Rayjoy vill ekki hitta Puigdemont Samúel Karl Ólason skrifar 22. desember 2017 16:54 Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar. Vísir/EPA Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, segist ekki ætla að hitta Carles Puigdemont, stjórnmálamanninn frá Katalóníu sem er í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu. Puigdemont hafði kallað eftir því að þeir myndu hittast, í öðru landi en Spáni, eftir að aðskilnaðarsinnar hlutu meirihluta á þingi Katalóníu í kosningum þar í gær.Snúi Puigdemont aftur til Spánar gæti hann verið handtekinn og ákærður fyrir, meðal annars, landráð og misnotkun á opinberu fé. Aðskilnaðarsinnar verða með nauman meirihluta á héraðsþinginu, nokkuð minni en á síðasta þingi, sem var leyst upp af spænska ríkinu með vísun í 155. grein stjórnarskrárinnar eftir að aðskilnaðarsinnar héldu kosningu í héraðinu um sjálfstæði frá Spáni. Spánarstjórn boðaði til kosninganna. Borgaraflokkurinn (Ciudadanos) verður stærsti flokkurinn á þinginu með rúmlega fjórðung atkvæða, en hann styður áframhaldandi samband Katalóníu og Spánar. Ekki er því ljóst að svo stöddu hverjum verður veitt umboð til myndunar stjórnar. Inés Arrimadas, formaður Ciudadanos, sagði flokkinn hafa unnið sigur, en viðurkenndi að erfitt yrði að mynda stjórn þó að hún myndi láta á það reyna. Aðskilnaðarsinnar eru þó samanlagt með meirihluta á þinginu. Partit Popular, flokkur Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, beið afhroð í kosningunum og tryggði sér einungis ellefu af 135 þingsætum sem í boði voru. Rajoy sagði í dag, án þess að nefna Puigdemont, að hann myndi ræða við hvern þann sem myndi taka við stjórn ríkisstjórnar Katalóníu. Sá aðili yrði hins vegar að vera með aðsetur í héraðinu. Hann sagði Borgaraflokkinn vera sigurvegar kosninganna. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Sjá meira
Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, segist ekki ætla að hitta Carles Puigdemont, stjórnmálamanninn frá Katalóníu sem er í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu. Puigdemont hafði kallað eftir því að þeir myndu hittast, í öðru landi en Spáni, eftir að aðskilnaðarsinnar hlutu meirihluta á þingi Katalóníu í kosningum þar í gær.Snúi Puigdemont aftur til Spánar gæti hann verið handtekinn og ákærður fyrir, meðal annars, landráð og misnotkun á opinberu fé. Aðskilnaðarsinnar verða með nauman meirihluta á héraðsþinginu, nokkuð minni en á síðasta þingi, sem var leyst upp af spænska ríkinu með vísun í 155. grein stjórnarskrárinnar eftir að aðskilnaðarsinnar héldu kosningu í héraðinu um sjálfstæði frá Spáni. Spánarstjórn boðaði til kosninganna. Borgaraflokkurinn (Ciudadanos) verður stærsti flokkurinn á þinginu með rúmlega fjórðung atkvæða, en hann styður áframhaldandi samband Katalóníu og Spánar. Ekki er því ljóst að svo stöddu hverjum verður veitt umboð til myndunar stjórnar. Inés Arrimadas, formaður Ciudadanos, sagði flokkinn hafa unnið sigur, en viðurkenndi að erfitt yrði að mynda stjórn þó að hún myndi láta á það reyna. Aðskilnaðarsinnar eru þó samanlagt með meirihluta á þinginu. Partit Popular, flokkur Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, beið afhroð í kosningunum og tryggði sér einungis ellefu af 135 þingsætum sem í boði voru. Rajoy sagði í dag, án þess að nefna Puigdemont, að hann myndi ræða við hvern þann sem myndi taka við stjórn ríkisstjórnar Katalóníu. Sá aðili yrði hins vegar að vera með aðsetur í héraðinu. Hann sagði Borgaraflokkinn vera sigurvegar kosninganna.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Sjá meira