Frambjóðandi Repúblíkana sagður hafa haft kynferðislegt samneyti við 14 ára stúlku Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 9. nóvember 2017 21:55 Moore hefur ímugust á samkynheiðgum og múslimum og hefur tvisvar verið vikið úr embætti dómara. vísir/getty Kona að nafni Leigh Corfman hefur stigið fram og sakað Roy Moore, frambjóðanda úr röðum Repúblíkana, um að hafa haft við sig kynferðislegt samneyti þegar hún var aðeins fjórtán ára gömul. Roy Moore var útnefndur af Repúblíkönum sem frambjóðandi Alabama-ríkis til þingsetu í öldungadeild Bandaríkjaþings. Efnt hefur verið til sérstakra kosninga sem fara fram í desember til þess fylla í skarð Jeffs Sessions, en Sessions var skipaður ríkissaksóknari fyrr á árinu. Moore starfaði áður sem dómari í ríkisdómstól Alabama. Hann hefur löngum verið milli tannanna á fólki vegna öfgafullra skoðana og andúðar á samkynhneigðum og múslimum. Moore er einnig þekktur fyrir að hafa í tvígang verið vikið úr dómarasæti hæstaréttar Alabama. Corfman sagði frá samskiptum sínum við Moore í viðtali við Washington Post. Samskiptin áttu sér stað árið 1979 en þá var Corfman fjórtán ára en Moore 32 ára. Corfman segir að fyrstu kynni sín við Moore hafi átt sér stað fyrir utan dómsal í Etowa-sýslu í Alabama. Á Moore að hafa nálgast móður hennar og boðist til að gæta hinnar fjórtán ára Corfman á meðan móðirin bar vitni í dómsalnum. Segir Corfman Moore hafa spjallað við sig og beðið um símanúmerið hjá sér. Fáeinum dögum síðar steig Corfman upp í bifreið Moore og við tók hálftímalöng bílferð á heimili Moore. Corfman segir Moore hafa kysst sig og lýst yfir hrifningu sinni á sér. Corfman heimsótti Moore aftur og í það skipti á Moore að hafa aklætt sig fyrir framan hana, káfað á henni og stýrt hendi hennar að nærklæðnaði sínum. Þrjár aðrar konur veittu viðtal við Washington Post og sögðu frá samskiptum sínum við Moore. Voru þær á aldrinum sextán til átján ára þegar þau áttu sér stað en Moore yfir þrítugu. Þær lýstu því allar yfir að Moore hefði veitt þeim mikla athygli, sumar kyssti hann en öðrum bauð hann áfenga drykki. Konurnar þrjár sögðu þó að Moore hafi ekki þvingað þær til kynferðislega athafna. Corfman hefur aldrei tjáð sig um samskipti sín við Moore hingað til og hún hefur ekki lagt fram kæru vegna málsins. Tengdar fréttir Andstæðingar hjónabanda samkynhneigðra grípa til varna Reyna nú að fá stjórnarskrárbreytingu samþykkta í Bandaríkjunum til að skilgreina hjónabandið sér í vil. 17. febrúar 2014 07:00 Vikið tvisvar úr dómarasæti en stefnir nú hraðbyr á þing Repúblikanar urðu fyrir enn einu högginu þegar Roy Moore hlaut tilnefningu flokksins til kosninga um sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings. 27. september 2017 12:15 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Sjá meira
Kona að nafni Leigh Corfman hefur stigið fram og sakað Roy Moore, frambjóðanda úr röðum Repúblíkana, um að hafa haft við sig kynferðislegt samneyti þegar hún var aðeins fjórtán ára gömul. Roy Moore var útnefndur af Repúblíkönum sem frambjóðandi Alabama-ríkis til þingsetu í öldungadeild Bandaríkjaþings. Efnt hefur verið til sérstakra kosninga sem fara fram í desember til þess fylla í skarð Jeffs Sessions, en Sessions var skipaður ríkissaksóknari fyrr á árinu. Moore starfaði áður sem dómari í ríkisdómstól Alabama. Hann hefur löngum verið milli tannanna á fólki vegna öfgafullra skoðana og andúðar á samkynhneigðum og múslimum. Moore er einnig þekktur fyrir að hafa í tvígang verið vikið úr dómarasæti hæstaréttar Alabama. Corfman sagði frá samskiptum sínum við Moore í viðtali við Washington Post. Samskiptin áttu sér stað árið 1979 en þá var Corfman fjórtán ára en Moore 32 ára. Corfman segir að fyrstu kynni sín við Moore hafi átt sér stað fyrir utan dómsal í Etowa-sýslu í Alabama. Á Moore að hafa nálgast móður hennar og boðist til að gæta hinnar fjórtán ára Corfman á meðan móðirin bar vitni í dómsalnum. Segir Corfman Moore hafa spjallað við sig og beðið um símanúmerið hjá sér. Fáeinum dögum síðar steig Corfman upp í bifreið Moore og við tók hálftímalöng bílferð á heimili Moore. Corfman segir Moore hafa kysst sig og lýst yfir hrifningu sinni á sér. Corfman heimsótti Moore aftur og í það skipti á Moore að hafa aklætt sig fyrir framan hana, káfað á henni og stýrt hendi hennar að nærklæðnaði sínum. Þrjár aðrar konur veittu viðtal við Washington Post og sögðu frá samskiptum sínum við Moore. Voru þær á aldrinum sextán til átján ára þegar þau áttu sér stað en Moore yfir þrítugu. Þær lýstu því allar yfir að Moore hefði veitt þeim mikla athygli, sumar kyssti hann en öðrum bauð hann áfenga drykki. Konurnar þrjár sögðu þó að Moore hafi ekki þvingað þær til kynferðislega athafna. Corfman hefur aldrei tjáð sig um samskipti sín við Moore hingað til og hún hefur ekki lagt fram kæru vegna málsins.
Tengdar fréttir Andstæðingar hjónabanda samkynhneigðra grípa til varna Reyna nú að fá stjórnarskrárbreytingu samþykkta í Bandaríkjunum til að skilgreina hjónabandið sér í vil. 17. febrúar 2014 07:00 Vikið tvisvar úr dómarasæti en stefnir nú hraðbyr á þing Repúblikanar urðu fyrir enn einu högginu þegar Roy Moore hlaut tilnefningu flokksins til kosninga um sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings. 27. september 2017 12:15 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Sjá meira
Andstæðingar hjónabanda samkynhneigðra grípa til varna Reyna nú að fá stjórnarskrárbreytingu samþykkta í Bandaríkjunum til að skilgreina hjónabandið sér í vil. 17. febrúar 2014 07:00
Vikið tvisvar úr dómarasæti en stefnir nú hraðbyr á þing Repúblikanar urðu fyrir enn einu högginu þegar Roy Moore hlaut tilnefningu flokksins til kosninga um sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings. 27. september 2017 12:15