Þitt atkvæði skiptir máli - Kjóstu menntun Aldís Mjöll Geirsdóttir skrifar 19. október 2017 09:00 Síðastliðnar tvær og hálfa viku hafa Landssamtök íslenskra stúdenta í samstarfi við aðildarfélög sín, eða hagsmunafélög íslenskra stúdenta, vakið athygli á stöðu háskólastigsins á Íslandi undir kassamerkinu #kjóstumenntun. Er nú á enda líklega eitt lengsta greinaskriftaátak sem sögur fara af þar sem reynt hefur verið að varpa ljósi á mismunandi fleti háskólastigsins á Íslandi. Einnig hafa verið haldnir opnir fundir með fulltrúum stjórnmálaflokka, bæði á Akureyri og í Reykjavík þar sem stúdentar sem og aðrir höfðu færi á að spyrja frambjóðendur um þeirra áherslur í málefnum stúdenta og ungs fólks á Íslandi. Það spyrja sig eflaust einhverjir af hverju við erum að þessu. Svarið er einfalt. Málefni háskólanna á Íslandi og íslenskra stúdenta almennt hafa verið vanrækt lengi. Ár eftir ár hafa rektorar, stúdentar og stúdentahreyfingar gagnrýnt fjármögnun háskólanna og stuðningskerfi stúdenta. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að ná til stjórnvalda og efnileg loforð stjórnmálaflokka í aðdraganda kosninga virðist ekki vera sannur vilji þegar til framkvæmda kemur. Háskólar eru uppspretta nýrrar þekkingar, nýrra tækifæra og nýrra hugmynda. Menntun og gæði hennar eru forsenda samkeppnishæfni og verðmætasköpunar sem er grunnur góðra lífskjara og öflugs samfélags. Aukið aðgengi að menntun og hærra menntunarstig þjóða auka hagvöxt og hafa efnahagslega ávinninga fyrir samfélög. Auk þess hefur menntun áhrif á gildi, þekkingu, viðhorf og færni einstaklinga og hefur það áhrif á menningu samfélaga í heild sinni. Þá leiðir æðri menntun af sér aukna þátttöku einstaklinga í samfélaginu, minnkandi glæpatíðni, betri geðheilsu og bætta lýðheilsu almennt. Menntunarstig þjóðarinnar hefur verið lægra en hinna Norðurlandanna en með aukinni aðsókn og auknu aðgengi að háskólanámi stöndum við nú nánast jafnfætis þeim. Fækkun nemenda er engin lausn á undirfjármögnun háskólanna til framtíðar heldur skref aftur á bak. Það gefur augaleið að hér á landi þarf að hlúa að aðgengi að menntun og gæði hennar með bættri fjármögnun. Þá ber að athuga að aðgengi að námi snýst ekki eingöngu um aðgengi að háskólastofnunum. Það snýst um að þeir einstaklingar sem vilji afla sér menntunar hafi raunverulegt færi á að stunda það nám sem þeir hafa hug á. Það þýðir að stúdentar geti meðal annars komið þaki yfir höfuð sitt með viðhlítandi kostnaði, átt í sig og á, búið við góða geðheilsu og heilsu almennt og sinnt námi sínu af elju. Það er því nauðsyn að stúdentar, eins fjölbreyttur hópur sem þeir eru, fái viðeigandi stuðning til að þess óháð efnahag, bakgrunni, félagslegum aðstæðum og stöðu að öðru leyti. Í 1. gr. laga nr. 21/1992 um Lánasjóð íslenskra námsmanna (LÍN) kemur fram að hlutverk sjóðsins sé að tryggja þeim sem falla undir lögin tækifæri til náms án tillits til efnahags. Líklega er óhætt að fullyrða að á meðal stúdenta sem og annarra sé hávær krafa um breyttan og endurbættan