Sagði Ástrala að Rússar sætu á upplýsingum um Clinton áður en það var opinbert Samúel Karl Ólason skrifar 31. desember 2017 09:31 George Papadopoulos var ráðgjafi framboðs Donald Trump í utanríkismálum í sjálfboðastarfi. Vísir/AFP Alríkislögregla Bandaríkjanna hóf rannsókn sína á meintu samstarfi framboðs Donald Trump og yfirvöldum í Rússlandi eftir að George Papadopoulos, sem var ráðgjafi framboðsins í utanríkismálum, sagði embættismanni frá Ástralíu að Rússar sætu á upplýsingum sem myndu koma sér illa fyrir Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump. Þetta var í maí í fyrra eða um tveimur mánuðum áður en upplýsingar úr tölvuárásinni á landsnefnd Demókrataflokksins voru gerðar opinberar. Papadopoulos mun hafa sagt þetta við Alexander Downer eftir mikla drykkju. Leyniþjónustur og öryggisstofnanir eiga í nánu samstarfi við stofnanir Bandaríkjanna og tilkynntu Ástralar ummæli Papadopoulos til Alríkislögreglunnar, eða FBI.Samkvæmt frétt New York Times, sem byggir á samtölum við ástralska og bandaríska embættismenn, hafði Papadopoulos fengið þessar upplýsingar um þremur vikum áður frá maltneskum prófessor með tengsl við Utanríkisráðuneyti Rússlands.Starfar með rannsakendum Papadopoulos hefur játað að hafa logið að starfsmanni FBI um fundi sína við rússneska embættismenn og er vitni í rannsókn sérstaka saksóknarans Robert Mueller. Starfsmenn Trump hafa haldið því fram að Papadopoulos hafi verið áhrifalaus sjálfboðaliði hjá framboði forsetans eða „kaffi strákur“ en New York Times segir að gögn sem blaðamenn miðilsins hafi undir höndum sýni að svo sé ekki. Papadopoulos hafi til dæmis komið á fundi á milli Trump og Abdel Fattah el-Sissi, forseta Egyptalands, tveimur mánuðum fyrir kosningarnar í fyrra. Þá var Papadopoulos hættur hjá framboðinu. Donald Trump og ýmsir bandamenn hans hafa gagnrýnt rannsókn Mueller og FBI harðlega að undanförnu. Meðal annars hefur því verið haldið fram að rannsókn FBI hafi byrjað eftir að „Steele-skýrslan“ svokallaða hafi litið dagsins ljós.Sjá einnig: Trump og starfsmenn hans gagnrýna Alríkislögregluna harðlegaÞað er skýrsla sem unnin var af fyrrverandi breskum leyniþjónustumanni sem rannsakaði tengsl Trump við Rússland og umsvif hans þar. Steele var upprunalega ráðinn af andstæðingum Trump innan Repúblikanaflokksins en eftir að Trump bar sigur úr býtum í forvali flokksins var skýrslan fjármögnuð af framboði Hillary Clinton. Robert Mueller var skipaður sérstakur saksóknari eftir að Donald Trump viðurkenndi í sjónvarpsviðtali að hafa rekið James Comey, fyrrverandi yfirmann FBI, vegna rannsóknar stofnunarinnar á meintu samstarfi framboðsins og Rússa. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump segir orðspor FBI í molum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vandar bandarísku alríkislögreglunni FBI ekki kveðjurnar á Twitter síðu sinni í dag. Hann segir orðspor FBI í molum. 3. desember 2017 20:30 Mueller veik FBI-manni til hliðar vegna skilaboða um Trump Alríkislögreglumaður sem vann við rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa skipst á skilaboðum við hjákonu sína sem túlka mætti sem neikvæð um Trump forseta. 3. desember 2017 07:21 Trump þrýsti á þingmenn um að hætta rannsókn á Rússatengslum Bandaríkjaforseti bað nokkra þingmenn repúblikana um að ljúka rannsókn Bandaríkjaþings á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í sumar. 1. desember 2017 09:29 Banki á Kýpur með tengsl við Rússland til rannsóknar hjá FBI Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur beðið yfirvöld á Kýpur um upplýsingar er varða fjárhag banka sem nú hefur verið lokað en var notaður af ríkum, rússneskum stjórnmálamönnum. 