Ný skoðanakönnun bendir til þess að þeir flokkar sem styðja sjálfstæðis Katalóníu missi meirihluta sinn á héraðsþingi. Mjótt er þó á mununum á milli sjálfstæðissinna og þeim sem vilja að héraðið verði áfram hluti af Spáni.
Ríkisstjórn Spánar leysti héraðsþingið og stjórnina upp á föstudag í kjölfar nokkurra vikna uppnáms vegna tilrauna leiðtoga Katalóníu til að lýsa yfir sjálfstæði. Boðaði Mariano Rajoy forsætisráðherra til héraðsþingskosninga 21. desember.
Könnunin, sem dagblaðið El Mundo birti, var gerð frá mánudegi til fimmtudags, áður en landsstjórnin svipti Katalóníu sjálfræði. Samkvæmt henni fengju sjálfstæðisflokkar 42,5% en aðrir flokkar 43,4%, að því er kemur fram í frétt Reuters.
Flokkar sem styðja sjálfstæði Katalóníu myndu tapa meirihluta

Tengdar fréttir

Spánarþing samþykkir að afturkalla sjálfstjórn Katalóníu
Meirihluti þingmanna öldungadeildar Spánaðarþings hefur samþykkt tillögu ríkisstjórnar landsins að afturkalla sjálfstjórn Katalóníuhéraðs.

Katalónska þingið samþykkir að lýsa yfir sjálfstæði
Í leynilegri kosningu á katalónska þinginu greiddu sjötíu þingmenn með tillögunni, tíu gegn og tveir skiluðu auðu. Sambandssinnar á katalónska þinginu sniðgengu atkvæðagreiðsluna.