lánasjóð. Við endurskoðun á lögum um LÍN er aðkoma stúdenta algjörlega ómissandi því án stúdenta væri LÍN ekki til. Á sama hátt væri þverpólitísk samstaða æskileg þegar kemur að nýju lána- og styrkjakerfi fyrir stúdenta, enda snýst það ekki um stúdenta sem einangraðan hagsmunahóp heldur velferð þjóðarinnar allrar. Þá er brýnt að hlutverk LÍN – að allir óháð stöðu hafi tækifæri til náms – gleymist ekki. Það er kominn tími á að stjórnvöld sýni hugrekki og hyggjuvit í verki og efni loforð sín. Bæti fjármögnun háskólanna, stuðningskerfi stúdenta og stöðu íslenskra stúdenta almennt. Þannig að hér á landi sé eftirsóknarvert og spennandi að vera stúdent sem og að lifa og starfa í framtíðinni. Þann 28. október göngum við til kosninga enn á ný. Þitt atkvæði skiptir máli. Ég hvet þig til þess að mæta á kjörstað og kjósa menntun.Greinin er hluti af átaki LÍS - Landssamtaka íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun. Við hvetjum þig til að nýta kosningaréttinn í Alþingiskosningum 2017. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Af áhuga sprettur árangur Eins og fram hefur komið á undanförnum dögum, í aðsendum greinum aðildarfélaga LÍS – Landssamtaka íslenskra stúdenta, hefur undirfjármögnun háskólanna víðtækari áhrif en bara á nemendur. 15. október 2017 09:00 Kjóstu menntun 28. október Nú liggur fyrir að kosið verður á ný til Alþingis, 364 dögum eftir síðustu kosningar. Hagsmunahreyfingar stúdenta telja nauðsynlegt að hafa málefni eins og fjármögnun háskólastigsins í forgrunni þegar kemur að vali á fulltrúum á þingi og umræðum um nýja ríkisstjórn. 2. október 2017 09:00 Mennt er máttur Menntun eykur þróun og nýsköpun og býr þannig til fleiri tækifæri og starfsmöguleika. Menntun eykur gagnrýna hugsun og hjálpar einstaklingum að finna hvar áhugasvið þeirra liggur. 12. október 2017 09:42 Mannauður er undirstaða heilbrigðisþjónustu Undanfarin tvö ár hef ég setið í Stúdentaráði og þar fengið að kynnast mikilvægi hagsmunabaráttu og þess að nemendur hafi rödd. Það hefur verið magnað að fylgjast með hverju er hægt að hrinda í framkvæmd og hvað er hægt að hafa mikil áhrif. 4. október 2017 09:00 Sagan um Sigga Það var mánudagsmorgun þegar söguhetjan okkar, Siggi, gekk um háskólasvæðið á leið í sinn fyrsta tíma sem háskólanemi. 7. október 2017 09:00 Þú færð helmingi minna en á Norðurlöndunum Ávinningur háskólanáms er mikill fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Hann hefur bein áhrif á efnahag, gildi, þekkingu og viðhorf einstaklinga, samfélaginu til bóta. 10. október 2017 09:00 Háskólamenntun í heimabyggð Á Íslandi búum við það vel að eiga sjö starfandi háskóla, þar af eru fjórir háskólar starfandi utan höfuðborgarsvæðisins. 16. október 2017 09:00 Námsmenn erlendis og niðurskurðarhnífurinn Í þeim kosningum sem nú eru að ganga í garð er mikilvægt að setja menntun á dagskrá sem eitt af stóru kosningamálunum. Þótt tíminn sé naumur þangað til að gengið er að kjörkössunum er nauðsynlegt að vita hvaða sýn íslenskir stjórnmálamenn hafa varðandi Lánasjóð íslenskra námsmanna (LÍN) og námsmenn erlendis. 