Erlent

Hundruð þúsundir gengu gegn aðskilnaði

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglan segir að um 300 þúsund manns hafi gengið um götur Barcelona í dag. Hópurinn er sagður vera myndaður þeim sem hafa verið kallaðir hinn þögli meirihluti.
Lögreglan segir að um 300 þúsund manns hafi gengið um götur Barcelona í dag. Hópurinn er sagður vera myndaður þeim sem hafa verið kallaðir hinn þögli meirihluti. Vísir/AFP
Hundruð þúsundir manna gengu um götur Barcelona í Katalóníu í dag. Fólkið gekk gegn aðskilnaði héraðsins frá Spáni. Héraðsþing Katalóníu, sem hingað til hefur notið mikillar sjálfsstjórnar, lýsti yfir sjálfstæði á dögunum og í staðinn ákváðu yfirvöld í Madrid að fella niður sjálfstjórn héraðsins.

Meðal þeirra sem tóku þátt í göngunni í dag voru margir sem kölluðu eftir því að Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, yrði handtekinn, samkvæmt frétt BBC. Honum hefur verið vikið úr embætti af stjórnvöldum Spánar en hann heldur því enn fram að hann sé leiðtogi héraðsins.



Utanríkisráðherra Spánar segir að Puigdemont geti boðið sig aftur fram þegar kosningar verða haldnar í Katalóníu í desember. Ef ekki verður búið að fangelsa hann.

Sjá einnig: Ætla að ákæra Puigdemont fyrir uppreisn



Lögreglan segir að um 300 þúsund manns hafi gengið um götur Barcelona í dag. Hópurinn tilheyrir þeim sem hafa verið kallaðir hinn hljóði meirihluti.

Reuters fréttaveitan segir vísbendingar um klofning í Katalóníu. Ný skoðanakönnun sýni að stjórnmálaflokkar sem séu andsnúnir sjálfstæði njóti nú stuðnings meirihluta kjósenda. Undanfarin misseri hafi kosningar og kannanir sýnt að um helmingur íbúa héraðsins hafi verið á móti aðskilnaði frá Spáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×