Viðbúnaðarstig hækkað í Lundúnum: Óttast fleiri árásir Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 16. september 2017 09:48 Hermenn koma til með að standa vörð á götum Lundúnarborgar. Vísir/AFP Viðbúnaðarstig hefur verið hækkað í Lundúnum vegna sprengjuárásar sem gerð var í borginni í gær. Theresa May tilkynnti um aðgerðirnar í sjónvarpsútsendingu í gærkvöld. May sagði í yfirlýsingu sinni að sjálfstæð stofnun sem hefur það hlutverk að greina hryðjuverkaógn hafi metið það sem svo að réttast væri að hækka viðbúnaðarstigið. „Mat þeirra [stofnunarinnar] bendir til þess að fleiri árásir gætu verið yfirvofandi,“ sagði May. Hærra viðbúnaðarstig felur meðal annars í sér að hermenn eru gerðir sýnilegir á götum borgarinnar og vopnaburður lögreglu er að sama skapi aukinn. „Almenningur kemur til með að sjá fleiri vopnaða lögregluþjóna, bæði á götum úti og nærri almenningssamgöngum,“ sagði May og bætti við að slíkt myndi fela í sér aukna vernd fyrir Lundúnarbúa meðan á rannsókninni stendur. Sjá einnig: Umfangsmikil leit að hryðjuverkamanni. 29 eru særðir eftir árásina, sem gerð var í Parsons Green lestarstöðinni í Lundúnum. Enginn er í lífshættu. Sprengingin er rannsökuð sem hryðjuverk og leitar lögregla nú árásarmannsins. Lögreglan lýsti því yfir í kjölfar árásinnar að ólíklegt teldist að árásirnar yrðu fleiri en greining fyrrnefndrar stofnunar hefur nú leitt annað í ljós. Yfirlýsingu May má sjá hér fyrir neðan. Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Hundruð lögregluþjóna leita að árásarmanninum Fregnir hafa borist að búið sé að bera kennsl á hann með upptökum úr öryggismyndavélum. 15. september 2017 14:45 Sprenging í lestarkerfi London Lögreglan telur að um hryðjuverk hafi verið að ræða, en enginn dó í árásinni. 15. september 2017 09:47 Mest lesið Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Viðbúnaðarstig hefur verið hækkað í Lundúnum vegna sprengjuárásar sem gerð var í borginni í gær. Theresa May tilkynnti um aðgerðirnar í sjónvarpsútsendingu í gærkvöld. May sagði í yfirlýsingu sinni að sjálfstæð stofnun sem hefur það hlutverk að greina hryðjuverkaógn hafi metið það sem svo að réttast væri að hækka viðbúnaðarstigið. „Mat þeirra [stofnunarinnar] bendir til þess að fleiri árásir gætu verið yfirvofandi,“ sagði May. Hærra viðbúnaðarstig felur meðal annars í sér að hermenn eru gerðir sýnilegir á götum borgarinnar og vopnaburður lögreglu er að sama skapi aukinn. „Almenningur kemur til með að sjá fleiri vopnaða lögregluþjóna, bæði á götum úti og nærri almenningssamgöngum,“ sagði May og bætti við að slíkt myndi fela í sér aukna vernd fyrir Lundúnarbúa meðan á rannsókninni stendur. Sjá einnig: Umfangsmikil leit að hryðjuverkamanni. 29 eru særðir eftir árásina, sem gerð var í Parsons Green lestarstöðinni í Lundúnum. Enginn er í lífshættu. Sprengingin er rannsökuð sem hryðjuverk og leitar lögregla nú árásarmannsins. Lögreglan lýsti því yfir í kjölfar árásinnar að ólíklegt teldist að árásirnar yrðu fleiri en greining fyrrnefndrar stofnunar hefur nú leitt annað í ljós. Yfirlýsingu May má sjá hér fyrir neðan.
Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Hundruð lögregluþjóna leita að árásarmanninum Fregnir hafa borist að búið sé að bera kennsl á hann með upptökum úr öryggismyndavélum. 15. september 2017 14:45 Sprenging í lestarkerfi London Lögreglan telur að um hryðjuverk hafi verið að ræða, en enginn dó í árásinni. 15. september 2017 09:47 Mest lesið Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Hundruð lögregluþjóna leita að árásarmanninum Fregnir hafa borist að búið sé að bera kennsl á hann með upptökum úr öryggismyndavélum. 15. september 2017 14:45
Sprenging í lestarkerfi London Lögreglan telur að um hryðjuverk hafi verið að ræða, en enginn dó í árásinni. 15. september 2017 09:47