14. október 2017 09:00 Undirfjármögnun kemur í veg fyrir sérhæfingu nemenda Mikilvægt er að nemendur fái tækifæri til þess að sérhæfa sig á hinum ýmsu námsleiðum en ekki aðeins brot af því sem þeim þeir hafa hug á að sérhæfa sig í. 6. október 2017 09:00 Landsbyggðin án háskóla? Í síðasta mánuði og í raun allt síðasta árið hefur skólinn minn verið að halda upp á þrjátíu ára afmælið sitt. Á tímamótum sem þessum er algengt að fara í sjálfsskoðun, við þekkjum þetta öll þegar við höfum náð ákveðnum áföngum í lífi okkar, aldur, atburður, útskrift eða ákveðin upplifun. 9. október 2017 09:49 Aftur til fortíðar - undirfjármögnun hægir á framförum Ætli hinn almenni borgari átti sig á mikilvægi málefnisins? Það er undir okkur öllum komið að berjast fyrir réttindum sem eru jafnvel talin sjálfsögð, en eru það ekki. 11. október 2017 12:15 Skiptir þessi háskóli máli? Nú rúmum 100 árum eftir stofnun hefur starfsemi Háskóla Íslands vaxið og dafnað eins og sjá má á auknum nemendafjölda. 3. október 2017 09:00 Hugvísindi í hættu Háskóli Íslands er í fyrsta skipti í hópi 250 bestu háskóla heims á sviði hugvísinda samkvæmt nýjum lista Times Higher Education University Rankings 5. október 2017 09:39 Milli steins og sleggju Mikilvægi lista og annarra skapandi greina í samfélaginu er óumdeilanlegt. 17. október 2017 09:00 Framtíð doktorsnáms á Íslandi Framtíðin er björt í vísindastarfi og rannsóknum á Íslandi ef marka má fjölda skráðra doktorsnema við Háskóla Íslands. 18. október 2017 09:00 Eru verðmætin fólgin í náttúrunni? Á næstum árum og áratugum munu eiga sér stað miklar breytingar á náttúrunni vegna hlýnunar loftslags sem gerist nú á fordæmalausum hraða. 8. október 2017 09:00 Hvar viljum við standa í fjórðu iðnbyltingunni? Háskólar á Íslandi hafa verið undirfjármagnaðir í alltof langan tíma. Hagsmunasamtök og rektorar háskólanna hafa reynt að skapa umræðu um vandamálið undir myllumerkinu #HáskólaríHættu og nú #KjóstuMenntun. 13. október 2017 09:00 Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðnar tvær og hálfa viku hafa Landssamtök íslenskra stúdenta í samstarfi við aðildarfélög sín, eða hagsmunafélög íslenskra stúdenta, vakið athygli á stöðu háskólastigsins á Íslandi undir kassamerkinu #kjóstumenntun. Er nú á enda líklega eitt lengsta greinaskriftaátak sem sögur fara af þar sem reynt hefur verið að varpa ljósi á mismunandi fleti háskólastigsins á Íslandi. Einnig hafa verið haldnir opnir fundir með fulltrúum stjórnmálaflokka, bæði á Akureyri og í Reykjavík þar sem stúdentar sem og aðrir höfðu færi á að spyrja frambjóðendur um þeirra áherslur í málefnum stúdenta og ungs fólks á Íslandi. Það spyrja sig eflaust einhverjir af hverju við erum að þessu. Svarið er einfalt. Málefni háskólanna á Íslandi og íslenskra stúdenta almennt hafa verið vanrækt lengi. Ár eftir ár hafa rektorar, stúdentar og stúdentahreyfingar gagnrýnt fjármögnun háskólanna og stuðningskerfi stúdenta. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að ná til stjórnvalda og efnileg loforð stjórnmálaflokka í aðdraganda kosninga virðist ekki vera sannur vilji þegar til framkvæmda kemur. Háskólar eru uppspretta nýrrar þekkingar, nýrra tækifæra og nýrra hugmynda. Menntun og gæði hennar eru forsenda samkeppnishæfni og verðmætasköpunar sem er grunnur góðra lífskjara og öflugs samfélags. Aukið aðgengi að menntun og hærra menntunarstig þjóða auka hagvöxt og hafa efnahagslega ávinninga fyrir samfélög. Auk þess hefur menntun áhrif á gildi, þekkingu, viðhorf og færni einstaklinga og hefur það áhrif á menningu samfélaga í heild sinni. Þá leiðir æðri menntun af sér aukna þátttöku einstaklinga í samfélaginu, minnkandi glæpatíðni, betri geðheilsu og bætta lýðheilsu almennt. Menntunarstig þjóðarinnar hefur verið lægra en hinna Norðurlandanna en með aukinni aðsókn og auknu aðgengi að háskólanámi stöndum við nú nánast jafnfætis þeim. Fækkun nemenda er engin lausn á undirfjármögnun háskólanna til framtíðar heldur skref aftur á bak. Það gefur augaleið að hér á landi þarf að hlúa að aðgengi að menntun og gæði hennar með bættri fjármögnun. Þá ber að athuga að aðgengi að námi snýst ekki eingöngu um aðgengi að háskólastofnunum. Það snýst um að þeir einstaklingar sem vilji afla sér menntunar hafi raunverulegt færi á að stunda það nám sem þeir hafa hug á. Það þýðir að stúdentar geti meðal annars komið þaki yfir höfuð sitt með viðhlítandi kostnaði, átt í sig og á, búið við góða geðheilsu og heilsu almennt og sinnt námi sínu af elju. Það er því nauðsyn að stúdentar, eins fjölbreyttur hópur sem þeir eru, fái viðeigandi stuðning til að þess óháð efnahag, bakgrunni, félagslegum aðstæðum og stöðu að öðru leyti. Í 1. gr. laga nr. 21/1992 um Lánasjóð íslenskra námsmanna (LÍN) kemur fram að hlutverk sjóðsins sé að tryggja þeim sem falla undir lögin tækifæri til náms án tillits til efnahags. Líklega er óhætt að fullyrða að á meðal stúdenta sem og annarra sé hávær krafa um breyttan og endurbættan lánasjóð. Við endurskoðun á lögum um LÍN er aðkoma stúdenta algjörlega ómissandi því án stúdenta væri LÍN ekki til. Á sama hátt væri þverpólitísk samstaða æskileg þegar kemur að nýju lána- og styrkjakerfi fyrir stúdenta, enda snýst það ekki um stúdenta sem einangraðan hagsmunahóp heldur velferð þjóðarinnar allrar. Þá er brýnt að hlutverk LÍN – að allir óháð stöðu hafi tækifæri til náms – gleymist ekki. Það er kominn tími á að stjórnvöld sýni hugrekki og hyggjuvit í verki og efni loforð sín. Bæti fjármögnun háskólanna, stuðningskerfi stúdenta og stöðu íslenskra stúdenta almennt. Þannig að hér á landi sé eftirsóknarvert og spennandi að vera stúdent sem og að lifa og starfa í framtíðinni. Þann 28. október göngum við til kosninga enn á ný. Þitt atkvæði skiptir máli. Ég hvet þig til þess að mæta á kjörstað og kjósa menntun.Greinin er hluti af átaki LÍS - Landssamtaka íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun. Við hvetjum þig til að nýta kosningaréttinn í Alþingiskosningum 2017.
