Ljósmyndarinn slær á áhyggjurnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. október 2017 08:43 Ljósmyndin af parinu hefur farið víða og jafnvel legið undir gagnrýni. Vísir/Getty Ljósmyndarinn sem fangaði eitt af óhugnanlegustu augnablikunum í kjölfar árásarinnar í Las Vegas á sunnudag segir að myndefni sitt hafi staðið upp og hlaupið á brott. Á myndinni, sem sjá má hér að ofan, sést hvernig maður skýlir konu sem liggur á bakinu, umkringd hvers kyns rusli sem tónleikagestirnir 22 þúsund höfðu í höndunum þegar Stephen Paddock hóf skothríðina. Alls létust um 59 manns í árásinni og næstum 500 særðust. Konan á myndinni virðist sárþjáð og hafa margir velt vöngum yfir líðan hennar eftir að skothríðinni lauk. Einhverjir hafa jafnvel gagnrýnt fjölmiðla fyrir að nota myndina enda ekki ljóst hvort konan hafi haft það af eða ekki. Ljósmyndari myndaveitunnar Getty, David Becker, segir þó í samtali við Time að hann hafi séð parið standa upp og hlaupa af tónleikasvæðinu.Reif upp myndavélina í kúlnahríðinni„Ég veit ekki hvort hún særðist en maðurinn reyndi augjóslega að verja hana og skýla henni,“ sagði Becker. Hann hafði verið sendur á hátíðina til að ná myndum af Jaseon Aldean, kántrístjörnunni sem stóð á sviðinu þegar Paddock hleypti af. Becker tekur í sama streng og önnur vitni sem hafa lýst atburðarásinni, hann hafi ekki vitað í fyrstu hvort smellirnir sem hann heyrðu væru flugeldar eða skothvellir. Hann hafi þó áttað sig á alvöru málsins þegar hann sá óttann í augum fólks og ringulreiðina sem skapaðist í mannhafinu. Þá hafi hann rifið upp myndavélina og gert sitt besta við að fanga augnablikið, sem hann grunaði að gæti yrði sögulegt.Sjá einnig: Grunar að fjöldamorðinginn í Las Vegas hafi átt sér vitorðsmann Hann hafi þó fengið áfall þegar hann hélt aftur inn í fjölmiðlatjald tónlistarhátíðarinnar, þar sem hann hafði verið fyrr um kvöldið að störfum. „Ég sá fólk þakið blóði og hugsaði með mér. „Guð minn góður, þetta er raunverulegt,“ sagði Becker við Time. Honum var fylgt af svæðinu skömmu síðar. Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Millifærði hundrað þúsund dali á reikning á Filippseyjum Sambýliskona árásarmannsins Stephen Paddock er komin til Bandaríkjanna. 4. október 2017 07:09 Keypti 33 byssur á einu ári Stephen Paddock hafði breytt tólf rifflum til að skjóta mörgum skotum úr þeim á skömmum tíma. 4. október 2017 14:00 Grunar að fjöldamorðinginn í Las Vegas hafi átt sér vitorðsmann Lögregluyfirvöld í Las Vegas segja sönnunargögn benda til þess að Stephen Paddock, fjöldamorðinginn sem myrti 58 manns í borginni á sunnudagskvöld, hafi ætlað að flýja vettvang í stað þess að skjóta sig. 5. október 2017 08:46 Kærasta fjöldamorðingjans var grunlaus um hvað væri í vændum Ekkert í fari fjöldamorðingjans í Las Vegas gaf kærustu hans tilefni til að ætla að hann ynni að undirbúningi voðaverka. 4. október 2017 22:55 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Sjá meira
