Pútín og Assad funduðu í Sochi Atli Ísleifsson skrifar 21. nóvember 2017 08:35 Þetta er í annað sinn sem Bashar al-Assad Sýrlandsforseti heimsækir Rússland frá því að stríðið braust út í Sýrlandi árið 2011. Vísir/AFP Bashar al-Assad Sýrlandsforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti funduðu í rússneska bænum Sochi við Svartahaf í gær. Ekki var greint frá því fyrir fundinn hvað stæði til og var fyrst sagt frá fundi forsetanna í morgun. Reuters greinir frá.Forsetarnir ræddu meðal annars ástandið í Sýrlandi en sýrlenski herinn náði yfirráðum í bænum al-Bukamal um helgina. Borginni hafði verið lýst sem síðasta vígi hryðjuverkasamtakanna ISIS í landinu. „Við eigum enn langt í land áður en við náum algerum sigri á hryðjuverkamönnunum. En hvað varðar sameiginlega vinnu okkar að sigra hryðjuverkasamtök innan landsvæðis Sýrlands, þá má segja að hernaðarlegum aðgerðum fari senn að ljúka,“ sagði Pútín í samtali við rússneska sjónvarpsstöð. Forsetinn rússneski óskaði Assad til hamingju með árangur Sýrlands í baráttunni gegn hryðjuverkum og þá þakkaði Assad Rússlandsstjórn fyrir bæði pólitískan og hernaðarlegan stuðning. Um var að ræða aðra ferð sýrlenska forsetans til Rússlands frá því að stríð braust út í Sýrlandi árið 2011. Pútín segir mikilvægasta verkefnið nú sé að vinna að pólitískum lausnum og benti á að sýrlenskur starfsbróðir sinn væri reiðubúinn að vinna með öllum þeim sem vilja vinna að friði í landinu.Ræðir við Trump Pútín sagðist ennfremur ætla að ræða við Donald Trump Bandaríkjaforseta og fjölda leiðtoga ríkja í Mið-Austurlöndum um ástandið í Sýrlandi í síma í dag og þá mun hann funda með leiðtogum Írans og Tyrklands, Hassan Rouhani og Recep Tayyip Erdogan, á morgun. Rouhani lýsti því yfir í sjónvarpsávarpi í morgun að hryðjuverkasamtökin ISIS hafi nú liðið undir lok. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Rússar beittu neitunarvaldi gegn efnavopnarannsóknum í Sýrlandi Þetta er í tíunda sinn sem Rússar beita neitunarvaldi sínu varðandi ríkisstjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi. 16. nóvember 2017 22:33 Síðasti bær ISIS í Írak fallinn Kalífadæmið liðið að lokum en skæruliðahernaður tekur við. 17. nóvember 2017 21:45 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Bashar al-Assad Sýrlandsforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti funduðu í rússneska bænum Sochi við Svartahaf í gær. Ekki var greint frá því fyrir fundinn hvað stæði til og var fyrst sagt frá fundi forsetanna í morgun. Reuters greinir frá.Forsetarnir ræddu meðal annars ástandið í Sýrlandi en sýrlenski herinn náði yfirráðum í bænum al-Bukamal um helgina. Borginni hafði verið lýst sem síðasta vígi hryðjuverkasamtakanna ISIS í landinu. „Við eigum enn langt í land áður en við náum algerum sigri á hryðjuverkamönnunum. En hvað varðar sameiginlega vinnu okkar að sigra hryðjuverkasamtök innan landsvæðis Sýrlands, þá má segja að hernaðarlegum aðgerðum fari senn að ljúka,“ sagði Pútín í samtali við rússneska sjónvarpsstöð. Forsetinn rússneski óskaði Assad til hamingju með árangur Sýrlands í baráttunni gegn hryðjuverkum og þá þakkaði Assad Rússlandsstjórn fyrir bæði pólitískan og hernaðarlegan stuðning. Um var að ræða aðra ferð sýrlenska forsetans til Rússlands frá því að stríð braust út í Sýrlandi árið 2011. Pútín segir mikilvægasta verkefnið nú sé að vinna að pólitískum lausnum og benti á að sýrlenskur starfsbróðir sinn væri reiðubúinn að vinna með öllum þeim sem vilja vinna að friði í landinu.Ræðir við Trump Pútín sagðist ennfremur ætla að ræða við Donald Trump Bandaríkjaforseta og fjölda leiðtoga ríkja í Mið-Austurlöndum um ástandið í Sýrlandi í síma í dag og þá mun hann funda með leiðtogum Írans og Tyrklands, Hassan Rouhani og Recep Tayyip Erdogan, á morgun. Rouhani lýsti því yfir í sjónvarpsávarpi í morgun að hryðjuverkasamtökin ISIS hafi nú liðið undir lok.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Rússar beittu neitunarvaldi gegn efnavopnarannsóknum í Sýrlandi Þetta er í tíunda sinn sem Rússar beita neitunarvaldi sínu varðandi ríkisstjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi. 16. nóvember 2017 22:33 Síðasti bær ISIS í Írak fallinn Kalífadæmið liðið að lokum en skæruliðahernaður tekur við. 17. nóvember 2017 21:45 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Rússar beittu neitunarvaldi gegn efnavopnarannsóknum í Sýrlandi Þetta er í tíunda sinn sem Rússar beita neitunarvaldi sínu varðandi ríkisstjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi. 16. nóvember 2017 22:33
Síðasti bær ISIS í Írak fallinn Kalífadæmið liðið að lokum en skæruliðahernaður tekur við. 17. nóvember 2017 21:45