Fjölgun ungs fólks á örorkulífeyri áhyggjuefni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. janúar 2018 15:59 Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK, segir að þörf sé á auknum sveigjanleika í samfélaginu. VIRK Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK – starfsendurhæfingarsjóðs, segir að það sé mikið áhyggjuefni fyrir samfélagið hversu mjög ungu fólki á örorkulífeyri hefur fjölgað. Til þess að vinna gegn þessari þróun telur Vigdís að vert sé að skoða vandann heildrænt í ljósi þess að það séu margir áhrifaþættir sem spili inn í. Vigdís var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vigdís er þeirrar skoðunar að samfélagið í heild þurfi að gera betur til þess að hjálpa betur ungu fólki að komast út á vinnumarkaðinn. „Við erum að vinna gott starf hjá Virk - það eru allar mælingar sem sýna það - en kerfið í heild sinni þarf að vinna betur saman þannig að við náum árangri, ekki bara í endurhæfingunni í að láta fólki líða betur og komast betur áfram heldur líka að við sjáum að fólk skili sér í meira mæli út á vinnumarkaðinn,“ segir Vigdís sem bendir á að samfélagið missi um það bil jafn marga út af vinnumarkaði og ættu að koma inn á ári.Miklar breytingar á liðnum árum„Ég held þetta sé reyndar mjög margþætt. Við þurfum að líta í eigið barm sem samfélag. Hvernig erum við að byggja þetta samfélag upp. Hvaða kröfur erum við að gera til sjálfra okkar og barna okkar? Stöndum við undir þessu? Við höfum breyst mjög mikið. Á fimmtíu árum höfum við breyst úr því að það voru einstaklingar sem voru heima við að sinna fjölskyldu, börnum, veikum foreldrum og svo framvegis. Nú er myndin ekki þannig og ég er heldur ekki að segja að hún eigi að vera þannig,“ segir Vigdís sem segir þó að þessi þróun hafi þau áhrif að rík þörf sé á sterku velferðarkerfi og sterkum félagslegan stuðning.Gagnverkun atvinnulífs og velferðarkerfisVigdís bendir á að í ljósi þróunarinnar sé bæði þörf fyrir sterkt atvinnulíf og velferðarkerfi. „Við tölum um að það þarf jú vissulega sterkt atvinnulíf til þess að halda uppi sterku velferðarkerfi en það þarf líka sterkt velferðarkerfi til að halda uppi sterku atvinnulífi. Ungir foreldrar geta ekki unnið úti til að búa til tekjur nema það sé sterkt velferðarkerfi á bak við þessa einstaklinga.“Brýn þörf fyrir bætta geðheilbrigðisþjónustu og heilsugæsluVigdís segir að það sé veruleg þörf fyrir bætta geðheilbrigðisþjónustu og eflingu heilsugæslu, þessir þættir, sem séu í ólagi, hafi bein áhrif á skjólstæðinga hennar. „Við erum að fá til okkar einstaklinga sem eru of veikir og hafa ekki fengið geðheilbrigðisþjónustu við hæfi og við erum líka að fá til okkar einstaklinga sem hefði verið hægt að gera svo miklu meira fyrir með miklu minni tilkostnaði fyrr innan heilsugæslunnar, sem dæmi.“Aukinn sveigjanleiki„Það vantar sveigjanleika fyrir einstaklinga sem geta átt góða tíma og slæma tíma,“ segir Vigdís því einstaklingar hafi mismunandi þarfir. „Okkur vantar sveigjanleika bæði í bótakerfið og samfélaginu í heild sinni. Við þurfum sjálf að taka okkur í gegn og vera með meiri sveigjanleika gagnvart einstaklingum sem hafa mismunandi starfsþrek á mismunandi tímum. Atvinnulífið þarf að koma inn með sveigjanleika, við þurfum að hjálpa atvinnulífinu að koma inn með sveigjanleika, það er það sem önnur lönd hafa farið út í, í raun og veru stutt við atvinnurekendur þannig að þeir geti sýnt þennan sveigjanleika á vinnumarkaði.“ Vigdís segir að leggja þurfi áherslu á aðgerðir til þess að koma ungu fólki út á vinnumarkað því rannsóknir sýni að það sé heilsu fólks og velferð þess fyrir bestu að vera þátttakendur í samfélaginu. „Það er jú það sem allir vilja og líka þessir ungu foreldrar. Það er það sem öryrkjar vilja. Þeir vilja taka þátt á vinnumarkaði við þurfum bara að gera þeim það kleift.“Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild. Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Sjá meira
Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK – starfsendurhæfingarsjóðs, segir að það sé mikið áhyggjuefni fyrir samfélagið hversu mjög ungu fólki á örorkulífeyri hefur fjölgað. Til þess að vinna gegn þessari þróun telur Vigdís að vert sé að skoða vandann heildrænt í ljósi þess að það séu margir áhrifaþættir sem spili inn í. Vigdís var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vigdís er þeirrar skoðunar að samfélagið í heild þurfi að gera betur til þess að hjálpa betur ungu fólki að komast út á vinnumarkaðinn. „Við erum að vinna gott starf hjá Virk - það eru allar mælingar sem sýna það - en kerfið í heild sinni þarf að vinna betur saman þannig að við náum árangri, ekki bara í endurhæfingunni í að láta fólki líða betur og komast betur áfram heldur líka að við sjáum að fólk skili sér í meira mæli út á vinnumarkaðinn,“ segir Vigdís sem bendir á að samfélagið missi um það bil jafn marga út af vinnumarkaði og ættu að koma inn á ári.Miklar breytingar á liðnum árum„Ég held þetta sé reyndar mjög margþætt. Við þurfum að líta í eigið barm sem samfélag. Hvernig erum við að byggja þetta samfélag upp. Hvaða kröfur erum við að gera til sjálfra okkar og barna okkar? Stöndum við undir þessu? Við höfum breyst mjög mikið. Á fimmtíu árum höfum við breyst úr því að það voru einstaklingar sem voru heima við að sinna fjölskyldu, börnum, veikum foreldrum og svo framvegis. Nú er myndin ekki þannig og ég er heldur ekki að segja að hún eigi að vera þannig,“ segir Vigdís sem segir þó að þessi þróun hafi þau áhrif að rík þörf sé á sterku velferðarkerfi og sterkum félagslegan stuðning.Gagnverkun atvinnulífs og velferðarkerfisVigdís bendir á að í ljósi þróunarinnar sé bæði þörf fyrir sterkt atvinnulíf og velferðarkerfi. „Við tölum um að það þarf jú vissulega sterkt atvinnulíf til þess að halda uppi sterku velferðarkerfi en það þarf líka sterkt velferðarkerfi til að halda uppi sterku atvinnulífi. Ungir foreldrar geta ekki unnið úti til að búa til tekjur nema það sé sterkt velferðarkerfi á bak við þessa einstaklinga.“Brýn þörf fyrir bætta geðheilbrigðisþjónustu og heilsugæsluVigdís segir að það sé veruleg þörf fyrir bætta geðheilbrigðisþjónustu og eflingu heilsugæslu, þessir þættir, sem séu í ólagi, hafi bein áhrif á skjólstæðinga hennar. „Við erum að fá til okkar einstaklinga sem eru of veikir og hafa ekki fengið geðheilbrigðisþjónustu við hæfi og við erum líka að fá til okkar einstaklinga sem hefði verið hægt að gera svo miklu meira fyrir með miklu minni tilkostnaði fyrr innan heilsugæslunnar, sem dæmi.“Aukinn sveigjanleiki„Það vantar sveigjanleika fyrir einstaklinga sem geta átt góða tíma og slæma tíma,“ segir Vigdís því einstaklingar hafi mismunandi þarfir. „Okkur vantar sveigjanleika bæði í bótakerfið og samfélaginu í heild sinni. Við þurfum sjálf að taka okkur í gegn og vera með meiri sveigjanleika gagnvart einstaklingum sem hafa mismunandi starfsþrek á mismunandi tímum. Atvinnulífið þarf að koma inn með sveigjanleika, við þurfum að hjálpa atvinnulífinu að koma inn með sveigjanleika, það er það sem önnur lönd hafa farið út í, í raun og veru stutt við atvinnurekendur þannig að þeir geti sýnt þennan sveigjanleika á vinnumarkaði.“ Vigdís segir að leggja þurfi áherslu á aðgerðir til þess að koma ungu fólki út á vinnumarkað því rannsóknir sýni að það sé heilsu fólks og velferð þess fyrir bestu að vera þátttakendur í samfélaginu. „Það er jú það sem allir vilja og líka þessir ungu foreldrar. Það er það sem öryrkjar vilja. Þeir vilja taka þátt á vinnumarkaði við þurfum bara að gera þeim það kleift.“Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild.
Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Sjá meira