Rússar segja markmiðinu náð í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 7. desember 2017 16:48 Rússneskum herflugvélum flogið yfir Sýrlandi. Vísir/AFP Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir að því markmiði að sigra og rekja vígamenn Íslamska ríkisins á brott í Sýrlandi hafi náðst. Rússar segja að landið hafi verið frelsað af fullu frá ofstækismönnunum. Ekki sé eitt þorp eða hérað þar sem hryðjuverkasamtökin séu enn við völd. „Markmið herafla Rússlands, að sigra hópa hryðjuverkamanna ISIS í Sýrlandi hefur náðst,“ sagði herforinginn Sergei Rudskoi samkvæmt AFP fréttaveitunni.Í frétt TASS, fréttaveitu í eigu rússneska ríkisins, er haft eftir Rudskoi að her Bashar al-Assad vinni nú að því að hreinsa jarðsprengjur og gildrur í kringum þá síðustu bæi sem ISIS-liðar stjórnuðu.Rússar hófu aðgerðir sínar í Sýrlandi í september árið 2015 og beittu loftárásum til stuðnings Assad, sem þá átti undir högg að sækja. Íranar hafa einnig aðstoðað Assad verulega og hefur hann tryggt stöðu sína verulega. Rudskoi hélt því einnig fram að á hverjum degi hefðu minnst hundrað flugvélar verið notaðar til allt að 250 loftárása á dag í Sýrlandi. Á sama tíma hefðu sérsveitir Rússa tekið þátt í aðgerðum á jörðu niðri. Samtökin Syrian Observatory for Human Rights, sem fylgst hafa náið með átökunum í Sýrlandi, segja þó að ISIS stjórni enn um átta prósentum Deir Ezzor-héraðs. Rudskoi sagði að mögulega væru vígamenn ISIS enn á sveimi en að stjórnarher Sýrlands myndi berjast gegn þeim. Mögulegt þykir að þar hafi hann gefið í skyn að Rússar ætli að draga úr aðgerðum sínum í landinu. Minnst 340 þúsund manns hafa dáið í átökunum í Sýrlandi frá þau hófust í mars 2011. Rússar hafa ítrekað verið sakaðir um að gera loftárásir á almenna borgara. Rudskoi segir að Rússar muni nú snúa sér að friðarviðræðum á milli Assad, uppreisnarmanna, sýrlenskra Kúrda og annarra fylkinga og uppbyggingu í landinu. Mið-Austurlönd Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir að því markmiði að sigra og rekja vígamenn Íslamska ríkisins á brott í Sýrlandi hafi náðst. Rússar segja að landið hafi verið frelsað af fullu frá ofstækismönnunum. Ekki sé eitt þorp eða hérað þar sem hryðjuverkasamtökin séu enn við völd. „Markmið herafla Rússlands, að sigra hópa hryðjuverkamanna ISIS í Sýrlandi hefur náðst,“ sagði herforinginn Sergei Rudskoi samkvæmt AFP fréttaveitunni.Í frétt TASS, fréttaveitu í eigu rússneska ríkisins, er haft eftir Rudskoi að her Bashar al-Assad vinni nú að því að hreinsa jarðsprengjur og gildrur í kringum þá síðustu bæi sem ISIS-liðar stjórnuðu.Rússar hófu aðgerðir sínar í Sýrlandi í september árið 2015 og beittu loftárásum til stuðnings Assad, sem þá átti undir högg að sækja. Íranar hafa einnig aðstoðað Assad verulega og hefur hann tryggt stöðu sína verulega. Rudskoi hélt því einnig fram að á hverjum degi hefðu minnst hundrað flugvélar verið notaðar til allt að 250 loftárása á dag í Sýrlandi. Á sama tíma hefðu sérsveitir Rússa tekið þátt í aðgerðum á jörðu niðri. Samtökin Syrian Observatory for Human Rights, sem fylgst hafa náið með átökunum í Sýrlandi, segja þó að ISIS stjórni enn um átta prósentum Deir Ezzor-héraðs. Rudskoi sagði að mögulega væru vígamenn ISIS enn á sveimi en að stjórnarher Sýrlands myndi berjast gegn þeim. Mögulegt þykir að þar hafi hann gefið í skyn að Rússar ætli að draga úr aðgerðum sínum í landinu. Minnst 340 þúsund manns hafa dáið í átökunum í Sýrlandi frá þau hófust í mars 2011. Rússar hafa ítrekað verið sakaðir um að gera loftárásir á almenna borgara. Rudskoi segir að Rússar muni nú snúa sér að friðarviðræðum á milli Assad, uppreisnarmanna, sýrlenskra Kúrda og annarra fylkinga og uppbyggingu í landinu.
Mið-Austurlönd Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira