45 enn á sjúkrahúsi eftir árásina í Las Vegas Atli Ísleifsson skrifar 14. október 2017 08:22 58 manns létu lífið og á sjötta hundrað særðust í árásinni. Vísir/afp Nærri hálfum mánuði eftir blóðbaðið í Las Vegas er ástandið mjög alvarlegt hjá hluta þeirra 45 sem enn dvelja á sjúkrahúsi. Lögregla í Las Vegas hefur nú birt nýjar upplýsingar um hvað gerðist þegar öryggisvörður á Mandalay hótelinu var skotinn. 58 manns létu lífið og á sjötta hundrað særðust þegar hinn 64 ára Stephen Paddock skaut á tónleikagesti út um glugga hótelherbergis síns á Mandalay-hótelinu þann 1. október síðastliðinn. Lögregla í Las Vegas greinir frá því að 546 hafi særst í árásinni og hafi 501 þeirra nú verið útskrifaður af sjúkrahúsi. CBS greinir frá þessu. Enn er allt á huldu varðandi ástæður þess að Paddock skaut á annað þúsund skota á gesti tónlistarhátíðarinnar Harvest 91 við aðalgötu borgarinnar, The Strip. Búið er að kryfja lík Paddock og virðist ekki sem að hann hafi verið að glíma við einhver veikindi sem kunni að skýra gjörðir hans. Sömuleiðis hefur alríkislögreglan ekki fundið neinar vísbendingar um að einhverjar sérstakar hugmyndafræðilegar ástæður eða þá að hann hafi tilheyrt einhverjum hópi eða samtökum sem kunni að segja til um ástæður árásarinnar.Stephen Paddock svipti sig lífi eftir árásina.Vísir/AFPSkaut vísvitandi á eldsneytistanka Yfirvöld telja fullvíst að Paddock hafi miðað sérstaklega á eldneytistanka á McCarran flugvelli við hlið tónleikastaðarins. Mörg hundruð starfsmanna alríkislögreglunnar FBI hafa að undanförnu rannsakað málið. Ýmsar upplýsingar hafa komið fram um á hvaða tímapunkti Paddock skaut öryggisvörð hótelsins sem talsvert hefur verið fjallað um. Forsvarsmenn MGM Resorts International, sem rekur Mandalay hótelið, hafa ætíð sagt að vörðurinn hafi verið skotinn og tilkynnt um árásina nokkrum sekúndum áður en Paddock hóf skothríðina yfir tónleikagestina frá 32. hæð hótelsins. Lögregla greindi fyrst frá því að öryggisvörðurinn hafi verið skotinn eftir árásina á tónleikagestina. Því var síðar breytt í að hann hafi verið skotinn sex mínútum fyrir árásina. Nú fullyrðir lögregla hins vegar að útskýringar hótelsins séu réttar. MGM hafði lýst því að starfsmenn hótelsins hafi ekki haft mikinn tíma að bregðast við og að öryggisvörðurinn hafi verið skotinn að hámarki 40 sekúndum áður en Paddock byrjaði að skjóta út um gluggann. Paddock svipti sig lífi eftir að hafa skotið út um gluggann í um tíu mínútur. Hann hafði safnað að sér á fjórða tug skotvopna og mikið magn skotfæra fyrir árásina. Um er að ræða mannskæðustu skotárásina í sögu Bandaríkjanna. Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir FBI óskar eftir aðstoð almennings við að varpa ljósi á fjöldamorðið Alríkislögregla Bandaríkjanna er engu nær um þær ástæður sem liggja að baki árásinni í Las Vegas á mánudag. 7. október 2017 11:15 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Nærri hálfum mánuði eftir blóðbaðið í Las Vegas er ástandið mjög alvarlegt hjá hluta þeirra 45 sem enn dvelja á sjúkrahúsi. Lögregla í Las Vegas hefur nú birt nýjar upplýsingar um hvað gerðist þegar öryggisvörður á Mandalay hótelinu var skotinn. 58 manns létu lífið og á sjötta hundrað særðust þegar hinn 64 ára Stephen Paddock skaut á tónleikagesti út um glugga hótelherbergis síns á Mandalay-hótelinu þann 1. október síðastliðinn. Lögregla í Las Vegas greinir frá því að 546 hafi særst í árásinni og hafi 501 þeirra nú verið útskrifaður af sjúkrahúsi. CBS greinir frá þessu. Enn er allt á huldu varðandi ástæður þess að Paddock skaut á annað þúsund skota á gesti tónlistarhátíðarinnar Harvest 91 við aðalgötu borgarinnar, The Strip. Búið er að kryfja lík Paddock og virðist ekki sem að hann hafi verið að glíma við einhver veikindi sem kunni að skýra gjörðir hans. Sömuleiðis hefur alríkislögreglan ekki fundið neinar vísbendingar um að einhverjar sérstakar hugmyndafræðilegar ástæður eða þá að hann hafi tilheyrt einhverjum hópi eða samtökum sem kunni að segja til um ástæður árásarinnar.Stephen Paddock svipti sig lífi eftir árásina.Vísir/AFPSkaut vísvitandi á eldsneytistanka Yfirvöld telja fullvíst að Paddock hafi miðað sérstaklega á eldneytistanka á McCarran flugvelli við hlið tónleikastaðarins. Mörg hundruð starfsmanna alríkislögreglunnar FBI hafa að undanförnu rannsakað málið. Ýmsar upplýsingar hafa komið fram um á hvaða tímapunkti Paddock skaut öryggisvörð hótelsins sem talsvert hefur verið fjallað um. Forsvarsmenn MGM Resorts International, sem rekur Mandalay hótelið, hafa ætíð sagt að vörðurinn hafi verið skotinn og tilkynnt um árásina nokkrum sekúndum áður en Paddock hóf skothríðina yfir tónleikagestina frá 32. hæð hótelsins. Lögregla greindi fyrst frá því að öryggisvörðurinn hafi verið skotinn eftir árásina á tónleikagestina. Því var síðar breytt í að hann hafi verið skotinn sex mínútum fyrir árásina. Nú fullyrðir lögregla hins vegar að útskýringar hótelsins séu réttar. MGM hafði lýst því að starfsmenn hótelsins hafi ekki haft mikinn tíma að bregðast við og að öryggisvörðurinn hafi verið skotinn að hámarki 40 sekúndum áður en Paddock byrjaði að skjóta út um gluggann. Paddock svipti sig lífi eftir að hafa skotið út um gluggann í um tíu mínútur. Hann hafði safnað að sér á fjórða tug skotvopna og mikið magn skotfæra fyrir árásina. Um er að ræða mannskæðustu skotárásina í sögu Bandaríkjanna.
Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir FBI óskar eftir aðstoð almennings við að varpa ljósi á fjöldamorðið Alríkislögregla Bandaríkjanna er engu nær um þær ástæður sem liggja að baki árásinni í Las Vegas á mánudag. 7. október 2017 11:15 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
FBI óskar eftir aðstoð almennings við að varpa ljósi á fjöldamorðið Alríkislögregla Bandaríkjanna er engu nær um þær ástæður sem liggja að baki árásinni í Las Vegas á mánudag. 7. október 2017 11:15