Mladic dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir þjóðarmorð Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2017 11:42 Ratko Mladic í dómsal árið 2011. Vísir/Getty Alþjóðlegi stríðsglæpadómstóllinn í málefnum fyrrum Júgóslavíu (ICTY) hefur dæmt Ratko Mladic, hershöfðingja Bosníu-Serba í stríðinu, í lífstíðarfangelsi fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu og aðild að verstu ódæðum stríðsins. Þar á meðal hefur Mladic verið dæmdur fyrir þjóðarmorðið í Srebrenica í júlí 1995 þar sem um átta þúsund múslímskir karlar og drengir voru drepnir.Hinn 75 ára gamli Mladic, sem gekk undir nafninu „Slátrari Bosníu“, hefur alla tíð neitað sök.Vísir/GraphicNewsMladic var einnig dæmdur fyrir þriggja ára umsátrið um Sarajevo þar sem rúmlega tíu þúsund manns dóu. Skömmu áður en úrskurður dómstólsins var lesinn upp var Mladic vísað úr dómsal eftir að hann öskraði á dómarana þrjá. Lögmaður hans hafði beðið um að dómsuppkvaðningunni yrði frestað þar sem blóðþrýstingur Mladic væri mjög hár. Það var ekki samþykkt.Samkvæmt AP fréttaveitunni brutust út mikil fagnaðarlæti meðal mæðra fórnarlamba Srebrenica fjöldamorðsins. Þá brutust út smávægileg slagsmál í salnum.Sonur Mladic sagði að niðurstaðan hefði ekki komið sér á óvart. Hann sagði dómstólinn hafa verið gegn föður sínum frá upphafi. Stríðsglæpadómstólnum var komið á fót í Haag árið 1993 og var hann sá fyrsti sinnar tegundar frá því að stríðsglæpadómstólum var komið á í Nürnberg og Tókýó í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar. Réttarhöld í máli Mladic hófust árið 2012 og hafa alls 377 vitni verið kölluð til – 169 af saksóknurum og 208 af verjendum Mladic. Mál Mladic er það síðasta sem verður lagt fyrir dómstólinn. Alls hafa 84 manns verið sakfelldir hjá dómnum og nítján verið sýknaðir. Bosnía og Hersegóvína Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Alþjóðlegi stríðsglæpadómstóllinn í málefnum fyrrum Júgóslavíu (ICTY) hefur dæmt Ratko Mladic, hershöfðingja Bosníu-Serba í stríðinu, í lífstíðarfangelsi fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu og aðild að verstu ódæðum stríðsins. Þar á meðal hefur Mladic verið dæmdur fyrir þjóðarmorðið í Srebrenica í júlí 1995 þar sem um átta þúsund múslímskir karlar og drengir voru drepnir.Hinn 75 ára gamli Mladic, sem gekk undir nafninu „Slátrari Bosníu“, hefur alla tíð neitað sök.Vísir/GraphicNewsMladic var einnig dæmdur fyrir þriggja ára umsátrið um Sarajevo þar sem rúmlega tíu þúsund manns dóu. Skömmu áður en úrskurður dómstólsins var lesinn upp var Mladic vísað úr dómsal eftir að hann öskraði á dómarana þrjá. Lögmaður hans hafði beðið um að dómsuppkvaðningunni yrði frestað þar sem blóðþrýstingur Mladic væri mjög hár. Það var ekki samþykkt.Samkvæmt AP fréttaveitunni brutust út mikil fagnaðarlæti meðal mæðra fórnarlamba Srebrenica fjöldamorðsins. Þá brutust út smávægileg slagsmál í salnum.Sonur Mladic sagði að niðurstaðan hefði ekki komið sér á óvart. Hann sagði dómstólinn hafa verið gegn föður sínum frá upphafi. Stríðsglæpadómstólnum var komið á fót í Haag árið 1993 og var hann sá fyrsti sinnar tegundar frá því að stríðsglæpadómstólum var komið á í Nürnberg og Tókýó í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar. Réttarhöld í máli Mladic hófust árið 2012 og hafa alls 377 vitni verið kölluð til – 169 af saksóknurum og 208 af verjendum Mladic. Mál Mladic er það síðasta sem verður lagt fyrir dómstólinn. Alls hafa 84 manns verið sakfelldir hjá dómnum og nítján verið sýknaðir.
Bosnía og Hersegóvína Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira