Hvetur þingmenn til að samþykkja beina stjórn yfir Katalóníu Atli Ísleifsson skrifar 27. október 2017 10:27 Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hélt ræðu í sal öldungadeildar Spánarþings í morgun. Vísir/AFP Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hefur hvatt öldungadeildarþingmenn Spánarþings til að samþykkja tillögu um að Spánarstjórn taki yfir stjórn Katalónu. Í ræðu sinni í sal öldungadeildarinnar í morgun sagði Rajoy nauðsynlegt að koma Carles Puigdemont, forseta héraðsstjórnar Katalóníu, varaforsetanum og öllum ráðherrum héraðsstjórnarinnar frá völdum. Þingmenn klöppuðu fyrir Rajoy að ræðu lokinni, en flokkur forsætisráðherrans, Partido Popular, er þar í meirihluta. Umdeild þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Katalóníu fór fram í upphafi mánaðar þar sem meirihluti þeirra sem þátt tóku greiddu atkvæði með sjálfstæði. Sambandssinnar sniðgengu langflestir atkvæðagreiðsluna, sem Spánarstjórn hafi úrskurðað ólöglega. Níutíu prósent þeirra sem kusu greiddu atkvæði með því að lýsa yfir sjálfstæði, en þátttakan var einungis 43 prósent. Rajoy sagði í ræðu sinni að þörf væri á sérstökum aðgerðum vegna stöðunnar sem upp væri komin í Katalóníu – ekki væri neitt annað í boði – og nauðsynlegt væri að koma á lögum, lýðræði og stöðugleika í Katalóníu á nýjan leik. Hann sakaði héraðsstjórnina um að sundra fjölskyldum og skaða samfélagið. Íbúar Katalóníu hafi þegar þjáðst of mikið vegna málsins og óvissan hafi hrakið fjölda fyrirtækja á brott. Rajoy sagði að ekki þyrfti að bjarga Katalónum frá því sem hafi verið kallað sem „spænsk heimsvaldastefna“ heldur frá minnihlutahópi sem hafi krýnt sjálfa sig eigendur Katalóníu á mjög óumburðarlyndan hátt. Þingmenn öldungadeildar Spánarþings munu síðar í dag greiða atkvæði um það hvort beita eigi 155. grein stjórnarskrár landsins sem myndi afturkalla sjálfstjórn Katalóníu. Stjórn fjármála, lögreglu og fjölmiðla héraðsins myndi þá falla í skaut Spánarstjórnar. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Spánverjar kjósa um sviptingu sjálfsstjórnar Kataloníu í dag Öldungadeild spænska þingsins kýs um hvort virkja skuli 155. grein stjórnarskrárinnar og svipta Katalóníu sjálfstæði. 27. október 2017 06:00 Ætlar ekki að boða til kosninga Varaforseti Katalóníu segir að það eina í stöðunni fyrir héraðið vera að lýsa yfir sjálfstæði. 26. október 2017 16:16 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hefur hvatt öldungadeildarþingmenn Spánarþings til að samþykkja tillögu um að Spánarstjórn taki yfir stjórn Katalónu. Í ræðu sinni í sal öldungadeildarinnar í morgun sagði Rajoy nauðsynlegt að koma Carles Puigdemont, forseta héraðsstjórnar Katalóníu, varaforsetanum og öllum ráðherrum héraðsstjórnarinnar frá völdum. Þingmenn klöppuðu fyrir Rajoy að ræðu lokinni, en flokkur forsætisráðherrans, Partido Popular, er þar í meirihluta. Umdeild þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Katalóníu fór fram í upphafi mánaðar þar sem meirihluti þeirra sem þátt tóku greiddu atkvæði með sjálfstæði. Sambandssinnar sniðgengu langflestir atkvæðagreiðsluna, sem Spánarstjórn hafi úrskurðað ólöglega. Níutíu prósent þeirra sem kusu greiddu atkvæði með því að lýsa yfir sjálfstæði, en þátttakan var einungis 43 prósent. Rajoy sagði í ræðu sinni að þörf væri á sérstökum aðgerðum vegna stöðunnar sem upp væri komin í Katalóníu – ekki væri neitt annað í boði – og nauðsynlegt væri að koma á lögum, lýðræði og stöðugleika í Katalóníu á nýjan leik. Hann sakaði héraðsstjórnina um að sundra fjölskyldum og skaða samfélagið. Íbúar Katalóníu hafi þegar þjáðst of mikið vegna málsins og óvissan hafi hrakið fjölda fyrirtækja á brott. Rajoy sagði að ekki þyrfti að bjarga Katalónum frá því sem hafi verið kallað sem „spænsk heimsvaldastefna“ heldur frá minnihlutahópi sem hafi krýnt sjálfa sig eigendur Katalóníu á mjög óumburðarlyndan hátt. Þingmenn öldungadeildar Spánarþings munu síðar í dag greiða atkvæði um það hvort beita eigi 155. grein stjórnarskrár landsins sem myndi afturkalla sjálfstjórn Katalóníu. Stjórn fjármála, lögreglu og fjölmiðla héraðsins myndi þá falla í skaut Spánarstjórnar.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Spánverjar kjósa um sviptingu sjálfsstjórnar Kataloníu í dag Öldungadeild spænska þingsins kýs um hvort virkja skuli 155. grein stjórnarskrárinnar og svipta Katalóníu sjálfstæði. 27. október 2017 06:00 Ætlar ekki að boða til kosninga Varaforseti Katalóníu segir að það eina í stöðunni fyrir héraðið vera að lýsa yfir sjálfstæði. 26. október 2017 16:16 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Spánverjar kjósa um sviptingu sjálfsstjórnar Kataloníu í dag Öldungadeild spænska þingsins kýs um hvort virkja skuli 155. grein stjórnarskrárinnar og svipta Katalóníu sjálfstæði. 27. október 2017 06:00
Ætlar ekki að boða til kosninga Varaforseti Katalóníu segir að það eina í stöðunni fyrir héraðið vera að lýsa yfir sjálfstæði. 26. október 2017 16:16