Lét uppskrift að kanilbollum fylgja afsökunarbeiðni vegna kynferðislegrar áreitni Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. desember 2017 12:14 Mario Batali sést hér undirbúa veislu í Hvíta húsinu árið 2016. Vísir/AFP Sjónvarpskokkurinn Mario Batali, sem sakaður hefur verið um kynferðislega áreitni, hefur verið rekinn sem stjórnandi matreiðsluþáttarins The Chew. Þátturinn var sýndur á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC en Batali hafði verið vikið tímabundið frá störfum við þáttinn á meðan ásakanirnar á hendur honum voru rannskaðar. Afsökunarbréf, þar sem Batali viðurkennir ósæmilega hegðun, hefur vakið mikla athygli. Í frétt Variety segir að ABC hafi slitið öllu samstarfi við Batali, sem er einn frægasti sjónvarpskokkur í heimi. „Við erum staðráðin í því að viðhalda öruggu starfsumhverfi og hegðun hans brýtur í bága við reglur,“ segir í tilkynningu frá sjónvarpsstöðinni. Fjölmargar konur hafa nú stigið fram og sakað sjónvarpskokkinn um kynferðislega áreitni. Áreitnin er sögð spanna að minnsta kosti 20 ára tímabil. Þá hefur Batali einnig verið gert að stíga til hliðar í störfum fyrir fyrirtæki sitt Batali and Bastianich Hospitality Group. Sjónvarpsstöðin Food Network hefur einnig hætt við að endurvekja þáttinn Molto Mario, þar sem Batali öðlaðist fyrst heimsfrægð. Hlekkur á uppskrift fylgdi afsökunarbeiðninni Í yfirlýsingu frá Batali sjálfum, sem hann sendi út í formi fréttabréfs, baðst hann afsökunar á framferði sínu og sagðist bera fulla ábyrgð á gjörðum sínum. Þá hét hann því að „leggja hart að sér hvern einasta dag“ til þess að endurheimta traust aðdáenda sinna. Athygli vakti þó að með afsökunarbeiðninni lét Batali fylgja uppskrift að sérstökum kanilbollum úr pítsudegi. „Ef þið eruð á höttunum eftir morgunmat með hátíðarívafi, þá eru þessir pítsudegis-kanilbollur í uppáhaldi hjá aðdáendum mínum,“ skrifaði Batali. Meðfylgjandi var hlekkur á uppskriftina. Eftir brotthvarf Batali standa meðstjórnendur hans Carla Hall, Clinton Kelly og Michael Symon vaktina í The Chew. Í kjölfar ásakananna hefur Batali verið fjarlægður úr öllu kynningarefni fyrir þáttinn. Skjáskot af fréttabréfinu, þar sem finna má afsökunarbeiðni Batali og hlekk á téða uppskrift, er að finna í tístinu hér að neðan. Hi guys, it's 2017 and Mario Batali just apologized for sexual harassment AND gave a recipe for Pizza Dough Cinnamon Rolls all in one email. pic.twitter.com/88VuVB8a4H— Jules (@jules_su) December 16, 2017 MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Segir karlmenn á borð við Matt Damon ekki geta skilið kynferðisofbeldi Breska leikkonan Minnie Driver ræddi viðbrögð leikarans Matt Damon við vitundarvakningu um kynferðisofbeldi í Hollywood síðustu mánuði. 17. desember 2017 10:45 Frægur leikari sagði henni að slaka á vegna Harvey Weinstein-málsins "Mér fannst það mjög sorglegt.“ 9. desember 2017 20:58 Weinstein útbjó leynilista til að koma í veg fyrir ásakanir Breska dagblaðið The Observer hefur komist yfir leynilegan lista Harwey Weinstein sem hann setti saman til þess að átta sig á því hverjir vissu um ásakanir um kynferðislega áreitni eða ofbeldi af hans hálfu. 