24. desember 2017 12:42 Óttast brottrekstur Mueller í kjölfar árása Einhverjir stuðningsmenn Trump hafa jafnvel kallað eftir því að gervallri forystu Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, verði skipt út og að nýr sérstakur saksóknari verði skipaður til að rannsaka Alríkislögregluna. 18. desember 2017 13:15 Með tugi þúsunda tölvupósta frá Trump-teyminu Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, er sagður hafa komist yfir tugi þúsunda tölvupósta frá teymi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, 17. desember 2017 08:19 Samstarfsmaður kosningastjóra Trump sagður tengjast rússnesku leyniþjónustunni Fyrrverandi kosningarstjóri Trump sem er ákærður fyrir peningaþvætti og fleira er sagður hafa unnið að skoðanagrein um eigin störf með rússneskum samstarfsmanni á laun. 5. desember 2017 15:18 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Sjá meira
Alríkislögregla Bandaríkjanna hóf rannsókn sína á meintu samstarfi framboðs Donald Trump og yfirvöldum í Rússlandi eftir að George Papadopoulos, sem var ráðgjafi framboðsins í utanríkismálum, sagði embættismanni frá Ástralíu að Rússar sætu á upplýsingum sem myndu koma sér illa fyrir Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump. Þetta var í maí í fyrra eða um tveimur mánuðum áður en upplýsingar úr tölvuárásinni á landsnefnd Demókrataflokksins voru gerðar opinberar. Papadopoulos mun hafa sagt þetta við Alexander Downer eftir mikla drykkju. Leyniþjónustur og öryggisstofnanir eiga í nánu samstarfi við stofnanir Bandaríkjanna og tilkynntu Ástralar ummæli Papadopoulos til Alríkislögreglunnar, eða FBI.Samkvæmt frétt New York Times, sem byggir á samtölum við ástralska og bandaríska embættismenn, hafði Papadopoulos fengið þessar upplýsingar um þremur vikum áður frá maltneskum prófessor með tengsl við Utanríkisráðuneyti Rússlands.Starfar með rannsakendum Papadopoulos hefur játað að hafa logið að starfsmanni FBI um fundi sína við rússneska embættismenn og er vitni í rannsókn sérstaka saksóknarans Robert Mueller. Starfsmenn Trump hafa haldið því fram að Papadopoulos hafi verið áhrifalaus sjálfboðaliði hjá framboði forsetans eða „kaffi strákur“ en New York Times segir að gögn sem blaðamenn miðilsins hafi undir höndum sýni að svo sé ekki. Papadopoulos hafi til dæmis komið á fundi á milli Trump og Abdel Fattah el-Sissi, forseta Egyptalands, tveimur mánuðum fyrir kosningarnar í fyrra. Þá var Papadopoulos hættur hjá framboðinu. Donald Trump og ýmsir bandamenn hans hafa gagnrýnt rannsókn Mueller og FBI harðlega að undanförnu. Meðal annars hefur því verið haldið fram að rannsókn FBI hafi byrjað eftir að „Steele-skýrslan“ svokallaða hafi litið dagsins ljós.Sjá einnig: Trump og starfsmenn hans gagnrýna Alríkislögregluna harðlegaÞað er skýrsla sem unnin var af fyrrverandi breskum leyniþjónustumanni sem rannsakaði tengsl Trump við Rússland og umsvif hans þar. Steele var upprunalega ráðinn af andstæðingum Trump innan Repúblikanaflokksins en eftir að Trump bar sigur úr býtum í forvali flokksins var skýrslan fjármögnuð af framboði Hillary Clinton. Robert Mueller var skipaður sérstakur saksóknari eftir að Donald Trump viðurkenndi í sjónvarpsviðtali að hafa rekið James Comey, fyrrverandi yfirmann FBI, vegna rannsóknar stofnunarinnar á meintu samstarfi framboðsins og Rússa.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump segir orðspor FBI í molum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vandar bandarísku alríkislögreglunni FBI ekki kveðjurnar á Twitter síðu sinni í dag. Hann segir orðspor FBI í molum. 