Krefst þess að lögregla láti af aðgerðum gegn „varnarlausum íbúum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. október 2017 16:45 Til harðra átaka hefur komið á milli lögreglu og íbúa í Katalóníu vegna kosninga um sjálfstæði héraðsins. Vísir/afp Borgarstjóri Barselóna, Ada Colau, segir 460 manns nú hafa særst í átökum milli lögreglu og íbúa í Katalóníu. Áður hafði verið greint frá því að 337 mótmælendur væru særðir en ástandið í spænska héraðinu er eldfimt í kjölfar kosninga um sjálfstæði Katalóníu. Colau krefst þess að lögregla láti tafarlaust af aðgerðum í héraðinu. Yfirvöld á Spáni hafa heitið því að koma í veg fyrir kosninguna og hefur stjórnarskrárréttur Spánar sagt atkvæðagreiðsluna ólöglega. Til harðra átaka hefur komið á milli lögreglu og íbúa í Katalóníu en fjölmennar sveitir lögregluþjóna hafa verið sendar á staðinn.Ada Colau, borgarstjóri Barselóna, á kjörstað í dag.Vísir/AFPAda Colau, borgarstjóri Barselóna, greindi frá því á Twitter-reikningi sínum nú síðdegis að tala særðra úr hópi mótmælenda í Katalóníu væri komin upp í 460. Þá hafði áður verið gefið út að 337 mótmælenda hefðu særst í átökum við lögreglu. „Nú þegar eru yfir 460 manns særðir í Katalóníu. Sem borgarstjóri Barselóna krefst ég þess að tafarlaust lát verði á aðgerðum lögreglu gegn varnarlausum íbúunum,“ sagði í yfirlýsingu Colau.Over 460 people injured in Catalonia already. As Mayor of BCN I demand an immediate end to police charges against the defenceless population https://t.co/412z6Jacap— Ada Colau (@AdaColau) October 1, 2017 Lögreglusveitir á vegum spænsku ríkisstjórnarinnar reyna nú allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að íbúar Katalóníu kjósi í sjálfstæðiskosningunum en lögregluþjónar í óeirðarbúningum hafa til að mynda skotið gúmmískotum að mótmælendum og barið þá með kylfum. Þá hafa kjörseðlar og kjörkassar verið gerðir upptækir á kjörstöðum víðsvegar um héraðið.Sjá einnig: Börsungar skoruðu þrjú í þögninniSjálfstæði Katalóníu er mörgum íbúum héraðsins hjartans mál en þessi mynd var tekin á kjörstað í dag.Vísir/AFPÍ tilkynningu frá spænska innanríkisráðuneytinu í dag var greint frá því að 12 lögregluþjónar hefðu særst í átökunum og að þrír hefðu verið handteknir. Þá hefur 92 kjörstöðum verið lokað. Júlia Graell, sem komið hafði á kjörstað til að kjósa, sagði í samtali við BBC að lögregluþjónar hefðu sparkað í fólk, „gamalt og ungt.“ „Í dag hef ég orðið vitni að verstu aðgerðum sem ríkisstjórn getur staðið að gegn sinni eigin þjóð.“ Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Átök í Katalóníu Minnst ellefu lögregluþjónar og 337 mótmælendur eru særðir. 1. október 2017 13:04 Brutu sér leið inn á kjörstað í Katalóníu Birgitta Jónsdóttir er stödd á Spáni að fylgjast með kosningunum. 1. október 2017 08:33 Mikil spenna á Spáni Íbúar Katalóníu setja stefnuna á kjörklefa á morgun til að greiða atkvæði um sjálfstæði. 30. september 2017 14:05 Katalónar ganga til kosninga á morgun Mikill titringur er í Katalóníu en yfirvöld á Spáni reyna hvað þau geta til þess að hindra framgang kosninganna. 30. september 2017 23:57 Spænska lögreglan mun reyna að loka kjörstöðum Ekkert verður úr þjóðaratkvæðagreiðslu Katalóna sem fara átti fram næstkomandi sunnudag ef marka má orð talsmanns spænsku ríkisstjórnarinnar. 29. september 2017 21:00 Börsungar skoruðu þrjú í þögninni Barcelona er með fullt hús stiga eftir sjö umferðir í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir öruggan 3-0 sigur á Las Palmas á Nou Camp í dag. 1. október 2017 16:15 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Sjá meira
