Harðari þvinganir gegn Norður-Kóreu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. september 2017 06:00 Trump fundaði með Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, í gær. Nordicphotos/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær um enn frekari viðskiptaþvinganir gegn einræðisríkinu Norður-Kóreu. Tilskipun forsetans veitir fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna heimild til þess að refsa fyrirtækjum og einstaklingum sem stunda viðskipti við Norður-Kóreu. „Við ráðumst í þessar aðgerðir til þess að skera á spenann sem fjármagnar vinnu Norður-Kóreu við að þróa hættulegasta vopn sem maðurinn þekkir,“ sagði forsetinn þegar hann tilkynnti fjölmiðlum um tilskipunina í gær. Stutt er síðan norðurkóreski herinn sprengdi vetnissprengju í fyrsta skipti. Fyrir tveimur vikum refsaði öryggisráð Sameinuðu þjóðanna Norður-Kóreumönnum fyrir tilraunina með viðskiptaþvingunum. Trump sagði einnig að Seðlabanki Kína hefði beint þeim tilmælum til annarra kínverskra banka að hætta öllum viðskiptum við Norður-Kóreumenn. Bandaríkin myndu einna helst beina sjónum sínum að því að draga úr textíl-, fisk-, upplýsingatækni- og framleiðsluiðnaði í Norður-Kóreu.Ri Yong-ho, utanríkisráðherra Norður-Kóreu.Nordicphotos/AFPForsetinn fundaði með leiðtogum Suður-Kóreu og Kína í gær en allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna stendur nú yfir. Fyrr um daginn tjáði Ri Yong-ho, utanríkisráðherra Norður-Kóreu, sig um eldræðu Trumps frá því á mánudag. Var það fyrsta opinbera svar einræðisríkisins við ræðunni. „Ef Trump ætlaði sér að koma okkur á óvart með því að hljóma eins og geltandi hundur er hann í einhvers konar draumalandi,“ sagði Ri Yong-ho, utanríkisráðherra Norður-Kóreu, við blaðamenn á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Trump sagði þá að heimssamfélagið yrði að sameinast gegn Norður-Kóreu og fá ríkisstjórn Kim Jong-un til þess að hætta að þróa kjarnorkuvopn. Ef Norður-Kórea myndi ógna Bandaríkjunum myndi Trump sjá til þess að ríkið yrði gjöreyðilagt. „Eldflaugamaðurinn er í sjálfsmorðsleiðangri,“ sagði Bandaríkjaforsetinn enn fremur og vitnaði þannig í lag Eltons John, Rocket Man. Ri sagðist vorkenna starfsfólki Trumps þegar utanríkisráðherrann var spurður út í Rocket Man-ummælin. Norður-Kórea hefur undanfarið svarað viðskiptaþvingunum með því að gefa í frekar en að draga úr. Þannig var nýsamþykktum þvingunum Sameinuðu þjóðanna til dæmis svarað með því að efla vopnaframleiðslu. Suður-Kórea tilkynnti í gær að ríkið myndi standa fyrir mannúðaraðstoð í norðrinu í fyrsta sinn í nærri tvö ár. Ætlar sameiningarráðuneyti Suður-Kóreu að sjá börnum og óléttum konum fyrir hjálp og stendur til að verja um 860 milljónum króna í verkefnið. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær um enn frekari viðskiptaþvinganir gegn einræðisríkinu Norður-Kóreu. Tilskipun forsetans veitir fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna heimild til þess að refsa fyrirtækjum og einstaklingum sem stunda viðskipti við Norður-Kóreu. „Við ráðumst í þessar aðgerðir til þess að skera á spenann sem fjármagnar vinnu Norður-Kóreu við að þróa hættulegasta vopn sem maðurinn þekkir,“ sagði forsetinn þegar hann tilkynnti fjölmiðlum um tilskipunina í gær. Stutt er síðan norðurkóreski herinn sprengdi vetnissprengju í fyrsta skipti. Fyrir tveimur vikum refsaði öryggisráð Sameinuðu þjóðanna Norður-Kóreumönnum fyrir tilraunina með viðskiptaþvingunum. Trump sagði einnig að Seðlabanki Kína hefði beint þeim tilmælum til annarra kínverskra banka að hætta öllum viðskiptum við Norður-Kóreumenn. Bandaríkin myndu einna helst beina sjónum sínum að því að draga úr textíl-, fisk-, upplýsingatækni- og framleiðsluiðnaði í Norður-Kóreu.Ri Yong-ho, utanríkisráðherra Norður-Kóreu.Nordicphotos/AFPForsetinn fundaði með leiðtogum Suður-Kóreu og Kína í gær en allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna stendur nú yfir. Fyrr um daginn tjáði Ri Yong-ho, utanríkisráðherra Norður-Kóreu, sig um eldræðu Trumps frá því á mánudag. Var það fyrsta opinbera svar einræðisríkisins við ræðunni. „Ef Trump ætlaði sér að koma okkur á óvart með því að hljóma eins og geltandi hundur er hann í einhvers konar draumalandi,“ sagði Ri Yong-ho, utanríkisráðherra Norður-Kóreu, við blaðamenn á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Trump sagði þá að heimssamfélagið yrði að sameinast gegn Norður-Kóreu og fá ríkisstjórn Kim Jong-un til þess að hætta að þróa kjarnorkuvopn. Ef Norður-Kórea myndi ógna Bandaríkjunum myndi Trump sjá til þess að ríkið yrði gjöreyðilagt. „Eldflaugamaðurinn er í sjálfsmorðsleiðangri,“ sagði Bandaríkjaforsetinn enn fremur og vitnaði þannig í lag Eltons John, Rocket Man. Ri sagðist vorkenna starfsfólki Trumps þegar utanríkisráðherrann var spurður út í Rocket Man-ummælin. Norður-Kórea hefur undanfarið svarað viðskiptaþvingunum með því að gefa í frekar en að draga úr. Þannig var nýsamþykktum þvingunum Sameinuðu þjóðanna til dæmis svarað með því að efla vopnaframleiðslu. Suður-Kórea tilkynnti í gær að ríkið myndi standa fyrir mannúðaraðstoð í norðrinu í fyrsta sinn í nærri tvö ár. Ætlar sameiningarráðuneyti Suður-Kóreu að sjá börnum og óléttum konum fyrir hjálp og stendur til að verja um 860 milljónum króna í verkefnið.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira