á síðustu mánuðum. Allt í trássi við ályktanir Sameinuðu þjóðanna og öryggisráðið. Yfirlýst markmið Norður-Kóreu er að þróa kjarnorkuvopn og eldflaugar sem geta borið slík vopn til meginlands Bandaríkjanna. Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea skaut eldflaug yfir Japan Norður-Kórea skaut eldflaug í austurátt frá borginni Pyongyang. 14. september 2017 22:53 Lengsta eldflaugaskotið hingað til Norður-Kórea skaut eldflaug yfir norðurhluta Japan einunguis nokkrum klukkustundum eftir að hafa hótað því að "sökkva“ Japan með kjarnorkuvopnum. 15. september 2017 11:00 Ætlað að ráða Kim Jong-un af dögum Yfirvöld Suður-Kóreu ætla að stefna herdeild með nokkuð sérstakt markmið. 13. september 2017 14:15 Hóta því að „sökkva“ Japan með kjarnorkuvopnum Norður-Kóreumenn hótuðu því í dag að sökkva Japan með kjarnorkuvopnum og gera Bandaríkin að „ösku og myrkri“. 14. september 2017 13:13 Vara Norður-Kóreu enn einu sinni við eyðileggingu Helstu ráðgjafar Donald Trump fóru fram á að Norður-Kóreumenn létu af eldflauga- og kjarnorkuvopnatilraunum sínum og hættu að hóta Bandaríkjunum eða bandamönnum þeirra. 17. september 2017 20:00 Samþykktu hertar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu Ályktun um refsiaðgerðir var lögð fram af Bandaríkjunum sem breyttu drögunum að henni nokkuð til að fá stuðning Kína og Rússlands í öryggisráðinu. 11. september 2017 23:38 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu segir að refsiaðgerðir og viðskiptaþvinganir muni ekki stöðva eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlanir ríkisins. Þessi í stað muni slíkar aðgerðir hraða áætlunum Norður-Kóreu. Þá sakar ráðuneytið Bandaríkin um að þvinga önnur ríki til að taka þátt í refsiaðgerðum með því að hóta kjarnorkustríði á Kóreuskaganum. Í tilkynningu á vef KCNA, opinberri fréttaveitu ríkisins, segir ráðuneytið að refsiaðgerðirnar gegn Norður-Kóreu beinist gegn borgurum ríkisins og þær séu „grimmar og siðlausar“ aðgerðir sem ætlað sé að „útrýma“ íbúum Norður-Kóreu.„Kjánalegur draumur“„Bandaríkin eru að kyrkja og kæfa ríki og brjóta vilja þess á bak aftur til að koma vilja sínum yfir það. Er það friðsöm og pólitísk lausn?“ segir á vef KCNA. Enn fremur segir ráðuneytið að Bandaríkin hóti því að beita hernaði og þar með kjarnorkustríði á Kóreuskaganum til að þvinga þjóðir heimsins til að taka þátt í refsiaðgerðunum. „Það er kjánalegur draumur að vona að aðgerðirnar virki gegn Norður-Kóreu þegar þær hafa ekki stöðvað tilraunir ríkisins til að verða kjarnorkuveldi og byggja upp efnahagsveldi í rúma hálfa öld. Frekari aðgerðir Bandaríkjanna og leppríkja þeirra til að beita Norður-Kóreu þvingunum mun einungis auka hraða okkar að því markmiði að verða kjarnorkuveldi.“Norður-Kórea rædd í þaula Fastlega má búast við því að Norður-Kórea verði mikið á milli tannanna á leiðtogum heimsins á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem hófst í dag og verður út vikuna. Markmið refsiaðgerða Sameinuðu þjóðanna er að koma í veg fyrir að Norður-Kórea verði sér út um eldsneyti og tekjur sem nýtast í vopnaáætlanir ríkisins. Ríkið hefur sprengt sex kjarnorkusprengjur á undanförnum árum og skotið fjölda eldflauga á loft á síðustu mánuðum. Allt í trássi við ályktanir Sameinuðu þjóðanna og öryggisráðið. Yfirlýst markmið Norður-Kóreu er að þróa kjarnorkuvopn og eldflaugar sem geta borið slík vopn til meginlands Bandaríkjanna.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea skaut eldflaug yfir Japan Norður-Kórea skaut eldflaug í austurátt frá borginni Pyongyang. 14. september 2017 22:53 Lengsta eldflaugaskotið hingað til Norður-Kórea skaut eldflaug yfir norðurhluta Japan einunguis nokkrum klukkustundum eftir að hafa hótað því að "sökkva“ Japan með kjarnorkuvopnum. 15. september 2017 11:00 Ætlað að ráða Kim Jong-un af dögum Yfirvöld Suður-Kóreu ætla að stefna herdeild með nokkuð sérstakt markmið. 13. september 2017 14:15 Hóta því að „sökkva“ Japan með kjarnorkuvopnum Norður-Kóreumenn hótuðu því í dag að sökkva Japan með kjarnorkuvopnum og gera Bandaríkin að „ösku og myrkri“. 14. september 2017 13:13 Vara Norður-Kóreu enn einu sinni við eyðileggingu Helstu ráðgjafar Donald Trump fóru fram á að Norður-Kóreumenn létu af eldflauga- og kjarnorkuvopnatilraunum sínum og hættu að hóta Bandaríkjunum eða bandamönnum þeirra. 17. september 2017 20:00 Samþykktu hertar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu Ályktun um refsiaðgerðir var lögð fram af Bandaríkjunum sem breyttu drögunum að henni nokkuð til að fá stuðning Kína og Rússlands í öryggisráðinu. 11. september 2017 23:38 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Norður-Kórea skaut eldflaug yfir Japan Norður-Kórea skaut eldflaug í austurátt frá borginni Pyongyang. 14. september 2017 22:53
Lengsta eldflaugaskotið hingað til Norður-Kórea skaut eldflaug yfir norðurhluta Japan einunguis nokkrum klukkustundum eftir að hafa hótað því að "sökkva“ Japan með kjarnorkuvopnum. 15. september 2017 11:00
Ætlað að ráða Kim Jong-un af dögum Yfirvöld Suður-Kóreu ætla að stefna herdeild með nokkuð sérstakt markmið. 13. september 2017 14:15
Hóta því að „sökkva“ Japan með kjarnorkuvopnum Norður-Kóreumenn hótuðu því í dag að sökkva Japan með kjarnorkuvopnum og gera Bandaríkin að „ösku og myrkri“. 14. september 2017 13:13
Vara Norður-Kóreu enn einu sinni við eyðileggingu Helstu ráðgjafar Donald Trump fóru fram á að Norður-Kóreumenn létu af eldflauga- og kjarnorkuvopnatilraunum sínum og hættu að hóta Bandaríkjunum eða bandamönnum þeirra. 17. september 2017 20:00
Samþykktu hertar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu Ályktun um refsiaðgerðir var lögð fram af Bandaríkjunum sem breyttu drögunum að henni nokkuð til að fá stuðning Kína og Rússlands í öryggisráðinu. 11. september 2017 23:38