Kjarnorkustríð við Norður-Kóreu „aldrei verið líklegra“ Samúel Karl Ólason skrifar 2. janúar 2018 11:57 Frá æfingum í Suður-Kóreu. Vísir/AFP Aðmírállinn Mike Mullen, fyrrverandi formaður bandaríska herráðsins, segir kjarnorkustríð við Norður-Kóreu aldrei hafa verið líklegra. Þá sjái hann ekki leiðir til að leysa Kóreudeiluna með viðræðum, á þessum tímapunkti. Mullen var formaður herráðsins undir bæði George W. Bush og Barack Obama og á þeim tíma var hann æðsti herforingi Bandaríkjanna. Í nýlegu viðtali sagði Mullen að ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, gæfu til kynna að forsetinn aðhyllist árásargjarnari nálgun varðandi Norður-Kóreu. Hann sagði James Mattis, varnarmálaráðherra, H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafa, og John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, hafa tekist að koma í veg fyrir að Trump stæði við hótanir sínar um „eld og heift“.Sjá einnig: Norður-Kórea dæmir Trump til dauða fyrir móðganir sínar„Ég hef áhyggjur af því hve lengi það mun vara,“ sagði Mullen og segist telja að á einhverjum tímapunkti gæti Trump hætt að hlusta á ráðgjafa sína og fylgja eigin hug. Þingmaðurinn Lindsey Graham sló á svipaða strengi á dögunum og sagðist telja um 30 prósent líkur á því að Trump myndi fyrirskipa árásir á Norður-Kóreu til að stöðva kjarnorkuvopna- og eldflaugatilraunir þeirra svo þeir gætu ekki þróað áreiðanlegar langdrægar eldflaugar og kjarnorkuvopn sem hægt væri að skjóta að Bandaríkjunum.Hann sagði einnig að ef Norður-Kóreumenn myndu framkvæma aðra kjarnorkuvopnatilraun, þá sjöundu, myndu líkurnar fara upp í 70 prósent. „Hann tók þá ákvörðun snemma að koma í veg fyrir að Norður-Kóreumenn gætu þróað kjarnorkuflaugar sem hægt væri að skjóta að Bandaríkjunum,“ sagði Graham. Aðspurður hvort að árásir kæmu til greina sagði Graham að þvinganir og refsiaðgerðir myndu aldrei virka án hernaðarógnar. „Hvernig færðu mann sem er tilbúinn til að myrða fjölskyldumeðlimi sína og pynta eigin þjóð til að halda völdum, til þess að breyta hegðun sinni. Eina leiðin er að hann trúi því að Donald Trump myndi beita afli til að gereyða ríkisstjórn hans.“ Norður-Kórea Tengdar fréttir Útgjöld Japana til hermála aldrei verið meiri Ástandið á Kóreuskaga skýrir aukinn vígbúnað landsins. 22. desember 2017 08:27 Rússar gagnrýna auknar eldflaugavarnir Japana Japanar ákváðu að auka varnargetu sína vegna aukinnar ógnar frá Norður-Kóreu. 28. desember 2017 14:31 Segja kjarnorkustríð óumflýjanlegt Aðeins spurning um hvenær ekki hvort, samkvæmt yfirvöld Norður-Kóreu. 7. desember 2017 11:43 Segja 70 prósent íbúa þjást af næringarskorti Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu koma niður á hjálparstarfi. 11. desember 2017 20:12 Kim Jong-un segist ávallt vera með kjarnorkuhnappinn á skrifborðinu Stjórnvöld í Norður-Kóreu vilja fjöldaframleiða kjarnorkuvopn og opna á viðræður við nágrannana í suðri. 1. janúar 2018 09:59 Vetrarólympíuleikarnir gætu þítt frostið Suður-Kóreumenn hafa lýst einskærum vilja til að setjast niður með nágrönnum þeirra í norðri og ræða hið ískalda samband ríkjanna. 2. janúar 2018 06:38 Hafa tekið yfir annað olíuflutningaskip Suður-Kóreumenn segja skipið hafa verið notað til að flytja olíu til Norður-Kóreu. 31. desember 2017 10:33 Bandaríkjamenn heita því að tortíma stjórn Norður Kóreu komi til stríðs Þetta sagði fulltrúi Bandaríkjamanna á neyðarfundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag. 29. nóvember 2017 23:30 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira
Aðmírállinn Mike Mullen, fyrrverandi formaður bandaríska herráðsins, segir kjarnorkustríð við Norður-Kóreu aldrei hafa verið líklegra. Þá sjái hann ekki leiðir til að leysa Kóreudeiluna með viðræðum, á þessum tímapunkti. Mullen var formaður herráðsins undir bæði George W. Bush og Barack Obama og á þeim tíma var hann æðsti herforingi Bandaríkjanna. Í nýlegu viðtali sagði Mullen að ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, gæfu til kynna að forsetinn aðhyllist árásargjarnari nálgun varðandi Norður-Kóreu. Hann sagði James Mattis, varnarmálaráðherra, H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafa, og John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, hafa tekist að koma í veg fyrir að Trump stæði við hótanir sínar um „eld og heift“.Sjá einnig: Norður-Kórea dæmir Trump til dauða fyrir móðganir sínar„Ég hef áhyggjur af því hve lengi það mun vara,“ sagði Mullen og segist telja að á einhverjum tímapunkti gæti Trump hætt að hlusta á ráðgjafa sína og fylgja eigin hug. Þingmaðurinn Lindsey Graham sló á svipaða strengi á dögunum og sagðist telja um 30 prósent líkur á því að Trump myndi fyrirskipa árásir á Norður-Kóreu til að stöðva kjarnorkuvopna- og eldflaugatilraunir þeirra svo þeir gætu ekki þróað áreiðanlegar langdrægar eldflaugar og kjarnorkuvopn sem hægt væri að skjóta að Bandaríkjunum.Hann sagði einnig að ef Norður-Kóreumenn myndu framkvæma aðra kjarnorkuvopnatilraun, þá sjöundu, myndu líkurnar fara upp í 70 prósent. „Hann tók þá ákvörðun snemma að koma í veg fyrir að Norður-Kóreumenn gætu þróað kjarnorkuflaugar sem hægt væri að skjóta að Bandaríkjunum,“ sagði Graham. Aðspurður hvort að árásir kæmu til greina sagði Graham að þvinganir og refsiaðgerðir myndu aldrei virka án hernaðarógnar. „Hvernig færðu mann sem er tilbúinn til að myrða fjölskyldumeðlimi sína og pynta eigin þjóð til að halda völdum, til þess að breyta hegðun sinni. Eina leiðin er að hann trúi því að Donald Trump myndi beita afli til að gereyða ríkisstjórn hans.“
Norður-Kórea Tengdar fréttir Útgjöld Japana til hermála aldrei verið meiri Ástandið á Kóreuskaga skýrir aukinn vígbúnað landsins. 22. desember 2017 08:27 Rússar gagnrýna auknar eldflaugavarnir Japana Japanar ákváðu að auka varnargetu sína vegna aukinnar ógnar frá Norður-Kóreu. 28. desember 2017 14:31 Segja kjarnorkustríð óumflýjanlegt Aðeins spurning um hvenær ekki hvort, samkvæmt yfirvöld Norður-Kóreu. 7. desember 2017 11:43 Segja 70 prósent íbúa þjást af næringarskorti Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu koma niður á hjálparstarfi. 11. desember 2017 20:12 Kim Jong-un segist ávallt vera með kjarnorkuhnappinn á skrifborðinu Stjórnvöld í Norður-Kóreu vilja fjöldaframleiða kjarnorkuvopn og opna á viðræður við nágrannana í suðri. 1. janúar 2018 09:59 Vetrarólympíuleikarnir gætu þítt frostið Suður-Kóreumenn hafa lýst einskærum vilja til að setjast niður með nágrönnum þeirra í norðri og ræða hið ískalda samband ríkjanna. 2. janúar 2018 06:38 Hafa tekið yfir annað olíuflutningaskip Suður-Kóreumenn segja skipið hafa verið notað til að flytja olíu til Norður-Kóreu. 31. desember 2017 10:33 Bandaríkjamenn heita því að tortíma stjórn Norður Kóreu komi til stríðs Þetta sagði fulltrúi Bandaríkjamanna á neyðarfundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag. 29. nóvember 2017 23:30 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira
Útgjöld Japana til hermála aldrei verið meiri Ástandið á Kóreuskaga skýrir aukinn vígbúnað landsins. 22. desember 2017 08:27
Rússar gagnrýna auknar eldflaugavarnir Japana Japanar ákváðu að auka varnargetu sína vegna aukinnar ógnar frá Norður-Kóreu. 28. desember 2017 14:31
Segja kjarnorkustríð óumflýjanlegt Aðeins spurning um hvenær ekki hvort, samkvæmt yfirvöld Norður-Kóreu. 7. desember 2017 11:43
Segja 70 prósent íbúa þjást af næringarskorti Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu koma niður á hjálparstarfi. 11. desember 2017 20:12
Kim Jong-un segist ávallt vera með kjarnorkuhnappinn á skrifborðinu Stjórnvöld í Norður-Kóreu vilja fjöldaframleiða kjarnorkuvopn og opna á viðræður við nágrannana í suðri. 1. janúar 2018 09:59
Vetrarólympíuleikarnir gætu þítt frostið Suður-Kóreumenn hafa lýst einskærum vilja til að setjast niður með nágrönnum þeirra í norðri og ræða hið ískalda samband ríkjanna. 2. janúar 2018 06:38
Hafa tekið yfir annað olíuflutningaskip Suður-Kóreumenn segja skipið hafa verið notað til að flytja olíu til Norður-Kóreu. 31. desember 2017 10:33
Bandaríkjamenn heita því að tortíma stjórn Norður Kóreu komi til stríðs Þetta sagði fulltrúi Bandaríkjamanna á neyðarfundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag. 29. nóvember 2017 23:30