Af áhuga sprettur árangur Eins og fram hefur komið á undanförnum dögum, í aðsendum greinum aðildarfélaga LÍS – Landssamtaka íslenskra stúdenta, hefur undirfjármögnun háskólanna víðtækari áhrif en bara á nemendur. 15. október 2017 09:00
Kjóstu menntun 28. október Nú liggur fyrir að kosið verður á ný til Alþingis, 364 dögum eftir síðustu kosningar. Hagsmunahreyfingar stúdenta telja nauðsynlegt að hafa málefni eins og fjármögnun háskólastigsins í forgrunni þegar kemur að vali á fulltrúum á þingi og umræðum um nýja ríkisstjórn. 2. október 2017 09:00
Mennt er máttur Menntun eykur þróun og nýsköpun og býr þannig til fleiri tækifæri og starfsmöguleika. Menntun eykur gagnrýna hugsun og hjálpar einstaklingum að finna hvar áhugasvið þeirra liggur. 12. október 2017 09:42
Mannauður er undirstaða heilbrigðisþjónustu Undanfarin tvö ár hef ég setið í Stúdentaráði og þar fengið að kynnast mikilvægi hagsmunabaráttu og þess að nemendur hafi rödd. Það hefur verið magnað að fylgjast með hverju er hægt að hrinda í framkvæmd og hvað er hægt að hafa mikil áhrif. 4. október 2017 09:00
Sagan um Sigga Það var mánudagsmorgun þegar söguhetjan okkar, Siggi, gekk um háskólasvæðið á leið í sinn fyrsta tíma sem háskólanemi. 7. október 2017 09:00
Þú færð helmingi minna en á Norðurlöndunum Ávinningur háskólanáms er mikill fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Hann hefur bein áhrif á efnahag, gildi, þekkingu og viðhorf einstaklinga, samfélaginu til bóta. 10. október 2017 09:00
Háskólamenntun í heimabyggð Á Íslandi búum við það vel að eiga sjö starfandi háskóla, þar af eru fjórir háskólar starfandi utan höfuðborgarsvæðisins. 16. október 2017 09:00
Námsmenn erlendis og niðurskurðarhnífurinn Í þeim kosningum sem nú eru að ganga í garð er mikilvægt að setja menntun á dagskrá sem eitt af stóru kosningamálunum. Þótt tíminn sé naumur þangað til að gengið er að kjörkössunum er nauðsynlegt að vita hvaða sýn íslenskir stjórnmálamenn hafa varðandi Lánasjóð íslenskra námsmanna (LÍN) og námsmenn erlendis. 14. október 2017 09:00
Undirfjármögnun kemur í veg fyrir sérhæfingu nemenda Mikilvægt er að nemendur fái tækifæri til þess að sérhæfa sig á hinum ýmsu námsleiðum en ekki aðeins brot af því sem þeim þeir hafa hug á að sérhæfa sig í. 6. október 2017 09:00
Landsbyggðin án háskóla? Í síðasta mánuði og í raun allt síðasta árið hefur skólinn minn verið að halda upp á þrjátíu ára afmælið sitt. Á tímamótum sem þessum er algengt að fara í sjálfsskoðun, við þekkjum þetta öll þegar við höfum náð ákveðnum áföngum í lífi okkar, aldur, atburður, útskrift eða ákveðin upplifun. 9. október 2017 09:49
Aftur til fortíðar - undirfjármögnun hægir á framförum Ætli hinn almenni borgari átti sig á mikilvægi málefnisins? Það er undir okkur öllum komið að berjast fyrir réttindum sem eru jafnvel talin sjálfsögð, en eru það ekki. 11. október 2017 12:15
Skiptir þessi háskóli máli? Nú rúmum 100 árum eftir stofnun hefur starfsemi Háskóla Íslands vaxið og dafnað eins og sjá má á auknum nemendafjölda. 3. október 2017 09:00
Hugvísindi í hættu Háskóli Íslands er í fyrsta skipti í hópi 250 bestu háskóla heims á sviði hugvísinda samkvæmt nýjum lista Times Higher Education University Rankings 5. október 2017 09:39
Milli steins og sleggju Mikilvægi lista og annarra skapandi greina í samfélaginu er óumdeilanlegt. 17. október 2017 09:00
Framtíð doktorsnáms á Íslandi Framtíðin er björt í vísindastarfi og rannsóknum á Íslandi ef marka má fjölda skráðra doktorsnema við Háskóla Íslands. 18. október 2017 09:00
Eru verðmætin fólgin í náttúrunni? Á næstum árum og áratugum munu eiga sér stað miklar breytingar á náttúrunni vegna hlýnunar loftslags sem gerist nú á fordæmalausum hraða. 8. október 2017 09:00
Hvar viljum við standa í fjórðu iðnbyltingunni? Háskólar á Íslandi hafa verið undirfjármagnaðir í alltof langan tíma. Hagsmunasamtök og rektorar háskólanna hafa reynt að skapa umræðu um vandamálið undir myllumerkinu #HáskólaríHættu og nú #KjóstuMenntun. 13. október 2017 09:00
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar