Líkurnar á stríði við Norður-Kóreu fara vaxandi Kjartan Kjartansson skrifar 3. desember 2017 09:44 Stjórnvöld í Norður-Kóreu segjast geta skotið eldflaug með kjarnorkusprengju á meginland Bandaríkjanna. Vísir/AFP Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta segir að möguleikinn á stríði við Norður-Kóreu fari vaxandi dag frá degi en að hernaðaraðgerðir séu ekki eina lausnin. Bandaríkjaher skoðar nú að koma fyrir eldflaugavarnarkerfi á vesturströnd Bandaríkjanna til að verjast hugsanlegri ógn frá Norður-Kóreu. Spennan á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu hefur stigmagnast undanfarin misseri vegna kjarnorku- og eldflaugatilrauna stjórnvalda í Pjongjang. Eldflaugatilraunirnar héldu áfram í vikunni eftir tveggja mánaða hlé. Nú segir HR McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, að Hvíta húsið keppist við að taka á hættunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Það eru leiðir til að taka á þessu vandamál aðrar en stríðsátök en þetta er kapphlaup vegna þess að hann er að færast nær og nær og það er ekki mikill tími til stefnu,“ sagði McMaster um Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu á viðburði í Kaliforníu. Ráðgjafinn vill að Kínverjar axli ábyrgð, meðal annars með því að koma á algeru olíuviðskiptabanni á Norður-Kóreu til að gera stjórnvöldum þar erfitt að fylla á eldflaugar sínar.Reuters-fréttastofan segir að bandaríska varnarmálaráðuneytið leiti nú að stöðum á vesturströnd Bandaríkjanna fyrir eldflaugavarnir. Það sé áríðandi í ljósi hraðra framfara í kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Stjórnvöld í Norður-Kóreu segja að langdrægar eldflaugar þeirra geti náð til meginlands Bandaríkjanna. Norður-Kórea Tengdar fréttir Fyrsta eldflaugatilraun N-Kóreu í tvo mánuði Norður-kóreski herinn skaut í dag upp eldflaug í fyrsta sinn í rúmlega tvo mánuði, að því er suður-kóreski herinn greinir frá. 28. nóvember 2017 19:21 Kjarnorkuviðvörunarsírenur ómuðu í fyrsta skipti frá kalda stríðinu Ástæða prófanana er aukin spenna milli Bandaríkjanna og N-Kóreu. Sírenunum er ætlað að gefa íbúum fimmtán mínútna fyrirvara fyrir kjarnorkuárás. 2. desember 2017 12:39 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta segir að möguleikinn á stríði við Norður-Kóreu fari vaxandi dag frá degi en að hernaðaraðgerðir séu ekki eina lausnin. Bandaríkjaher skoðar nú að koma fyrir eldflaugavarnarkerfi á vesturströnd Bandaríkjanna til að verjast hugsanlegri ógn frá Norður-Kóreu. Spennan á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu hefur stigmagnast undanfarin misseri vegna kjarnorku- og eldflaugatilrauna stjórnvalda í Pjongjang. Eldflaugatilraunirnar héldu áfram í vikunni eftir tveggja mánaða hlé. Nú segir HR McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, að Hvíta húsið keppist við að taka á hættunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Það eru leiðir til að taka á þessu vandamál aðrar en stríðsátök en þetta er kapphlaup vegna þess að hann er að færast nær og nær og það er ekki mikill tími til stefnu,“ sagði McMaster um Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu á viðburði í Kaliforníu. Ráðgjafinn vill að Kínverjar axli ábyrgð, meðal annars með því að koma á algeru olíuviðskiptabanni á Norður-Kóreu til að gera stjórnvöldum þar erfitt að fylla á eldflaugar sínar.Reuters-fréttastofan segir að bandaríska varnarmálaráðuneytið leiti nú að stöðum á vesturströnd Bandaríkjanna fyrir eldflaugavarnir. Það sé áríðandi í ljósi hraðra framfara í kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Stjórnvöld í Norður-Kóreu segja að langdrægar eldflaugar þeirra geti náð til meginlands Bandaríkjanna.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Fyrsta eldflaugatilraun N-Kóreu í tvo mánuði Norður-kóreski herinn skaut í dag upp eldflaug í fyrsta sinn í rúmlega tvo mánuði, að því er suður-kóreski herinn greinir frá. 28. nóvember 2017 19:21 Kjarnorkuviðvörunarsírenur ómuðu í fyrsta skipti frá kalda stríðinu Ástæða prófanana er aukin spenna milli Bandaríkjanna og N-Kóreu. Sírenunum er ætlað að gefa íbúum fimmtán mínútna fyrirvara fyrir kjarnorkuárás. 2. desember 2017 12:39 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Fyrsta eldflaugatilraun N-Kóreu í tvo mánuði Norður-kóreski herinn skaut í dag upp eldflaug í fyrsta sinn í rúmlega tvo mánuði, að því er suður-kóreski herinn greinir frá. 28. nóvember 2017 19:21
Kjarnorkuviðvörunarsírenur ómuðu í fyrsta skipti frá kalda stríðinu Ástæða prófanana er aukin spenna milli Bandaríkjanna og N-Kóreu. Sírenunum er ætlað að gefa íbúum fimmtán mínútna fyrirvara fyrir kjarnorkuárás. 2. desember 2017 12:39