Stjórnlagadómstóll Spánar ógilti í dag sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsþings Katalóníu líkt og búist hafði verið við.
Héraðsþing Katalóníu lýsti yfir sjálfstæði þann 27. október í kjölfar atkvæðagreiðslu á þinginu þar sem sjötíu þingmenn greiddu atkvæði með sjálfstæði, tíu gegn og tveir sátu hjá. Sambandssinnar á héraðsþinginu sniðgengu að stærstum hluta atkvæðagreiðsluna.
Leiðtogar Spánarstjórnar sögðu atkvæðagreiðsluna stríða gegn stjórnarskrá landsins og var forseti héraðsstjórarinnar, Carles Puigdemont, í kjölfarið vikið frá.
Puigdemont ferðaðist síðar til Brussel og gaf ríkissaksóknari Spánar út alþjóðlega handtökuskipun gegn honum og fjórum fyrrverandi ráðherrum héraðsstjórnarinnar.
Puigdemont var sleppt í Belgíu síðastliðinn sunnudag gegn tryggingu.
Ógildir sjálfstæðisyfirlýsingu Katalóníu
Atli Ísleifsson skrifar
