Húðskamma Bandaríkin fyrir að boða til fundar vegna Íran Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. janúar 2018 23:34 Vassily Nebenzia, sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum, ræðir við Nikki Hayley, sendiherra Bandaríkjanna í ráðinu, á fundinum í dag. Vísir/afp Vassily Nebenzia, sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum, hefur harðlega gagnrýnt Bandaríkin fyrir að boða öyggisráðið til fundar vegna mótmælanna í Íran. Fundurinn kom ráðinu í opna skjöldu, að sögn stjórnmálaskýrenda, en skiptar skoðanir eru á afstöðu Bandaríkjanna í málinu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna var boðað til fundar í dag til þess að ræða sérstaklega mótmæli stjórnarandstæðinga í Íran. Áður en fundurinn hófst óskuðu Rússar hins vegar eftir lokuðum fundi í ráðinu en þeir telja að Bandaríkin skipti sér of mikið af innanríkismálum í Íran. Nikki Hayley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, var harðorð í garð stjórnvalda í Íran á fundi öryggisráðsins en greint var ítarlega frá því sem fram fór á fundinum á vef fréttastofunnar CNN. „Mannréttindi eru ekki gjöf sem ríkisstjórnir geta útdeilt, þau eru óumdeild réttindi fólksins,“ sagði Hayley. Hún ítrekaði einnig að stjórnvöld í Íran væru nú undir „eftirliti heimsbyggðarinnar“ og að með mótmælunum sýndu stjórnarandstæðingar af sér mikið hugrekki.Sjá einnig: Segir ásakanir æðsta klerksins algjört rugl Vassily Nebenzia, rússneski starfsbróðir Hayley í öryggisráðinu, gaf lítið fyrir stefnu Bandaríkjanna og húðskammaði þarlend yfirvöld fyrir að fjalla um mótmælin í Íran undir „fölsku yfirskyni.“ Hann sagði að með rökstuðningi Bandaríkjanna hefði á sama hátt verið hægt að boða til fundar í öryggisráðinu um mótmælin í bandaríska bænum Ferguson árið 2014, þar sem ítrekað kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu eftir að hvítur lögregluþjónn varð svörtum unglingi að bana. Franski sendiherrann, Francois Delattre, sagði mótmælin í Íran ekki alþjóðlega ógn við frið og öryggi í heiminum og taldi ekki vænlegt að hafa uppi umræður um þau í öryggisráðinu. Í vikunni sakaði æðsti klerkur Írans, Ayatollah Ali Khamenei, óvini ríkisins um að standa á bak við mótmælin í landinu en alls hafa nú 22 látist í mótmælunum. Nikki Hayley þvertók fyrir allar ásakanir æðsta klerksins. Þá sökuðu stjórnvöld í Íran Bandaríkjastjórn, einkum Donald Trump forseta, jafnframt um „viðurstyggileg“ afskipti af innanríkismálum sínum. Þetta mátti lesa í bréfi sem Íranar sendu Sameinuðu þjóðunum. Bandaríkin Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Írönsk stjórnvöld saka Bandaríkin um afskipti Vitna Íranar meðal annars til fáránlegra tísta frá Bandaríkjaforseta sem hvetji landsmenn til mótmæla. 4. janúar 2018 14:22 Segir ásakanir æðsta klerksins algjört rugl Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, segir ásakanir Ayatollah Ali Khamenei, æðsta klerks Írans, um að óvinir ríkisins standi á bak við mikil mótmæli í landinu algjört rugl. 2. janúar 2018 23:22 Dauðsföll í Íran eftir mótmæli gegn stefnu klerkastjórnarinnar Mótmæli Írana gegn bágum efnahag og atvinnuleysi breyttust skyndilega í mótmæli gegn stjórnvöldum og spillingu í ríkinu. Alda mótmæla hefur breiðst út um landið gjörvallt. Tólf hafa fallið síðustu daga í óeirðunum. 2. janúar 2018 08:45 Tugir þúsunda sýna stjórnvöldum Íran stuðning Tugir þúsunda Írana söfnuðust saman víða um landið í dag til stuðnings yfirvalda þar eftir nokkurra daga mótmæli þar sem minnst 21 hefur dáið. 3. janúar 2018 14:11 Íranir víða um heim sýndu löndum sínum stuðning Fjöldi íranskra flóttamanna víða í um heim mótmælti í dag til að sýna samstöðu með mótmælendum í heimalandinu. 2. janúar 2018 19:30 Íranar harðorðir vegna „viðurstyggilegra“ afskipta Trump af mótmælum Tíst Donalds Trump um mannskæð mótmæli í Íran þykja óeðlileg afskipti af innanríkismálum. Íransstjórn kvartar til Sameinuðu þjóðanna og sakar jafnframt Ísraela og Sádi-Araba um sams konar hátterni. 5. janúar 2018 07:00 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