Ljósmyndarinn sem fangaði eitt af óhugnanlegustu augnablikunum í kjölfar árásarinnar í Las Vegas á sunnudag segir að myndefni sitt hafi staðið upp og hlaupið á brott. Á myndinni, sem sjá má hér að ofan, sést hvernig maður skýlir konu sem liggur á bakinu, umkringd hvers kyns rusli sem tónleikagestirnir 22 þúsund höfðu í höndunum þegar Stephen Paddock hóf skothríðina. Alls létust um 59 manns í árásinni og næstum 500 særðust. Konan á myndinni virðist sárþjáð og hafa margir velt vöngum yfir líðan hennar eftir að skothríðinni lauk. Einhverjir hafa jafnvel gagnrýnt fjölmiðla fyrir að nota myndina enda ekki ljóst hvort konan hafi haft það af eða ekki. Ljósmyndari myndaveitunnar Getty, David Becker, segir þó í samtali við Time að hann hafi séð parið standa upp og hlaupa af tónleikasvæðinu.Reif upp myndavélina í kúlnahríðinni„Ég veit ekki hvort hún særðist en maðurinn reyndi augjóslega að verja hana og skýla henni,“ sagði Becker. Hann hafði verið sendur á hátíðina til að ná myndum af Jaseon Aldean, kántrístjörnunni sem stóð á sviðinu þegar Paddock hleypti af. Becker tekur í sama streng og önnur vitni sem hafa lýst atburðarásinni, hann hafi ekki vitað í fyrstu hvort smellirnir sem hann heyrðu væru flugeldar eða skothvellir. Hann hafi þó áttað sig á alvöru málsins þegar hann sá óttann í augum fólks og ringulreiðina sem skapaðist í mannhafinu. Þá hafi hann rifið upp myndavélina og gert sitt besta við að fanga augnablikið, sem hann grunaði að gæti yrði sögulegt.Sjá einnig: Grunar að fjöldamorðinginn í Las Vegas hafi átt sér vitorðsmann Hann hafi þó fengið áfall þegar hann hélt aftur inn í fjölmiðlatjald tónlistarhátíðarinnar, þar sem hann hafði verið fyrr um kvöldið að störfum. „Ég sá fólk þakið blóði og hugsaði með mér. „Guð minn góður, þetta er raunverulegt,“ sagði Becker við Time. Honum var fylgt af svæðinu skömmu síðar.
Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Millifærði hundrað þúsund dali á reikning á Filippseyjum Sambýliskona árásarmannsins Stephen Paddock er komin til Bandaríkjanna. 4. október 2017 07:09 Keypti 33 byssur á einu ári Stephen Paddock hafði breytt tólf rifflum til að skjóta mörgum skotum úr þeim á skömmum tíma. 4. október 2017 14:00 Grunar að fjöldamorðinginn í Las Vegas hafi átt sér vitorðsmann Lögregluyfirvöld í Las Vegas segja sönnunargögn benda til þess að Stephen Paddock, fjöldamorðinginn sem myrti 58 manns í borginni á sunnudagskvöld, hafi ætlað að flýja vettvang í stað þess að skjóta sig. 5. október 2017 08:46 Kærasta fjöldamorðingjans var grunlaus um hvað væri í vændum Ekkert í fari fjöldamorðingjans í Las Vegas gaf kærustu hans tilefni til að ætla að hann ynni að undirbúningi voðaverka. 4. október 2017 22:55 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Sjá meira
Millifærði hundrað þúsund dali á reikning á Filippseyjum Sambýliskona árásarmannsins Stephen Paddock er komin til Bandaríkjanna. 4. október 2017 07:09
Keypti 33 byssur á einu ári Stephen Paddock hafði breytt tólf rifflum til að skjóta mörgum skotum úr þeim á skömmum tíma. 4. október 2017 14:00
Grunar að fjöldamorðinginn í Las Vegas hafi átt sér vitorðsmann Lögregluyfirvöld í Las Vegas segja sönnunargögn benda til þess að Stephen Paddock, fjöldamorðinginn sem myrti 58 manns í borginni á sunnudagskvöld, hafi ætlað að flýja vettvang í stað þess að skjóta sig. 5. október 2017 08:46
Kærasta fjöldamorðingjans var grunlaus um hvað væri í vændum Ekkert í fari fjöldamorðingjans í Las Vegas gaf kærustu hans tilefni til að ætla að hann ynni að undirbúningi voðaverka. 4. október 2017 22:55