Borgarstjóri Barselóna, Ada Colau, segir 460 manns nú hafa særst í átökum milli lögreglu og íbúa í Katalóníu. Áður hafði verið greint frá því að 337 mótmælendur væru særðir en ástandið í spænska héraðinu er eldfimt í kjölfar kosninga um sjálfstæði Katalóníu. Colau krefst þess að lögregla láti tafarlaust af aðgerðum í héraðinu. Yfirvöld á Spáni hafa heitið því að koma í veg fyrir kosninguna og hefur stjórnarskrárréttur Spánar sagt atkvæðagreiðsluna ólöglega. Til harðra átaka hefur komið á milli lögreglu og íbúa í Katalóníu en fjölmennar sveitir lögregluþjóna hafa verið sendar á staðinn.Ada Colau, borgarstjóri Barselóna, á kjörstað í dag.Vísir/AFPAda Colau, borgarstjóri Barselóna, greindi frá því á Twitter-reikningi sínum nú síðdegis að tala særðra úr hópi mótmælenda í Katalóníu væri komin upp í 460. Þá hafði áður verið gefið út að 337 mótmælenda hefðu særst í átökum við lögreglu. „Nú þegar eru yfir 460 manns særðir í Katalóníu. Sem borgarstjóri Barselóna krefst ég þess að tafarlaust lát verði á aðgerðum lögreglu gegn varnarlausum íbúunum,“ sagði í yfirlýsingu Colau.Over 460 people injured in Catalonia already. As Mayor of BCN I demand an immediate end to police charges against the defenceless population https://t.co/412z6Jacap— Ada Colau (@AdaColau) October 1, 2017 Lögreglusveitir á vegum spænsku ríkisstjórnarinnar reyna nú allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að íbúar Katalóníu kjósi í sjálfstæðiskosningunum en lögregluþjónar í óeirðarbúningum hafa til að mynda skotið gúmmískotum að mótmælendum og barið þá með kylfum. Þá hafa kjörseðlar og kjörkassar verið gerðir upptækir á kjörstöðum víðsvegar um héraðið.Sjá einnig: Börsungar skoruðu þrjú í þögninniSjálfstæði Katalóníu er mörgum íbúum héraðsins hjartans mál en þessi mynd var tekin á kjörstað í dag.Vísir/AFPÍ tilkynningu frá spænska innanríkisráðuneytinu í dag var greint frá því að 12 lögregluþjónar hefðu særst í átökunum og að þrír hefðu verið handteknir. Þá hefur 92 kjörstöðum verið lokað. Júlia Graell, sem komið hafði á kjörstað til að kjósa, sagði í samtali við BBC að lögregluþjónar hefðu sparkað í fólk, „gamalt og ungt.“ „Í dag hef ég orðið vitni að verstu aðgerðum sem ríkisstjórn getur staðið að gegn sinni eigin þjóð.“
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Átök í Katalóníu Minnst ellefu lögregluþjónar og 337 mótmælendur eru særðir. 1. október 2017 13:04 Brutu sér leið inn á kjörstað í Katalóníu Birgitta Jónsdóttir er stödd á Spáni að fylgjast með kosningunum. 1. október 2017 08:33 Mikil spenna á Spáni Íbúar Katalóníu setja stefnuna á kjörklefa á morgun til að greiða atkvæði um sjálfstæði. 30. september 2017 14:05 Katalónar ganga til kosninga á morgun Mikill titringur er í Katalóníu en yfirvöld á Spáni reyna hvað þau geta til þess að hindra framgang kosninganna. 30. september 2017 23:57 Spænska lögreglan mun reyna að loka kjörstöðum Ekkert verður úr þjóðaratkvæðagreiðslu Katalóna sem fara átti fram næstkomandi sunnudag ef marka má orð talsmanns spænsku ríkisstjórnarinnar. 29. september 2017 21:00 Börsungar skoruðu þrjú í þögninni Barcelona er með fullt hús stiga eftir sjö umferðir í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir öruggan 3-0 sigur á Las Palmas á Nou Camp í dag. 1. október 2017 16:15 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Sjá meira
Brutu sér leið inn á kjörstað í Katalóníu Birgitta Jónsdóttir er stödd á Spáni að fylgjast með kosningunum. 1. október 2017 08:33
Mikil spenna á Spáni Íbúar Katalóníu setja stefnuna á kjörklefa á morgun til að greiða atkvæði um sjálfstæði. 30. september 2017 14:05
Katalónar ganga til kosninga á morgun Mikill titringur er í Katalóníu en yfirvöld á Spáni reyna hvað þau geta til þess að hindra framgang kosninganna. 30. september 2017 23:57
Spænska lögreglan mun reyna að loka kjörstöðum Ekkert verður úr þjóðaratkvæðagreiðslu Katalóna sem fara átti fram næstkomandi sunnudag ef marka má orð talsmanns spænsku ríkisstjórnarinnar. 29. september 2017 21:00
Börsungar skoruðu þrjú í þögninni Barcelona er með fullt hús stiga eftir sjö umferðir í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir öruggan 3-0 sigur á Las Palmas á Nou Camp í dag. 1. október 2017 16:15