Mannskæðasta skotárás í sögu Bandaríkjanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. október 2017 11:42 Að minnsta kosti 50 létust í árásinni og yfir 200 manns eru særðir. vísir/afp Skotárásin í Las Vegas í morgun er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna á síðari tímum. Að minnsta kosti 50 eru látnir og meira en 200 manns eru særðir. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. Mannskæðasta árásin var áður skotárás sem gerð var á skemmtistað hinsegin fólks í Orlando í Flórída í fyrra. Þá voru 49 manns skotnir til bana. Árásarmaðurinn í Las Vegas hét Stephen Paddock. Hann var skotinn til bana af lögreglu. Paddock var 64 ára gamall en fjöldi skotvopna fannst á hótelherbergi hans á Mandalay-hótelinu þaðan sem hann skaut en herbergið er á 32. hæð. Hinu megin við götuna frá hótelinu fór fram tónlistarhátíð utandyra þar sem um 40 þúsund manns voru komnir saman. Paddock skaut frá hótelinu sínu á mannfjöldann. Talið er að Paddock hafi verið einn að verki og tengist ekki neinum hryðjuverkahópum. Ekkert er vitað um ástæður árásarinnar. Lögreglan hóf strax leit að konu Paddock, Marilou Danley, og telur sig nú hafa fundið út hvar hún er. Vill lögreglan yfirheyra hana vegna málsins. Paddock bjó í Mesquite í Nevada. Lögreglan leitar nú í húsi hans að vísbendingum og þá er hún búin að finna tvö ökutæki í hans eigu. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór á Twitter áðan og sendi samúðarkveðjur til fórnarlamba árásarinnar og aðstandenda þeirra.My warmest condolences and sympathies to the victims and families of the terrible Las Vegas shooting. God bless you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 2, 2017
Skotárásin í Las Vegas í morgun er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna á síðari tímum. Að minnsta kosti 50 eru látnir og meira en 200 manns eru særðir. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. Mannskæðasta árásin var áður skotárás sem gerð var á skemmtistað hinsegin fólks í Orlando í Flórída í fyrra. Þá voru 49 manns skotnir til bana. Árásarmaðurinn í Las Vegas hét Stephen Paddock. Hann var skotinn til bana af lögreglu. Paddock var 64 ára gamall en fjöldi skotvopna fannst á hótelherbergi hans á Mandalay-hótelinu þaðan sem hann skaut en herbergið er á 32. hæð. Hinu megin við götuna frá hótelinu fór fram tónlistarhátíð utandyra þar sem um 40 þúsund manns voru komnir saman. Paddock skaut frá hótelinu sínu á mannfjöldann. Talið er að Paddock hafi verið einn að verki og tengist ekki neinum hryðjuverkahópum. Ekkert er vitað um ástæður árásarinnar. Lögreglan hóf strax leit að konu Paddock, Marilou Danley, og telur sig nú hafa fundið út hvar hún er. Vill lögreglan yfirheyra hana vegna málsins. Paddock bjó í Mesquite í Nevada. Lögreglan leitar nú í húsi hans að vísbendingum og þá er hún búin að finna tvö ökutæki í hans eigu. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór á Twitter áðan og sendi samúðarkveðjur til fórnarlamba árásarinnar og aðstandenda þeirra.My warmest condolences and sympathies to the victims and families of the terrible Las Vegas shooting. God bless you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 2, 2017
Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Í beinni: Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39 Íslendingur á Mandalay-hótelinu: „Skotunum rigndi yfir mannskapinn“ Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp, segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas hlaupa og tvístrast eftir að maður hóf skotárás frá 32. hæð Mandalay-hótelsins. 2. október 2017 10:49 Tugir skotnir til bana þegar Aldean stóð á sviðinu: „Þetta hefur verið skelfilegt kvöld“ Yfir 50 eru sagðir látnir og fleiri en tvö hundruð særðir eftir að 64 ára karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 12:30 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Sjá meira
Í beinni: Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39
Íslendingur á Mandalay-hótelinu: „Skotunum rigndi yfir mannskapinn“ Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp, segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas hlaupa og tvístrast eftir að maður hóf skotárás frá 32. hæð Mandalay-hótelsins. 2. október 2017 10:49
Tugir skotnir til bana þegar Aldean stóð á sviðinu: „Þetta hefur verið skelfilegt kvöld“ Yfir 50 eru sagðir látnir og fleiri en tvö hundruð særðir eftir að 64 ára karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 12:30