3. desember 2017 20:30 Mueller veik FBI-manni til hliðar vegna skilaboða um Trump Alríkislögreglumaður sem vann við rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa skipst á skilaboðum við hjákonu sína sem túlka mætti sem neikvæð um Trump forseta. 3. desember 2017 07:21 Trump þrýsti á þingmenn um að hætta rannsókn á Rússatengslum Bandaríkjaforseti bað nokkra þingmenn repúblikana um að ljúka rannsókn Bandaríkjaþings á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í sumar. 1. desember 2017 09:29 Banki á Kýpur með tengsl við Rússland til rannsóknar hjá FBI Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur beðið yfirvöld á Kýpur um upplýsingar er varða fjárhag banka sem nú hefur verið lokað en var notaður af ríkum, rússneskum stjórnmálamönnum. 24. desember 2017 12:42 Óttast brottrekstur Mueller í kjölfar árása Einhverjir stuðningsmenn Trump hafa jafnvel kallað eftir því að gervallri forystu Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, verði skipt út og að nýr sérstakur saksóknari verði skipaður til að rannsaka Alríkislögregluna. 18. desember 2017 13:15 Með tugi þúsunda tölvupósta frá Trump-teyminu Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, er sagður hafa komist yfir tugi þúsunda tölvupósta frá teymi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, 17. desember 2017 08:19 Samstarfsmaður kosningastjóra Trump sagður tengjast rússnesku leyniþjónustunni Fyrrverandi kosningarstjóri Trump sem er ákærður fyrir peningaþvætti og fleira er sagður hafa unnið að skoðanagrein um eigin störf með rússneskum samstarfsmanni á laun. 5. desember 2017 15:18 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Sjá meira
Trump segir orðspor FBI í molum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vandar bandarísku alríkislögreglunni FBI ekki kveðjurnar á Twitter síðu sinni í dag. Hann segir orðspor FBI í molum. 3. desember 2017 20:30
Mueller veik FBI-manni til hliðar vegna skilaboða um Trump Alríkislögreglumaður sem vann við rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa skipst á skilaboðum við hjákonu sína sem túlka mætti sem neikvæð um Trump forseta. 3. desember 2017 07:21
Trump þrýsti á þingmenn um að hætta rannsókn á Rússatengslum Bandaríkjaforseti bað nokkra þingmenn repúblikana um að ljúka rannsókn Bandaríkjaþings á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í sumar. 1. desember 2017 09:29
Banki á Kýpur með tengsl við Rússland til rannsóknar hjá FBI Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur beðið yfirvöld á Kýpur um upplýsingar er varða fjárhag banka sem nú hefur verið lokað en var notaður af ríkum, rússneskum stjórnmálamönnum. 24. desember 2017 12:42
Óttast brottrekstur Mueller í kjölfar árása Einhverjir stuðningsmenn Trump hafa jafnvel kallað eftir því að gervallri forystu Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, verði skipt út og að nýr sérstakur saksóknari verði skipaður til að rannsaka Alríkislögregluna. 18. desember 2017 13:15
Með tugi þúsunda tölvupósta frá Trump-teyminu Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, er sagður hafa komist yfir tugi þúsunda tölvupósta frá teymi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, 17. desember 2017 08:19
Samstarfsmaður kosningastjóra Trump sagður tengjast rússnesku leyniþjónustunni Fyrrverandi kosningarstjóri Trump sem er ákærður fyrir peningaþvætti og fleira er sagður hafa unnið að skoðanagrein um eigin störf með rússneskum samstarfsmanni á laun. 5. desember 2017 15:18