FBI óskar eftir aðstoð almennings við að varpa ljósi á fjöldamorðið Þórdís Valsdóttir skrifar 7. október 2017 11:15 Paddock skaut út um glugga á herbergi sínu á 32. hæð Mandalay Bay hótelsins í Las Vegas. Vísir/getty Lögregluyfirvöld og Alríkislögregla Bandaríkjanna leita til almennings eftir aðstoð við að varpa ljósi á hvað gekk árásarmanninum Stephen Paddock til þegar hann hleypti skotum á tónlistarhátíð í Las Vegas á mánudag. Lögreglan er enn engu nær um þær ástæður sem kunna að liggja að baki árásinni. Stephen Paddock myrti að minnsta kosti 59 manns og særði 527. Árásin er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna. Kevin McMahill aðstoðarlögreglustjóri sagði að þeir sem hafa rannsakað árásina séu engu nær um ástæðurnar sem liggja að baki árásinni. „Við höfum skoðað bókstaflega allt, þar á meðal einkalíf hins grunaða, möguleg stjórnmálatengsl hans, félagslega hegðun hans, efnahag hans og allar mögulegar tengingar við öfgahópa,“ sagði McMahill á blaðamannafundi. Hann sagði að lögreglan sé búin að fara allar mögulegar leiðir til þess að reyna að skilja hvers vegn Paddock framdi ódæðisverkið og einnig reyna að komast að því hvort aðrir kunna að hafa verið viðriðnir árásina. McMahill segir yfirvöld ekki hafa fundið nein tengsl á milli Paddock og alþjóðlegra hryðjuverkahópa, þrátt fyrir að hryðjuverkasamtökin ISIS hafi lýst yfir ábyrgð á árásinni. Lögregluyfirvöld í Las Vegas og Alríkislögreglan hafa nú brugðið á það ráð að koma fyrir auglýsingaskiltum um gjörvalla Las Vegas borg og hvetja þannig íbúa til að stíga fram ef þau búa yfir einhverjum upplýsingum sem gætu aðstoðað við rannsóknina. Á auglýsingaskiltunum mun standa “Ef þú veist eitthvað, segðu eitthvað”. Á skiltunum verður einnig gjaldfrjálst númer sem þeir sem hafa upplýsingar um málið geta hringt í. Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Opnir fyrir því að banna byssuaukahlut Repúblikanar í báðum deildum bandaríska þingsins vilja skoða hvort rétt væri að banna byssuaukahlut sem lætur sjálfvirk skotvopn skjóta hraðar. 6. október 2017 06:00 Millifærði hundrað þúsund dali á reikning á Filippseyjum Sambýliskona árásarmannsins Stephen Paddock er komin til Bandaríkjanna. 4. október 2017 07:09 Grunar að fjöldamorðinginn í Las Vegas hafi átt sér vitorðsmann Lögregluyfirvöld í Las Vegas segja sönnunargögn benda til þess að Stephen Paddock, fjöldamorðinginn sem myrti 58 manns í borginni á sunnudagskvöld, hafi ætlað að flýja vettvang í stað þess að skjóta sig. 5. október 2017 08:46 Ljósmyndarinn slær á áhyggjurnar Margir hafa gangrýnt birtingu myndar sem farið hefur víða eftir skotárásina í Las Vegas. 5. október 2017 08:43 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Sjá meira
Lögregluyfirvöld og Alríkislögregla Bandaríkjanna leita til almennings eftir aðstoð við að varpa ljósi á hvað gekk árásarmanninum Stephen Paddock til þegar hann hleypti skotum á tónlistarhátíð í Las Vegas á mánudag. Lögreglan er enn engu nær um þær ástæður sem kunna að liggja að baki árásinni. Stephen Paddock myrti að minnsta kosti 59 manns og særði 527. Árásin er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna. Kevin McMahill aðstoðarlögreglustjóri sagði að þeir sem hafa rannsakað árásina séu engu nær um ástæðurnar sem liggja að baki árásinni. „Við höfum skoðað bókstaflega allt, þar á meðal einkalíf hins grunaða, möguleg stjórnmálatengsl hans, félagslega hegðun hans, efnahag hans og allar mögulegar tengingar við öfgahópa,“ sagði McMahill á blaðamannafundi. Hann sagði að lögreglan sé búin að fara allar mögulegar leiðir til þess að reyna að skilja hvers vegn Paddock framdi ódæðisverkið og einnig reyna að komast að því hvort aðrir kunna að hafa verið viðriðnir árásina. McMahill segir yfirvöld ekki hafa fundið nein tengsl á milli Paddock og alþjóðlegra hryðjuverkahópa, þrátt fyrir að hryðjuverkasamtökin ISIS hafi lýst yfir ábyrgð á árásinni. Lögregluyfirvöld í Las Vegas og Alríkislögreglan hafa nú brugðið á það ráð að koma fyrir auglýsingaskiltum um gjörvalla Las Vegas borg og hvetja þannig íbúa til að stíga fram ef þau búa yfir einhverjum upplýsingum sem gætu aðstoðað við rannsóknina. Á auglýsingaskiltunum mun standa “Ef þú veist eitthvað, segðu eitthvað”. Á skiltunum verður einnig gjaldfrjálst númer sem þeir sem hafa upplýsingar um málið geta hringt í.
Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Opnir fyrir því að banna byssuaukahlut Repúblikanar í báðum deildum bandaríska þingsins vilja skoða hvort rétt væri að banna byssuaukahlut sem lætur sjálfvirk skotvopn skjóta hraðar. 6. október 2017 06:00 Millifærði hundrað þúsund dali á reikning á Filippseyjum Sambýliskona árásarmannsins Stephen Paddock er komin til Bandaríkjanna. 4. október 2017 07:09 Grunar að fjöldamorðinginn í Las Vegas hafi átt sér vitorðsmann Lögregluyfirvöld í Las Vegas segja sönnunargögn benda til þess að Stephen Paddock, fjöldamorðinginn sem myrti 58 manns í borginni á sunnudagskvöld, hafi ætlað að flýja vettvang í stað þess að skjóta sig. 5. október 2017 08:46 Ljósmyndarinn slær á áhyggjurnar Margir hafa gangrýnt birtingu myndar sem farið hefur víða eftir skotárásina í Las Vegas. 5. október 2017 08:43 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Sjá meira
Opnir fyrir því að banna byssuaukahlut Repúblikanar í báðum deildum bandaríska þingsins vilja skoða hvort rétt væri að banna byssuaukahlut sem lætur sjálfvirk skotvopn skjóta hraðar. 6. október 2017 06:00
Millifærði hundrað þúsund dali á reikning á Filippseyjum Sambýliskona árásarmannsins Stephen Paddock er komin til Bandaríkjanna. 4. október 2017 07:09
Grunar að fjöldamorðinginn í Las Vegas hafi átt sér vitorðsmann Lögregluyfirvöld í Las Vegas segja sönnunargögn benda til þess að Stephen Paddock, fjöldamorðinginn sem myrti 58 manns í borginni á sunnudagskvöld, hafi ætlað að flýja vettvang í stað þess að skjóta sig. 5. október 2017 08:46
Ljósmyndarinn slær á áhyggjurnar Margir hafa gangrýnt birtingu myndar sem farið hefur víða eftir skotárásina í Las Vegas. 5. október 2017 08:43