Katalónar sjálfstæðir um eða eftir helgina Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. október 2017 06:00 Katalónar hyggjast lýsa yfir sjálfstæði innan nokkurra daga. vísir/afp Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu á Spáni, sagði í gær að héraðið myndi lýsa yfir sjálfstæði innan 48 klukkustunda eftir að öll atkvæði í kosningum sunnudagsins hefðu verið talin. Hann býst við að það gerist um eða eftir helgi. Kosningarnar eru umdeildar en Spánverjar lýstu þær ólöglegar og kröfðust þess að þær færu ekki fram. Héraðsstjórnin hélt hins vegar ótrauð áfram og var spænska lögreglan send til héraðsins. Átök brutust út og særðust nærri 900 í átökum við lögreglu. Níutíu prósent atkvæða féllu sjálfstæði í vil en kjörsókn var rúm fjörutíu prósent. Katalónar héldu áfram mótmælum í gær og beindist reiðin nú að Filippusi sjötta Spánarkonungi sem sagði á þriðjudag að leiðtogar Katalóníu hefðu, með því að halda kosningarnar, svívirt yfirvöld og brotið lýðræðislegar hefðir. Óljóst er hvort Katalónía verði sjálfstæð í bráð og nærri öruggt er að Spánverjar munu ekki samþykkja sjálfstæðisyfirlýsingu Puigdemont-stjórnarinnar. Það er þó áhugavert að skoða hvort Katalónía hafi burði til þess að standa sjálfstæð. Í úttekt BBC í gær kemur fram að Katalónar hafi sitt eigið tungumál, fána, leiðtoga og þing. Þá eru Katalónar með sína eigin lögreglu, fjarskiptastofnun, sína eigin ræðismenn erlendis, skóla og heilbrigðisstofnanir. Hins vegar skortir landamæragæslu, tollgæslu, sendiráð, varnarlið, seðlabanka og margt fleira. Efnahagur Katalóníu er sterkari en í ýmsum öðrum héröðum Spánar. Eitt helsta slagorð katalónskra sjálfstæðissinna er „Madríd rænir okkur“ og vísar til þess að Katalónía greiðir meira til spænska ríkisins en samanlagt virði þess sem Katalónar fá frá ríkinu er. Alls greiða Katalónar um tíu milljarða evra, andvirði 12 billjóna króna, meira til Spánar en þeir fá. Þó er viðbúið að stór hluti mismunarins myndi fara í að koma upp innviðum í sjálfstæðri Katalóníu. Ferðaþjónusta í Katalóníu er sterk sömuleiðis en átján af þeim 75 ferðamönnum sem heimsækja Spán heimsækja Katalóníu og stendur hún þar fremst í flokki á meðal spænskra héraða. Þýðir það að 24 prósent ferðamanna heimsækja Katalóníu en Katalónar eru sextán prósent Spánverja. Á móti sjálfstæðri Katalóníu vinnur sú staðreynd að héraðið skuldar 77 milljarða evra sem samsvarar 35,4 prósentum af vergri landsframleiðslu héraðsins. Þar af skuldar Katalónía Spánverjum 52 milljarða evra. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Fleiri fréttir ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Sjá meira
Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu á Spáni, sagði í gær að héraðið myndi lýsa yfir sjálfstæði innan 48 klukkustunda eftir að öll atkvæði í kosningum sunnudagsins hefðu verið talin. Hann býst við að það gerist um eða eftir helgi. Kosningarnar eru umdeildar en Spánverjar lýstu þær ólöglegar og kröfðust þess að þær færu ekki fram. Héraðsstjórnin hélt hins vegar ótrauð áfram og var spænska lögreglan send til héraðsins. Átök brutust út og særðust nærri 900 í átökum við lögreglu. Níutíu prósent atkvæða féllu sjálfstæði í vil en kjörsókn var rúm fjörutíu prósent. Katalónar héldu áfram mótmælum í gær og beindist reiðin nú að Filippusi sjötta Spánarkonungi sem sagði á þriðjudag að leiðtogar Katalóníu hefðu, með því að halda kosningarnar, svívirt yfirvöld og brotið lýðræðislegar hefðir. Óljóst er hvort Katalónía verði sjálfstæð í bráð og nærri öruggt er að Spánverjar munu ekki samþykkja sjálfstæðisyfirlýsingu Puigdemont-stjórnarinnar. Það er þó áhugavert að skoða hvort Katalónía hafi burði til þess að standa sjálfstæð. Í úttekt BBC í gær kemur fram að Katalónar hafi sitt eigið tungumál, fána, leiðtoga og þing. Þá eru Katalónar með sína eigin lögreglu, fjarskiptastofnun, sína eigin ræðismenn erlendis, skóla og heilbrigðisstofnanir. Hins vegar skortir landamæragæslu, tollgæslu, sendiráð, varnarlið, seðlabanka og margt fleira. Efnahagur Katalóníu er sterkari en í ýmsum öðrum héröðum Spánar. Eitt helsta slagorð katalónskra sjálfstæðissinna er „Madríd rænir okkur“ og vísar til þess að Katalónía greiðir meira til spænska ríkisins en samanlagt virði þess sem Katalónar fá frá ríkinu er. Alls greiða Katalónar um tíu milljarða evra, andvirði 12 billjóna króna, meira til Spánar en þeir fá. Þó er viðbúið að stór hluti mismunarins myndi fara í að koma upp innviðum í sjálfstæðri Katalóníu. Ferðaþjónusta í Katalóníu er sterk sömuleiðis en átján af þeim 75 ferðamönnum sem heimsækja Spán heimsækja Katalóníu og stendur hún þar fremst í flokki á meðal spænskra héraða. Þýðir það að 24 prósent ferðamanna heimsækja Katalóníu en Katalónar eru sextán prósent Spánverja. Á móti sjálfstæðri Katalóníu vinnur sú staðreynd að héraðið skuldar 77 milljarða evra sem samsvarar 35,4 prósentum af vergri landsframleiðslu héraðsins. Þar af skuldar Katalónía Spánverjum 52 milljarða evra.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Fleiri fréttir ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Sjá meira