18. nóvember 2017 23:46 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Sjónvarpskokkurinn Mario Batali, sem sakaður hefur verið um kynferðislega áreitni, hefur verið rekinn sem stjórnandi matreiðsluþáttarins The Chew. Þátturinn var sýndur á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC en Batali hafði verið vikið tímabundið frá störfum við þáttinn á meðan ásakanirnar á hendur honum voru rannskaðar. Afsökunarbréf, þar sem Batali viðurkennir ósæmilega hegðun, hefur vakið mikla athygli. Í frétt Variety segir að ABC hafi slitið öllu samstarfi við Batali, sem er einn frægasti sjónvarpskokkur í heimi. „Við erum staðráðin í því að viðhalda öruggu starfsumhverfi og hegðun hans brýtur í bága við reglur,“ segir í tilkynningu frá sjónvarpsstöðinni. Fjölmargar konur hafa nú stigið fram og sakað sjónvarpskokkinn um kynferðislega áreitni. Áreitnin er sögð spanna að minnsta kosti 20 ára tímabil. Þá hefur Batali einnig verið gert að stíga til hliðar í störfum fyrir fyrirtæki sitt Batali and Bastianich Hospitality Group. Sjónvarpsstöðin Food Network hefur einnig hætt við að endurvekja þáttinn Molto Mario, þar sem Batali öðlaðist fyrst heimsfrægð. Hlekkur á uppskrift fylgdi afsökunarbeiðninni Í yfirlýsingu frá Batali sjálfum, sem hann sendi út í formi fréttabréfs, baðst hann afsökunar á framferði sínu og sagðist bera fulla ábyrgð á gjörðum sínum. Þá hét hann því að „leggja hart að sér hvern einasta dag“ til þess að endurheimta traust aðdáenda sinna. Athygli vakti þó að með afsökunarbeiðninni lét Batali fylgja uppskrift að sérstökum kanilbollum úr pítsudegi. „Ef þið eruð á höttunum eftir morgunmat með hátíðarívafi, þá eru þessir pítsudegis-kanilbollur í uppáhaldi hjá aðdáendum mínum,“ skrifaði Batali. Meðfylgjandi var hlekkur á uppskriftina. Eftir brotthvarf Batali standa meðstjórnendur hans Carla Hall, Clinton Kelly og Michael Symon vaktina í The Chew. Í kjölfar ásakananna hefur Batali verið fjarlægður úr öllu kynningarefni fyrir þáttinn. Skjáskot af fréttabréfinu, þar sem finna má afsökunarbeiðni Batali og hlekk á téða uppskrift, er að finna í tístinu hér að neðan. Hi guys, it's 2017 and Mario Batali just apologized for sexual harassment AND gave a recipe for Pizza Dough Cinnamon Rolls all in one email. pic.twitter.com/88VuVB8a4H— Jules (@jules_su) December 16, 2017
MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Segir karlmenn á borð við Matt Damon ekki geta skilið kynferðisofbeldi Breska leikkonan Minnie Driver ræddi viðbrögð leikarans Matt Damon við vitundarvakningu um kynferðisofbeldi í Hollywood síðustu mánuði. 17. desember 2017 10:45 Frægur leikari sagði henni að slaka á vegna Harvey Weinstein-málsins "Mér fannst það mjög sorglegt.“ 9. desember 2017 20:58 Weinstein útbjó leynilista til að koma í veg fyrir ásakanir Breska dagblaðið The Observer hefur komist yfir leynilegan lista Harwey Weinstein sem hann setti saman til þess að átta sig á því hverjir vissu um ásakanir um kynferðislega áreitni eða ofbeldi af hans hálfu. 18. nóvember 2017 23:46 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Segir karlmenn á borð við Matt Damon ekki geta skilið kynferðisofbeldi Breska leikkonan Minnie Driver ræddi viðbrögð leikarans Matt Damon við vitundarvakningu um kynferðisofbeldi í Hollywood síðustu mánuði. 17. desember 2017 10:45
Frægur leikari sagði henni að slaka á vegna Harvey Weinstein-málsins "Mér fannst það mjög sorglegt.“ 9. desember 2017 20:58
Weinstein útbjó leynilista til að koma í veg fyrir ásakanir Breska dagblaðið The Observer hefur komist yfir leynilegan lista Harwey Weinstein sem hann setti saman til þess að átta sig á því hverjir vissu um ásakanir um kynferðislega áreitni eða ofbeldi af hans hálfu. 18. nóvember 2017 23:46