Flúinn til Belgíu en sækir ekki um hæli Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. nóvember 2017 06:00 Carles Puigdemont ætlar ekki að sækja um hæli en snýr ekki strax heim. vísir/afp Carles Puigdemont, sem hefur verið vikið úr embætti forseta héraðsstjórnar Katalóníu, sagðist í gær ekki ætla að sækja um hæli í Belgíu þangað sem hann er flúinn. Ríkissaksóknari Spánar lýsti því yfir á mánudag að hann vildi að háttsettir Katalónar yrðu ákærðir fyrir uppreisn. Héraðið hefur lýst yfir sjálfstæði eftir umdeildar kosningar síðasta mánaðar. Puigdemont kom fram á blaðamannafundi með fimm öðrum ráðherrum í höfuðborginni Brussel. Sagðist hann ekki vera að flýja réttlætið heldur vildi hann tryggja að hann gæti tjáð sig frjálslega. Ekki liggur fyrir hversu lengi Puigdemont hyggst dvelja í Belgíu en hann sagðist ætla heim til Katalóníu þegar Spánverjar hefðu gengist við ákveðnum atriðum. „Ég er ekki hér til að krefjast pólitísks hælis. Ég er hér staddur því Brussel er höfuðborg Evrópu. Ég er hér svo ég geti tjáð mig frjálslega og notið öryggis,“ sagði Puigdemont. Ákvörðun ríkissaksóknarans sagði Puigdemont að sýndi fram á harkalega stefnu spænskra stjórnvalda og árásargirni þeirra. Allt að þrjátíu ára fangelsisdómur gæti beðið Katalónanna á Spáni. Til stendur að spænskur dómari taki fyrir möguleikann á því að ákæra umrædda Katalóníumenn bráðlega. Á fimmtudag hefur Carme Forcadell þingforseta verið gert að mæta fyrir dómstól. Vafi lék á um hvort Puigdemont ætlaði að sækja um hæli í Belgíu í kjölfar útvarpsviðtals nýráðins lögfræðings hans, Pauls Bekaert. Sagði Bekaert að allir möguleikar væru opnir, ekkert hefði verið útilokað. „Það myndi hins vegar koma á óvart ef Belgar yrðu við þeirri beiðni, svona miðað við ástandið.“ Spánverjar hafa boðað til nýrra héraðsþingkosninga í Katalóníu samhliða sviptingu sjálfsstjórnarvalda og munu þær fara fram þann 21. desember næstkomandi. „Ég vil að ríkisstjórnin skuldbindi sig fyrirfram til þess að virða niðurstöðurnar, jafnvel þótt þær færi aðskilnaðarsinnum meirihluta á þinginu,“ sagði Puigdemont. Ríkisstjórnin hefur áður sagt að Puigdemont væri frjálst að taka þátt í kosningunum. Þó virtist Puigdemont vara aðskilnaðarsinna við því að vera of sigurvissir í baráttunni. „Ég vil biðja Katalóna að búa sig undir að þetta gæti orðið afar langt ferli. Við erum að kljást við ríki sem skilur ekkert nema valdbeitingu.“ Spennan í Katalóníu heldur áfram að aukast en spænska lögreglan gerði í gær áhlaup á skrifstofur katalónsku lögreglunnar. Greindu fjölmiðlar í héraðinu frá því að leitað hefði verið að skjölum sem tengdust kosningunum. Katalónska lögreglan hefur verið sökuð um að hjálpa ekki þeirri spænsku við að hafa stjórn á mótmælum aðskilnaðarsinna í aðdraganda kosninganna. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Sjá meira
Carles Puigdemont, sem hefur verið vikið úr embætti forseta héraðsstjórnar Katalóníu, sagðist í gær ekki ætla að sækja um hæli í Belgíu þangað sem hann er flúinn. Ríkissaksóknari Spánar lýsti því yfir á mánudag að hann vildi að háttsettir Katalónar yrðu ákærðir fyrir uppreisn. Héraðið hefur lýst yfir sjálfstæði eftir umdeildar kosningar síðasta mánaðar. Puigdemont kom fram á blaðamannafundi með fimm öðrum ráðherrum í höfuðborginni Brussel. Sagðist hann ekki vera að flýja réttlætið heldur vildi hann tryggja að hann gæti tjáð sig frjálslega. Ekki liggur fyrir hversu lengi Puigdemont hyggst dvelja í Belgíu en hann sagðist ætla heim til Katalóníu þegar Spánverjar hefðu gengist við ákveðnum atriðum. „Ég er ekki hér til að krefjast pólitísks hælis. Ég er hér staddur því Brussel er höfuðborg Evrópu. Ég er hér svo ég geti tjáð mig frjálslega og notið öryggis,“ sagði Puigdemont. Ákvörðun ríkissaksóknarans sagði Puigdemont að sýndi fram á harkalega stefnu spænskra stjórnvalda og árásargirni þeirra. Allt að þrjátíu ára fangelsisdómur gæti beðið Katalónanna á Spáni. Til stendur að spænskur dómari taki fyrir möguleikann á því að ákæra umrædda Katalóníumenn bráðlega. Á fimmtudag hefur Carme Forcadell þingforseta verið gert að mæta fyrir dómstól. Vafi lék á um hvort Puigdemont ætlaði að sækja um hæli í Belgíu í kjölfar útvarpsviðtals nýráðins lögfræðings hans, Pauls Bekaert. Sagði Bekaert að allir möguleikar væru opnir, ekkert hefði verið útilokað. „Það myndi hins vegar koma á óvart ef Belgar yrðu við þeirri beiðni, svona miðað við ástandið.“ Spánverjar hafa boðað til nýrra héraðsþingkosninga í Katalóníu samhliða sviptingu sjálfsstjórnarvalda og munu þær fara fram þann 21. desember næstkomandi. „Ég vil að ríkisstjórnin skuldbindi sig fyrirfram til þess að virða niðurstöðurnar, jafnvel þótt þær færi aðskilnaðarsinnum meirihluta á þinginu,“ sagði Puigdemont. Ríkisstjórnin hefur áður sagt að Puigdemont væri frjálst að taka þátt í kosningunum. Þó virtist Puigdemont vara aðskilnaðarsinna við því að vera of sigurvissir í baráttunni. „Ég vil biðja Katalóna að búa sig undir að þetta gæti orðið afar langt ferli. Við erum að kljást við ríki sem skilur ekkert nema valdbeitingu.“ Spennan í Katalóníu heldur áfram að aukast en spænska lögreglan gerði í gær áhlaup á skrifstofur katalónsku lögreglunnar. Greindu fjölmiðlar í héraðinu frá því að leitað hefði verið að skjölum sem tengdust kosningunum. Katalónska lögreglan hefur verið sökuð um að hjálpa ekki þeirri spænsku við að hafa stjórn á mótmælum aðskilnaðarsinna í aðdraganda kosninganna.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent