Biðja Trump og ESB að koma sér til bjargar Samúel Karl Ólason skrifar 16. janúar 2018 15:29 Nasr Hariri, æðsti samningamaður uppreisnarmanna. Vísir/AFP Uppreisnarmenn í Sýrlandi segja að ef vesturveldin komi þeim ekki til bjargar og beiti Bashar al Assad, forseta Sýrlands, og bandamenn hans í Rússlandi og Íran þrýstingi muni blóði óbreyttra borgara verða úthellt áfram. Nasr Hariri, æðsti samningamaður uppreisnarmanna, kallar eftir aðstoð Donald Trump og leiðtoga Evrópusambandsins eins og Angelu Merkel og Emmanuel Macron. „Ég vil spyrja öll þau ríki sem lofuðu stuðningi við sýrlensku þjóðina og viðleitni þeirra til að koma á lýðræði og friði: Af hverju stóðuð þið ekki við loforð ykkar?“ sagði Hariri við blaðamann Reuters.Átökin í Sýrlandi hafa gengið á í rúm sjö ár og allar pólitískar friðarviðræður hafa ekki borið árangur. Undanfarin tvö ár hefur Assad-liðum vaxið ásmegin með stuðningi Rússlands og Íran. Sýrlenskir Kúrdar hafa með stuðningi Bandaríkjanna og annarra ríkja sömuleiðis náð stórum hluta landsins á sitt vald. Íslamska ríkið hefur tapað nánu öllu sínu yfirráðasvæði til Kúrda og til stjórnarhersins. Þá hafa uppreisnarmenn einnig látið verulega eftir og eru margar fylkingar þeirra jafnvel orðnar samofnar vígahópum sem tengjast al-Qaeda. Með það í huga hafa vesturveldin gefið eftir að undanförnu varðandi þá kröfu að Assad verði að fara frá völdum til að tryggja frið í Sýrlandi. Í nýjum viðræðum hafa uppreisnarmenn þó ítrekað það skilyrði. Enginn friður verði á meðan Assad sé við völd og því hefur ríkisstjórnin lýst því yfir að viðræður þessar muni engum árangri skila. Samkvæmt frétt Reuters telur Hariri þó að vesturveldin geti beitt Assad nægum þrýstingi til að fá hann að samningaborðinu. Að áðurnefndir leiðtogar geti sameinað alþjóðasamfélagið og tryggt frið og stöðugleika í Sýrlandi. Mið-Austurlönd Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Uppreisnarmenn í Sýrlandi segja að ef vesturveldin komi þeim ekki til bjargar og beiti Bashar al Assad, forseta Sýrlands, og bandamenn hans í Rússlandi og Íran þrýstingi muni blóði óbreyttra borgara verða úthellt áfram. Nasr Hariri, æðsti samningamaður uppreisnarmanna, kallar eftir aðstoð Donald Trump og leiðtoga Evrópusambandsins eins og Angelu Merkel og Emmanuel Macron. „Ég vil spyrja öll þau ríki sem lofuðu stuðningi við sýrlensku þjóðina og viðleitni þeirra til að koma á lýðræði og friði: Af hverju stóðuð þið ekki við loforð ykkar?“ sagði Hariri við blaðamann Reuters.Átökin í Sýrlandi hafa gengið á í rúm sjö ár og allar pólitískar friðarviðræður hafa ekki borið árangur. Undanfarin tvö ár hefur Assad-liðum vaxið ásmegin með stuðningi Rússlands og Íran. Sýrlenskir Kúrdar hafa með stuðningi Bandaríkjanna og annarra ríkja sömuleiðis náð stórum hluta landsins á sitt vald. Íslamska ríkið hefur tapað nánu öllu sínu yfirráðasvæði til Kúrda og til stjórnarhersins. Þá hafa uppreisnarmenn einnig látið verulega eftir og eru margar fylkingar þeirra jafnvel orðnar samofnar vígahópum sem tengjast al-Qaeda. Með það í huga hafa vesturveldin gefið eftir að undanförnu varðandi þá kröfu að Assad verði að fara frá völdum til að tryggja frið í Sýrlandi. Í nýjum viðræðum hafa uppreisnarmenn þó ítrekað það skilyrði. Enginn friður verði á meðan Assad sé við völd og því hefur ríkisstjórnin lýst því yfir að viðræður þessar muni engum árangri skila. Samkvæmt frétt Reuters telur Hariri þó að vesturveldin geti beitt Assad nægum þrýstingi til að fá hann að samningaborðinu. Að áðurnefndir leiðtogar geti sameinað alþjóðasamfélagið og tryggt frið og stöðugleika í Sýrlandi.
Mið-Austurlönd Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira