Írakska hernum og Kúrdum lýstur saman Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. október 2017 06:42 Hermenn taka sér stöðu skammt frá Kirkuk. Vísir/Getty Bardagar geisa nú í Kirkuk-héraði í Írak eftir að stjórnvöld í höfuðborginni Bagdad sendu herlið gegn Kúrdum sem hafa haft héraðið á valdi sínu síðustu misserin. Ríkismiðlar í Írak fullyrða að írakski herinn hafi þegar náð stjórn á nokkrum svæðum í héraðinu, þar á meðal á olíuvinnslusvæðum, en talsmenn Kúrda neita þessu. Þá berast fregnir af stórskotaliðsárásum suður af Kirkukborg, sem er höfuðstaður héraðsins. Spennan á milli fylkinganna tveggja hefur verið mikil frá því Kúrdar í Írak kusu sjálfstæði í atkvæðagreiðslu sem haldin var í síðasta mánuði. Talsmaður þeirra sagði fyrr í vikunni við fjölmiðla ytra að kúrdískar sveitir munu ekki hefja hernaðaraðgerðir en væru reiðubúnar að verja Kirkukborg ef til þess kæmi. Mikla olíu er að finna í Kirkuk-héraði og hafa báðar fylkingar gert tilkall til svæðisins. Þær hafa síðustu mánuði barist sameinaðar gegn vígamönnum íslamska ríkisins og náð eftirtektarverðum árangri. Stjórnvöld í Bandaríkjunum segjast hafa miklar áhyggjur af stöðu mála og hvetja stríðandi fylkingar til að hefja viðræður um framtíð svæðsins. Þá biðla þau til þeirra að leggja niður vopnin og hverfa frá öllu því sem grafið gæti undan stöðugleika landsins. Þá ættu fylkingarnar heldur að einbeita sér að baráttunni gegn Íslamska ríkinu. Íröksk stjórnvöld höfðu áður sakað Kúrda um að senda vopnaða hermenn til Kirkuk, meðal annars hermenn kúrdíska verkamannaflokksins í Tyrklandi, PKK. Það, að mati yfirvalda í Bagdad, jafngilti stríðsyfirlýsingu. Kúrdar hafa ætíð neitað þessum ásökunum. Mið-Austurlönd Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Sjá meira
Bardagar geisa nú í Kirkuk-héraði í Írak eftir að stjórnvöld í höfuðborginni Bagdad sendu herlið gegn Kúrdum sem hafa haft héraðið á valdi sínu síðustu misserin. Ríkismiðlar í Írak fullyrða að írakski herinn hafi þegar náð stjórn á nokkrum svæðum í héraðinu, þar á meðal á olíuvinnslusvæðum, en talsmenn Kúrda neita þessu. Þá berast fregnir af stórskotaliðsárásum suður af Kirkukborg, sem er höfuðstaður héraðsins. Spennan á milli fylkinganna tveggja hefur verið mikil frá því Kúrdar í Írak kusu sjálfstæði í atkvæðagreiðslu sem haldin var í síðasta mánuði. Talsmaður þeirra sagði fyrr í vikunni við fjölmiðla ytra að kúrdískar sveitir munu ekki hefja hernaðaraðgerðir en væru reiðubúnar að verja Kirkukborg ef til þess kæmi. Mikla olíu er að finna í Kirkuk-héraði og hafa báðar fylkingar gert tilkall til svæðisins. Þær hafa síðustu mánuði barist sameinaðar gegn vígamönnum íslamska ríkisins og náð eftirtektarverðum árangri. Stjórnvöld í Bandaríkjunum segjast hafa miklar áhyggjur af stöðu mála og hvetja stríðandi fylkingar til að hefja viðræður um framtíð svæðsins. Þá biðla þau til þeirra að leggja niður vopnin og hverfa frá öllu því sem grafið gæti undan stöðugleika landsins. Þá ættu fylkingarnar heldur að einbeita sér að baráttunni gegn Íslamska ríkinu. Íröksk stjórnvöld höfðu áður sakað Kúrda um að senda vopnaða hermenn til Kirkuk, meðal annars hermenn kúrdíska verkamannaflokksins í Tyrklandi, PKK. Það, að mati yfirvalda í Bagdad, jafngilti stríðsyfirlýsingu. Kúrdar hafa ætíð neitað þessum ásökunum.
Mið-Austurlönd Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Sjá meira