Erlent

Ætla að ákæra Puigdemont fyrir uppreisn

Samúel Karl Ólason skrifar
Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu.
Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu. Vísir/AFP
Saksóknarar á Spáni ætla sér að ákæra leiðtoga Katalóníu fyrir uppreisn. Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, er einn þeirra en verið er að skoða að ákæra fleiri aðskilnaðarsinna. Þing Katalóníu samþykkti í dag að lýsa yfir sjálfstæði í leynilegri kosningu.

Á sama tíma var öldungadeild þings Spánar að ákveða að fella niður sjálfstjórn Katalóníu og taka yfir stjórn héraðsins.

Líklegt þykir að stjórnlagadómstóll Spánar muni dæma atkvæðagreiðslu katalónska þingsins ólöglega.

Yfirlit yfir nokkur héraði á Spáni sem hafa leitað eftir sjálfstæði.Vísir/GraphicNews
Mikil spenna hefur verið í samskiptum héraðsstjórnar Katalóníu og Spánarstjórnar í Madrid eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna í upphafi mánaðar þar sem mikill meirihluti þeirra sem þátt tóku greiddu atkvæði með því að lýsa yfir sjálfstæði. Kosningaþátttakan var 43 prósent. Stjórnlagadómstóll Spánar hafi dæmt atkvæðagreiðsluna ógilda.

Bretland, Bandaríkin, Þýskaland og Frakkland hafa lýst yfir stuðningi við yfirvöld í Madrid og Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið segja að um innanríkismál Spánar sé að ræða.

Yfirvöld í Madrid ætla sér meðal annars að leysa upp þing Katalóníu og taka yfir stjórn lögreglu héraðsins.

Hér má sjá myndir sem starfsmaður 365 tók í Barcelona í dag. Hægt er að fletta í gegnum myndirnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×