Grunar að fjöldamorðinginn í Las Vegas hafi átt sér vitorðsmann Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. október 2017 08:46 Stephen Paddock var 64 ára gamall. Lögreglan er engu nær um ástæður þess að hann hóf skothríð úr herbergi sínu á Mandalay-hótelinu í Las Vegas á sunnudagskvöld. Lögregluyfirvöld í Las Vegas segja sönnunargögn benda til þess að Stephen Paddock, fjöldamorðinginn sem myrti 58 manns í borginni á sunnudagskvöld, hafi ætlað að flýja vettvang í stað þess að skjóta sig. Þannig telur lögreglan að það hafi ekki verið áætlun hans að fremja sjálfsvíg, líkt og hann gerði, heldur að lifa árásina af og flýja af vettvangi. Þetta kom fram á blaðamannafundi Joseph Lombardo, lögreglustjóra Las Vegas, í nótt. Hann sagði að svo virtist sem Paddock hefði verið í áratugi að sanka að sér vopnum en bara á síðastliðnu ári keypti hann 33 skotvopn. Lögregluna grunar að hann hafi átt sér vitorðsmann sem hafi hjálpað honum að undirbúa skotárásina en hafa þó ekki neinar tilgátur um hver það gæti verið. Þá hafði Paddock leigt sér aðra hótelíbúð í Las Vegas með útsýni yfir aðra tónlistarhátíðina helgina áður en hann lét til skarar skríða. Lögregluyfirvöld telja að það sé ekki Marilou Danley, sambýliskona Paddock. Hún var erlendis þegar hann gerði árásina og sagði lögreglu að hún hefði ekki haft hugmynd um áætlanir hans. Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að líf Paddock var sveipað leyndarhjúpi svo ákaflega lítið er vitað um manninn og ekkert um ástæður blóðbaðsins. Meira en 100 rannsóknarlögreglumenn hafa síðastliðna þrjá daga farið í gegnum líf Paddock og skoðað nánast hvert smáatriði, en án mikils árangurs. „Það sem við vitum er að Paddock var maður sem var áratugum saman að sanka að sér vopnum og skotfærum. Þá lifði hann lífi sem er sveipað leyndarhjúp. Við erum engu nær um það hvað það var sem leiddi til þess að hann gerði þessa árás,“ sagði Lombardo á blaðamannafundinum í gær. Skotárásin stóð í níu til ellefu mínútur að sögn Lombardo. Auk þeirra tuga sem Paddock myrti særði hann hátt í 500 manns. Byggt á fréttum Guardian og CNN. Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Millifærði hundrað þúsund dali á reikning á Filippseyjum Sambýliskona árásarmannsins Stephen Paddock er komin til Bandaríkjanna. 4. október 2017 07:09 Birtu myndband úr myndavélum lögregluþjóna sem skotið var á Á myndbandinu má sjá hve mikið óvissa var á svæðinu og einnig má sjá lögregluþjóna leita skjóls segar Stephen Paddock skaut í áttina að þeim. 4. október 2017 11:06 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
Lögregluyfirvöld í Las Vegas segja sönnunargögn benda til þess að Stephen Paddock, fjöldamorðinginn sem myrti 58 manns í borginni á sunnudagskvöld, hafi ætlað að flýja vettvang í stað þess að skjóta sig. Þannig telur lögreglan að það hafi ekki verið áætlun hans að fremja sjálfsvíg, líkt og hann gerði, heldur að lifa árásina af og flýja af vettvangi. Þetta kom fram á blaðamannafundi Joseph Lombardo, lögreglustjóra Las Vegas, í nótt. Hann sagði að svo virtist sem Paddock hefði verið í áratugi að sanka að sér vopnum en bara á síðastliðnu ári keypti hann 33 skotvopn. Lögregluna grunar að hann hafi átt sér vitorðsmann sem hafi hjálpað honum að undirbúa skotárásina en hafa þó ekki neinar tilgátur um hver það gæti verið. Þá hafði Paddock leigt sér aðra hótelíbúð í Las Vegas með útsýni yfir aðra tónlistarhátíðina helgina áður en hann lét til skarar skríða. Lögregluyfirvöld telja að það sé ekki Marilou Danley, sambýliskona Paddock. Hún var erlendis þegar hann gerði árásina og sagði lögreglu að hún hefði ekki haft hugmynd um áætlanir hans. Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að líf Paddock var sveipað leyndarhjúpi svo ákaflega lítið er vitað um manninn og ekkert um ástæður blóðbaðsins. Meira en 100 rannsóknarlögreglumenn hafa síðastliðna þrjá daga farið í gegnum líf Paddock og skoðað nánast hvert smáatriði, en án mikils árangurs. „Það sem við vitum er að Paddock var maður sem var áratugum saman að sanka að sér vopnum og skotfærum. Þá lifði hann lífi sem er sveipað leyndarhjúp. Við erum engu nær um það hvað það var sem leiddi til þess að hann gerði þessa árás,“ sagði Lombardo á blaðamannafundinum í gær. Skotárásin stóð í níu til ellefu mínútur að sögn Lombardo. Auk þeirra tuga sem Paddock myrti særði hann hátt í 500 manns. Byggt á fréttum Guardian og CNN.
Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Millifærði hundrað þúsund dali á reikning á Filippseyjum Sambýliskona árásarmannsins Stephen Paddock er komin til Bandaríkjanna. 4. október 2017 07:09 Birtu myndband úr myndavélum lögregluþjóna sem skotið var á Á myndbandinu má sjá hve mikið óvissa var á svæðinu og einnig má sjá lögregluþjóna leita skjóls segar Stephen Paddock skaut í áttina að þeim. 4. október 2017 11:06 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
Millifærði hundrað þúsund dali á reikning á Filippseyjum Sambýliskona árásarmannsins Stephen Paddock er komin til Bandaríkjanna. 4. október 2017 07:09
Birtu myndband úr myndavélum lögregluþjóna sem skotið var á Á myndbandinu má sjá hve mikið óvissa var á svæðinu og einnig má sjá lögregluþjóna leita skjóls segar Stephen Paddock skaut í áttina að þeim. 4. október 2017 11:06