Erlent

Assad-liðar herja á síðasta vígi uppreisnarmanna

Samúel Karl Ólason skrifar
Sameinuðu þjóðirnar áætla að rúmlega sjötíu þúsund manns hafi flúið undan nýjustu sókn stjórnarhersins og einnig er talið að rúmlega milljón manns, sem hafi flúið frá öðrum héruðum Sýrlands, haldi til í Idlib.
Sameinuðu þjóðirnar áætla að rúmlega sjötíu þúsund manns hafi flúið undan nýjustu sókn stjórnarhersins og einnig er talið að rúmlega milljón manns, sem hafi flúið frá öðrum héruðum Sýrlands, haldi til í Idlib. Vísir/AFP
Tugir þúsunda íbúa flýja nú undan sókn stjórnarhers Sýrlands í Idlib héraði, síðasta héraðinu sem lútir stjórn uppreisnarmanna í landinu. Fregnir hafa borist af miklu mannfalli borgara og að árásir séu markvisst gerðar á sjúkrahús í héraðinu. Tyrkir hafa gagnrýnt sóknina harðlega og segja hana grafa undan friðarviðræðum.

Vísir/GraphicNews
Tyrkir hafa að undanförnu unnið með Rússlandi og Íran, bandamönnum Assad, að því að finna lausn á þeim átökum sem geisað hafa í rúm sex ár í Sýrlandi. Ríkin samþykktu í fyrra að gera stóran hluta Idlib-héraðs að nokkurskonar friðarsvæðum.

Sókn stjórnarhersins nálgast nú þessi svæði, samkvæmt utanríkisráðherra Tyrklands.



Einn af forvarsmönnum hjálparsamtakanna Union of Medical Care and Relife Organisations eða UOSSM sem blaðamaður Guardian ræddi við segir að loftárásir hafi verið gerðar á minnst átta sjúkrahús í héraðinu á undanförnum mánuði. Markmiðið sé að þvinga fólk til að flýja af svæðinu. UOSSM reka fjölda sjúkrahúsa í Sýrlandi.



Sameinuðu þjóðirnar áætla að rúmlega sjötíu þúsund manns hafi flúið undan nýjustu sókn stjórnarhersins og einnig er talið að rúmlega milljón manns, sem hafi flúið frá öðrum héruðum Sýrlands, haldi til í Idlib. Mögulegt þykir að fjölmargir þeirra muni flýja til Tyrklands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×