Vassily Nebenzia, sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum, hefur harðlega gagnrýnt Bandaríkin fyrir að boða öyggisráðið til fundar vegna mótmælanna í Íran. Fundurinn kom ráðinu í opna skjöldu, að sögn stjórnmálaskýrenda, en skiptar skoðanir eru á afstöðu Bandaríkjanna í málinu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna var boðað til fundar í dag til þess að ræða sérstaklega mótmæli stjórnarandstæðinga í Íran. Áður en fundurinn hófst óskuðu Rússar hins vegar eftir lokuðum fundi í ráðinu en þeir telja að Bandaríkin skipti sér of mikið af innanríkismálum í Íran. Nikki Hayley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, var harðorð í garð stjórnvalda í Íran á fundi öryggisráðsins en greint var ítarlega frá því sem fram fór á fundinum á vef fréttastofunnar CNN. „Mannréttindi eru ekki gjöf sem ríkisstjórnir geta útdeilt, þau eru óumdeild réttindi fólksins,“ sagði Hayley. Hún ítrekaði einnig að stjórnvöld í Íran væru nú undir „eftirliti heimsbyggðarinnar“ og að með mótmælunum sýndu stjórnarandstæðingar af sér mikið hugrekki.Sjá einnig: Segir ásakanir æðsta klerksins algjört rugl Vassily Nebenzia, rússneski starfsbróðir Hayley í öryggisráðinu, gaf lítið fyrir stefnu Bandaríkjanna og húðskammaði þarlend yfirvöld fyrir að fjalla um mótmælin í Íran undir „fölsku yfirskyni.“ Hann sagði að með rökstuðningi Bandaríkjanna hefði á sama hátt verið hægt að boða til fundar í öryggisráðinu um mótmælin í bandaríska bænum Ferguson árið 2014, þar sem ítrekað kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu eftir að hvítur lögregluþjónn varð svörtum unglingi að bana. Franski sendiherrann, Francois Delattre, sagði mótmælin í Íran ekki alþjóðlega ógn við frið og öryggi í heiminum og taldi ekki vænlegt að hafa uppi umræður um þau í öryggisráðinu. Í vikunni sakaði æðsti klerkur Írans, Ayatollah Ali Khamenei, óvini ríkisins um að standa á bak við mótmælin í landinu en alls hafa nú 22 látist í mótmælunum. Nikki Hayley þvertók fyrir allar ásakanir æðsta klerksins. Þá sökuðu stjórnvöld í Íran Bandaríkjastjórn, einkum Donald Trump forseta, jafnframt um „viðurstyggileg“ afskipti af innanríkismálum sínum. Þetta mátti lesa í bréfi sem Íranar sendu Sameinuðu þjóðunum.
Bandaríkin Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Írönsk stjórnvöld saka Bandaríkin um afskipti Vitna Íranar meðal annars til fáránlegra tísta frá Bandaríkjaforseta sem hvetji landsmenn til mótmæla. 4. janúar 2018 14:22 Segir ásakanir æðsta klerksins algjört rugl Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, segir ásakanir Ayatollah Ali Khamenei, æðsta klerks Írans, um að óvinir ríkisins standi á bak við mikil mótmæli í landinu algjört rugl. 2. janúar 2018 23:22 Dauðsföll í Íran eftir mótmæli gegn stefnu klerkastjórnarinnar Mótmæli Írana gegn bágum efnahag og atvinnuleysi breyttust skyndilega í mótmæli gegn stjórnvöldum og spillingu í ríkinu. Alda mótmæla hefur breiðst út um landið gjörvallt. Tólf hafa fallið síðustu daga í óeirðunum. 2. janúar 2018 08:45 Tugir þúsunda sýna stjórnvöldum Íran stuðning Tugir þúsunda Írana söfnuðust saman víða um landið í dag til stuðnings yfirvalda þar eftir nokkurra daga mótmæli þar sem minnst 21 hefur dáið. 3. janúar 2018 14:11 Íranir víða um heim sýndu löndum sínum stuðning Fjöldi íranskra flóttamanna víða í um heim mótmælti í dag til að sýna samstöðu með mótmælendum í heimalandinu. 2. janúar 2018 19:30 Íranar harðorðir vegna „viðurstyggilegra“ afskipta Trump af mótmælum Tíst Donalds Trump um mannskæð mótmæli í Íran þykja óeðlileg afskipti af innanríkismálum. Íransstjórn kvartar til Sameinuðu þjóðanna og sakar jafnframt Ísraela og Sádi-Araba um sams konar hátterni. 5. janúar 2018 07:00 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
Írönsk stjórnvöld saka Bandaríkin um afskipti Vitna Íranar meðal annars til fáránlegra tísta frá Bandaríkjaforseta sem hvetji landsmenn til mótmæla. 4. janúar 2018 14:22
Segir ásakanir æðsta klerksins algjört rugl Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, segir ásakanir Ayatollah Ali Khamenei, æðsta klerks Írans, um að óvinir ríkisins standi á bak við mikil mótmæli í landinu algjört rugl. 2. janúar 2018 23:22
Dauðsföll í Íran eftir mótmæli gegn stefnu klerkastjórnarinnar Mótmæli Írana gegn bágum efnahag og atvinnuleysi breyttust skyndilega í mótmæli gegn stjórnvöldum og spillingu í ríkinu. Alda mótmæla hefur breiðst út um landið gjörvallt. Tólf hafa fallið síðustu daga í óeirðunum. 2. janúar 2018 08:45
Tugir þúsunda sýna stjórnvöldum Íran stuðning Tugir þúsunda Írana söfnuðust saman víða um landið í dag til stuðnings yfirvalda þar eftir nokkurra daga mótmæli þar sem minnst 21 hefur dáið. 3. janúar 2018 14:11
Íranir víða um heim sýndu löndum sínum stuðning Fjöldi íranskra flóttamanna víða í um heim mótmælti í dag til að sýna samstöðu með mótmælendum í heimalandinu. 2. janúar 2018 19:30
Íranar harðorðir vegna „viðurstyggilegra“ afskipta Trump af mótmælum Tíst Donalds Trump um mannskæð mótmæli í Íran þykja óeðlileg afskipti af innanríkismálum. Íransstjórn kvartar til Sameinuðu þjóðanna og sakar jafnframt Ísraela og Sádi-Araba um sams konar hátterni. 5. janúar 2018 07:00